ICESEA Iceland Seafood International hf

Iceland Seafood International hf: Q1 2025 Uppgjör og fjárfestakynning

Iceland Seafood International hf: Q1 2025 Uppgjör og fjárfestakynning

Áframhaldandi viðsnúningurhagnaður fyrir skatta 590 milljónir ISK af reglulegri starfsemi 

  • Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi nam 590 milljónum ISK (€4.1m) samanborið við 360 milljónir ISK (€2.5m) 9M 2024 sem er aukning um 230 milljónir ISK (€1.6m) 
  • Rekstrartekjur 9M 2025 námu 50,1 milljörðum ISK (€347.6m), sem er aukning um 11% eða 4,8 milljarða ISK (€33.6m) frá sama tímabili 2024 
  • Framlegð fyrir 9M 2025 er 4,9 milljarðar ISK (€34.2m) samanborið við 4,1 milljarð ISK (€28.7m) á sama tímabili 2024 
  • EBITDA fyrir 9M 2025 hækkaði um 55% í 2,0 milljarða ISK (€14.0m) frá 1,3 milljörðum ISK (€9.0m) 9M 2024 
  • EBITDA síðustu 12 mánaða hækkaði um 0,9 milljarð ISK, í 3 milljarða ISK (€21.1m) frá 2,1 milljarði ISK (€14.8m) á Q3 2024 
  • Hagnaður fyrstu níu mánuði eftir skatta er 360 milljónir ISK (€2.5m) samanborið við 216 milljóna ISK (€1.5m) tap fyrir sama tímabil 2024 
  • Hagnaður á hlut fyrir 9M 2025 er 0,12 ISK á hlut en tap upp á 0,07 ISK á hlut fyrir 9M 2024.  
  • Heildareignir námu 34,6 milljörðum ISK (€243.7m) í lok september 2025, sem er lækkun um 1,4 milljarð ISK (€10.2m) frá ársbyrjun. 
  • Eiginfjárhlutfall var 31.8% í lok þriðja ársfjórðungs 2025 samanborið við 29,9% í lok Q3 2024 
  • Afkomuspá óbreytt: Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi 2025 verður samkvæmt afkomuspá, 1,1 – 1,4 milljarðar ISK (€7.5m - €9.5m) 

Heildarsala samstæðunnar á þriðja ársfjórðungi var 16,4 milljarðar ISK (€113.7m) og jókst um 11%  samanborið við fyrra ár. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 259 milljónir ISK (€1.8m) sem er aukning  upp á 56 milljónir ISK frá sama ársfjórðungi 2024. 

Rekstrartekjur starfseminnar í Suður-Evrópu voru 6,1 milljarður ISK (€42.6m) á þriðja ársfjórðungi, sem er 10% lækkun miðað við sama tímabil árið 2024. Sala fyrstu 9 mánuði ársins 2025 dróst saman um 1% í söluverðmæti og magni samanborið við 9M 2024. Reglulegur hagnaður starfseminnar fyrir skatta nam 418 milljónum ISK (€2.9m), sem er aðeins undir 9M 2024. Góð sala var í gæðaafurðum, sérstaklega þorski og öðrum fisk af íslenskum uppruna sem hafði jákvæð áhrif á sölu bæði í verðmætum og magni. Góð framleiðsla var á argentínskri rækju  en vegna óhagstæðrar gæðasamsetningar skilaði hún lágri framlegð. Sala í Ahumados Dominguez dróst saman um 2% bæði í söluverðmæti og seldu magni á fyrstu 9 mánuðum 2025 samanborið við fyrra ár. 

Rekstrartekjur starfseminnar í Norður-Evrópu á þriðja ársfjórðungi voru 2 milljarðar ISK (€14.0m), sem er 5% aukning frá sama ársfjórðungi árið áður.  Sala á fyrstu 9 mánuðum ársins jókst um 7% í söluverðmæti og 4% í magni og nam 42.6 milljónum evra, samanborið við 39.8 milljónir evra á sama tímabili árið 2024. Verð á laxi var lægra en spár gerðu ráð fyrir og hafði það jákvæð áhrif á reksturinn á meðan há verð og lítið framboð á hvítfiski hefur haft neikvæð áhrif. Félagið á Írlandi skilaði 200 milljóna ISK (€1.4m) hagnaði af reglulegri starfsemi fyrir skatta fyrstu 9 mánuði ársins sem er aukning um 100 milljónir ISK (€700k) frá sama tímabili 2024.  Gert er ráð fyrir að verð á laxi þokist upp á við út árið og verði sambærilegt við síðastliðin tvö ár. 

Rekstur S&D deildarinnar hefur gengið vel frá byrjun árs og var þriðji ársfjórðungurinn í takt við það. Sala á sjófrystum afurðum hafði jákvæð áhrif á afkomu Iceland Seafood ehf í fjórðungnum. Mikil eftirspurn og hækkandi verð á þorski voru lykillinn að góðum árangri og góðri rekstrarniðurstöðu á þriðja ársfjórðungi. 

Byggt á niðurstöðum þriðja ársfjórðungs og núverandi viðskiptum verður afkomuspá óbreytt frá ársbyrjun eða á bilinu 1,1 – 1,4 milljarðar ISK (€7.5m - €9.5m). Gert er ráð fyrir áframhaldandi háu verði á sjávarafurðum á árinu.  Við gerum ráð fyrir að allar deildir fyrirtækisins muni standa við áætlanir og áframhaldandi eftirspurn þrátt fyrir há verð.  

Ægir Páll Friðbertsson, CEO 

“Fyrirtækið hefur náð verulegum rekstrarviðsnúningi á fyrstu níu mánuðum ársins 2025 miðað við sama tímabil árið 2024. Afkoman hefur verið jákvæð og styrkir trú okkar á að horfa björtum augum til framtíðar. Við munum halda áfram að standa okkar vakt og stíga ölduna í takt við breyttar aðstæður á markaði og í alþjóðlegu umhverfi. 

Árið hefur einkennst af mikilli eftirspurn og háu verði á þorski. Bann Bandaríkjanna við innflutningi á rússneskum fiski ásamt minnkandi kvótum í Barentshafi og Atlantshafi hefur haft veruleg áhrif. Horfur eru á áframhaldandi takmörkuðu framboði og háu verði á hvítfiski. Verð á laxi var lægra en spáð hafði verið, sem skilaði betri rekstrarniðurstöðu í laxastarfseminni en síðustu ár. Afkoman á fyrstu níu mánuðum ársins er umtalsvert betri en á sama tímabili 2024, og horfur fyrir fjórða ársfjórðung eru góðar og í takt við árangur fyrri ára. 

Þrátt fyrir áframhaldandi óvissu í efnahagsmálum hafa vextir og verðbólga lækkað á helstu mörkuðum. Endurfjármögnunin sem lauk á öðrum ársfjórðungi 2025 hefur þegar skilað þeim árangri að fjármagnskostnaður lækkaði á þriðja ársfjórðungi og væntum við þess að sú þróun muni halda áfram  og  styrkja rekstur félagsins. Hátt hráefnisverð styrkir tekjur en skapar áskoranir þar sem neytendur standa frammi fyrir hærri kostnaði, sem gæti haft áhrif á eftirspurn. Á sama tíma eru fjármögnunar- og geymslukostnaður enn áskorun, sem undirstrikar mikilvægi áframhaldandi áherslu á fjármagnsskipan félagsins og birgðahald. 

Aðaláhersla okkar er áfram á að bæta rekstur núverandi eininga, hagræða og bæta reksturinn samhliða því að endurmeta heildarstefnu félagsins. Í Argentínu höfum við nú gengið frá kaupum á tveimur skipum og hafið veiðar, sem styrkir rekstur okkar enn frekar á svæðinu og í suður Evrópu. Með þessum breytingum höfum við fært okkur innar í virðiskeðjuna fyrir rækju, í sjófrystri hágæða rækju sem opnar nýja möguleika til að auka markaðsútbreiðslu og skapa aukin verðmæti. Vöxtur íslensks laxeldis er einnig jákvæð þróun, og við höfum hafið sölu og markaðssetningu íslensks lax í gegnum okkar dreifikerfi með það að markmiði að efla starfsemina enn frekar. 

Markmið okkar er skýrt: að efla rekstur og stöðu Iceland Seafood enn frekar, nýta tækifæri sem skapast og mæta áskorunum til hagsbóta fyrir eigendur, starfsfólk og félagið.” 



Fjárfestafundir 

Iceland Seafood mun ekki halda fjárfestafundi fyrir fyrsta og þriðja ársfjórðung. Fyrirtækið fagnar öllum fyrirspurnum um fjárhagslegar niðurstöður fjórðungsins, og má senda spurningar á netfangið   

Fyrirtækið mun hins vegar halda fjárfestafundi í kjölfar annars ársfjórðungs (hálfsársniðurstöður) og fjórða ársfjórðungs (árslokaniðurstöður), þar sem stjórnendur kynna og ræða helstu niðurstöður. Dagsetningar fyrir þá fundi má finna á vefsíðu félagsins  

Fyrirtækið býður alla velkomna í heimsókn sem vilja fræðast meira um starfsemina og annað henni tengt.  Sé áhugi fyrir hendi vinsamlegast hafið samband við Ægir Pál Friðbertsson  eða Öldu Björk Óskarsdóttir  



Fyrirvari 

Allar yfirlýsingar varðandi framtíðarsýn í þessari tilkynningu endurspegla núverandi skoðanir stjórnenda á framtíðarviðburðum og niðurstöðu. Það að þessar skoðanir séu byggðar á afstöðu sem stjórnendur telja eðlilegar, er engin trygging fyrir því að atburðir og skoðanir verði að veruleika. Framtíðarsýn felur eðlilega í sér óvissu og áhættu;  Niðurstöður geta verið frábrugðnar fullyrðingum eða skoðunum sem setter eru fram. 

Frekari upplýsingar: 

Iceland Seafood International hf.                                                            

 

Ægir Páll Friðbertsson,  

Attachments



EN
13/11/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Iceland Seafood International hf

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: Q1 2025 Uppgjör og fjárfestakynning

Iceland Seafood International hf: Q1 2025 Uppgjör og fjárfestakynning Áframhaldandi viðsnúningur, hagnaður fyrir skatta 590 milljónir ISK af reglulegri starfsemi  Hagnaður fyrir skatta af reglulegri starfsemi nam 590 milljónum ISK (€4.1m) samanborið við 360 milljónir ISK (€2.5m) 9M 2024 sem er aukning um 230 milljónir ISK (€1.6m)  Rekstrartekjur 9M 2025 námu 50,1 milljörðum ISK (€347.6m), sem er aukning um 11% eða 4,8 milljarða ISK (€33.6m) frá sama tímabili 2024  Framlegð fyrir 9M 2025 er 4,9 milljarðar ISK (€34.2m) samanborið við 4,1 milljarð ISK (€28.7m) á sama tímabili 2024  EBITDA ...

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: Q3 2025 results and investors presen...

Iceland Seafood International hf: Q3 2025 results and investors presentation Sustained turnaround with normalized pre-tax profit of EUR 4.1 million  Profits before tax from regular operations amounted to €4.1m compared to €2.5m for 9M 2024, an increase of €1.6m.  Operating revenues for 9M 2025 were €347.6m, an increase of 11% or €33.6m from the same period in 2024.  Gross profit for 9M 2025 is €34.2m compared to €28.7m for the same period in 2024.  EBITDA for 9M 2025 increased by 55% to €14.0m from €9.0m in 9M 2024.  EBITDA for the last 12 months increased by €6.3m to €21.1m from €14...

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: Q3 2025 results and investors presen...

Iceland Seafood International hf: Q3 2025 results and investors presentation Iceland Seafood will publish its Interim Financial Statement for Q3 2025 after closing of markets on November 13th 2025. This represents a change from the previously scheduled date of November 19th, moving the publication forward by six days. Iceland Seafood will pause hosting a meeting for investors and market participants for Q1 and Q3 until further notice. However, the company will host a meeting for investors and market participants for Q2 (half-year results) and Q4 (full-year results), where management will p...

 PRESS RELEASE

Iceland Seafood International hf: Completes auction of additional bill...

Iceland Seafood International hf: Completes auction of additional bills Iceland Seafood International hf. has concluded an offering of 6-month bills in the new series ICESEA 26 0407. Total offers for bills in the auction amounted to ISK 1.780 million and offers were accepted for ISK 1300 million at a simple rate of 8.46%. The bills are scheduled to be admitted to trading on Nasdaq Iceland in the coming weeks.  

Iceland Seafood International Hf: 1 director

A director at Iceland Seafood International Hf bought 91,934,399 shares at 5.000ISK and the significance rating of the trade was 75/100. Is that information sufficient for you to make an investment decision? This report gives details of those trades and adds context and analysis to them such that you can judge whether these trading decisions are ones worth following. Included in the report is a detailed share price chart which plots discretionary trades by all the company's directors over the ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch