FLY PLAY HF

Correction: Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025

Correction: Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025

Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025

Nýtt viðskiptalíkan PLAY heldur áfram að þróast á jákvæðan hátt með skýra    áherslu á arðbærustu þætti félagsins: sólarlandaflug og leiguverkefni.

• Handbært fé jókst á milli ára, úr 17,2 milljónum bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi 2024 í 21,1 milljón bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

• Rekstrarkostnaður á fyrsta ársfjórðungi 2025 var 58 milljónir bandaríkjadala, samanborið við 66 milljónir dala á sama tímabili 2024.

• PLAY flutti 286 þúsund farþega á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 349 þúsund árið áður.

• Sætanýting á fyrsta ársfjórðungi 2025 var 77,2%, samanborið við 81,8% á sama tíma 2024.

• Breytingar á fjölda farþega og sætanýtingu á milli ára endurspegla áherslu PLAY á leiguverkefni og að auka flug til sólarlanda.

• RASK var stöðugt, 4,10 bandarísk sent á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 4,24 sent á sama tíma 2024.

• Meðaltekjur á hvern farþega hækkuðu um 1,2% milli ára.

• Tap eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 26,8 milljónum dala, sem er framför frá 27,2 milljóna dala tapi á sama tímabili 2024.

• Sætaframboð til sólarlanda jókst um 17% milli ára á fyrsta ársfjórðungi 2025.

• PLAY tryggði langtímasamning um ACMI-leigu á fjórum farþegaþotum við SkyUp Malta til ársloka 2027.

• Stundvísi var 81,5% á fyrsta ársfjórðungi 2025.

• CASK var 6,06 bandarísk sent á fyrsta ársfjórðungi 2025 og hélst stöðugt á milli ára.

• Rekstrarniðurstaða (EBIT) var neikvæð um 21,7 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við neikvæða 21,3 milljónir dala niðurstöðu á sama tíma 2024.

• PLAY er með 10 vélar í flota sínum en á fyrsta ársfjórðungi var ein þeirra í leiguverkefni og ígildi einnar vélar var í viðhaldi. Þar með var PLAY með 8 véla áætlun í fjórðungnum.

PLAY var með 27 áfangastaði í leiðakerfinu á fyrsta ársfjórðungi 2025.

Rekstartengdir mælikvarðar   Q1 2025 Q1 2024 Change  
  Fjöldi fluga fjöldi 2,006 2,317 -311
  Fjöldi áfangastaða í rekstri fjöldi 27 29 -2
  Fjöldi flugvéla í rekstri fjöldi 8 10 -2
  Stundvísi % 82% 88% -6 ppt
  Fjöldi farþega þús. 286 349 -18%
  Sætiskílómetrar (ASK) millj. 1,097 1,280 -14%
  Tekjur á farþegakílómetra (RPK) millj. 847 1,046 -19%
  Meðallengd flugleggja (km) fjöldi 2,975 2,994 -1%
  Sætanýting % 77% 82% -5 ppt
  Fjöldi sæta í boði þús. 386 426 -9%
     
Rekstrarreikningur        
  Rekstrartekjur millj. USD 46.36 54.4 -8.0
  Rekstrargjöld millj. USD 58.00 66.0 -8.0
  EBIT millj. USD -21.70 -21.3 -0.4
  EBIT hlutfall % -47% -39% -8 ppt
  Afkoma millj. USD -26.80 -27.2 0.4
     
Efnahagsreikningur        
  Heildareignir millj. USD 362.9 408.3 -45.40
  Heildarskuldir millj. USD 423.3 433.4 -10.10
  Eigið fé millj. USD -60.4 -25.1 -35.30
  Eiginfjárhlutfall % -16.6% -6.1% -10.5 ppt
  Fé (handbært og bundið) millj. USD 21.1 17.2 3.9
     
Hlutabréf        
  Hlutabréfaverð í lok tímabils per bréf 0.8 4.6 -3.8
  Tap á hlut US sent -1.9 -4.0 2.10
     
Lykilmælikvarðar        
  Flugtekjur per farþega USD 102 101 1%
  Hliðartekjur per farþega USD 52 50 4%
  Heildartekjur per farþega USD 153 152 1%
  TRASK US sent 4.1 4.2 -2%
  CASK (með eldsneytis- og kolefniskostnaði) US sent 6.1 5.9 3%
  CASK (án eldsneytis- og kolefniskostnaðar) US sent 4.4 4.4 1%
  CO₂ per RPK (grömm CO₂ per RPK) fjöldi 64 62 4%
  CO₂ útblástur í tonnum frá flugvélaolíu fjöldi 54,324 64,710 -16%
         

Einar Örn Ólafsson forstjóri PLAY:



„Ég er mjög ánægður með þann árangur sem við náðum á fyrsta ársfjórðungi 2025. Eins og við höfum áður greint frá hvílir meginþungi viðskiptalíkans okkar á tveimur lykilstoðum: flugi til sólarlanda og að tryggja arðbær leiguverkefni fyrir þann hluta flota okkar sem ekki nýtist í okkar framleiðslu. Ég er stoltur af því að segja að við erum að skila góðum árangri á báðum þessum sviðum.

Síðasta haust var tekin ákvörðun um að leggja meiri áherslu á sólarlandaflug frá Íslandi, og niðurstöðurnar eru þegar farnar að sjást. Við höfum aukið flug til vinsælla sólarlandaáfangastaða og framboðið heldur áfram að vaxa jafnt og þétt. Þetta er í samræmi við framtíðarsýn okkar um að byggja upp öflugt rekstrarmódel sem getur tekist á við árstíðarbundnar sveiflur, sem styður við sterka frammistöðu allt árið um kring.

Á sama tíma höfum við tryggt okkur leiguverkefni með SkyUp Malta Airlines. Þessi áfangi varpar ljósi á þá miklu aðlögunarhæfni sem býr í fyrirtækinu, að geta brugðist við breyttum markaðsaðstæðum og nýtt flotann á sem hagkvæmastan hátt til að tryggja stöðugar og fyrirsjáanlegar tekjur.

Þrátt fyrir að páskarnir hafi verið á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs, en í apríl á þessu ári, og að færri vélar voru í áætlun vegna leiguverkefnis og viðhalds, þá reyndust meðaltekjur á hvert flugsæti (RASK) nánast óbreyttar frá sama tímabili í fyrra, sem undirstrikar seigluna í rekstri okkar. Að auki héldum við EBIT og kostnaði stöðugum, sem sýnir aga í rekstri í öllu fyrirtækinu.

Fjárhagsstaða okkar hefur einnig batnað. Handbært fé í lok ársfjórðungsins er sterkara en á sama tíma í fyrra, sem veitir okkur svigrúm til að halda áfram að þróa starfsemina. Það er því ljóst að þær breytingar sem við höfum gert eru þegar farnar að skila árangri.

Það sem skiptir mestu máli er að horfur í rekstrinum eru jákvæðar og við förum inn í sumarið með öflugt, vel skipulagt leiðakerfi og jafnvægi í nýtingu flota, sem gerir okkur kleift að styrkja fjárhagsstöðu okkar.

Auðvitað mun það krefjast áframhaldandi einbeitingar, vinnuframlags og aðlögunarhæfni hjá okkur öllum í PLAY. Breytingar eru aldrei auðveldar, en þær eru nauðsynlegar og við höfum sýnt að við höfum bæði hæfileika og staðfestu til að ná árangri. Ég er fullkomlega sannfærður um að við munum, saman, halda áfram á þessari jákvæðu braut, yfirstíga þær áskoranir sem kunna að verða á leið okkar og ná markmiðum okkar.“

Farþegatölur

PLAY flutti 286 þúsund farþega á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 349 þúsund farþega á sama tímabili 2024. Sætanýting á fyrsta ársfjórðungi 2025 var 77,2%, samanborið við 81,8% á fyrsta ársfjórðungi 2024. Þessar tölur endurspegla i áherslu PLAY á að auka sólarlandaflug og ACMI-verkefni.

Ein farþegaþota úr flota PLAY var í ACMI-verkefni fyrir GlobalX í Miami, og leiðakerfið aðlagað að árstíðarbundinni eftirspurn. Þróun sætanýtingar er í takt við aukna áherslu PLAY á sólarlandaflug til Suður-Evrópu, þar sem framboð jókst um 17% milli ára. Þó að sólarlandaflug skili hærri meðaltekjum á hvern farþega, byggir það að mestu á beinum ferðum án tengiflugs (VIA), sem hefur áhrif á sætanýtingu.

Af farþegum sem flugu með PLAY á fyrsta ársfjórðungi 2025 flugu 32% frá Íslandi, 40% til Íslands og 28% voru tengifarþegar (VIA).

Viðskiptavinakönnun okkar (NPS) sýnir verulega aukningu milli ára, úr 33 stigum á fyrsta ársfjórðungi 2024 í 49 stig á fyrsta ársfjórðungi 2025, eða 48% aukningu. Þetta er árangur af stöðugum umbótum á þjónustu við viðskiptavini.

Fjárhagsstaða

Heildartekjur PLAY á fyrsta ársfjórðungi 2025 voru 46,4 milljónir bandaríkjadala, samanborið við 54,4 milljónir dala á sama tímabili 2024. Þessi þróun endurspeglar breytingar á leiðakerfi PLAY, þar sem dregið var úr framboði og flugáætlun löguð betur að árstíðabundinni eftirspurn.

Tekjur á hvern framboðinn sætiskílómetra (RASK) á fyrsta ársfjórðungi 2025 voru 4,10 sent, samanborið við 4,24 sent á sama tíma 2024. Meðaltekjur á hvern farþega hækkuðu um 1,2%, úr 152 USD í Q1 2024 í 153 USD í Q1 2025. Þó að sætanýting hafi lækkað um 4,6 prósentustig milli ára, héldu meðaltekjur uppi stöðugu RASK. Þetta náðist þrátt fyrir að páskarnir féllu innan uppgjörstímabilsins 2024 en ekki 2025.

Kostnaður á hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) á fyrsta ársfjórðungi 2025 var 6,06 bandarísk sent, samanborið við 5,91 sent á sama tímabili 2024. Kostnaður á hvern framboðinn sætiskílómetra að undanskyldu eldsneyti (Ex-Fuel CASK) var 4,43 sent árið 2025, samanborið við 4,36 sent árið 2024 (með leiðréttingum í árslok 2024).

Rekstrarniðurstaða (EBIT) var neikvæð um 21,7 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við neikvæðar 21,3 milljónir dala á sama tímabili 2024. Þetta þýðir að EBIT stóð í stað þrátt fyrir lægri tekjur.

Tap eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 26,8 milljónum dala, samanborið við 27,2 milljónir dala árið áður.

Handbært fé PLAY í lok fyrsta ársfjórðungs 2025 nam 21,1 milljón dali, sem er aukning um 3,9 milljónir dala miðað við 17,2 milljónir dala í lok fyrsta ársfjórðungs 2024. Handbært fé í árslok 2024 nam 23,6 milljónum dala.

Lausafjárstaðan er sterkari samanborið við fyrra ár, sem endurspeglar betri rekstrarhorfur. Félagið leitar ávallt leiða til að tryggja lausafjárstöðu félagsins sem best, meðal annars með hagræðingu á veltufé en ef markaðsaðstæður breytast kemur til greina að auka hlutafé í félaginu eða dótturfélagi þess.

Horfur

Viðskiptaáætlun PLAY heldur áfram að þróast með áherslu á sólarlandaflug frá Íslandi. Sólarlandaflug mun aukast um 7% árið 2025 miðað við 2024, þrátt fyrir að færri flugvélar verði gerðar út frá Keflavíkurflugvelli. PLAY verður með sjö vélar yfir háannatíma sumarsins, þar með talið eina aukaflugvél sem verður leigð til skamms tíma. Nýir sólarlandaáfangastaðir í sumar eru meðal annars Faro í Portúgal og Antalya í Tyrklandi.

Fjórar af tíu flugvélum fara í leiguverkefni fyrir SkyUp Malta Airlines frá og með vori/sumri 2025. Samningurinn gildir út árið 2027. SkyUp Malta tilheyrir JoinUp Group, sem á uppruna sinn sem ferðaskrifstofa í Úkraínu og rekur nú bæði flugfélag á Möltu og ferðaskrifstofur víða í Austur-Evrópu.

Frekari upplýsingar

Forstjóri PLAY, Einar Örn Ólafsson, kynnir afkomu fyrirtækisins þriðjudaginn 29. apríl klukkan 16:00. Kynningin verður streymd á ensku í gegnum vefstreymi:

/en/financial-reports-and-presentations

Viðhengi



EN
29/04/2025

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Passenger Increase Tied to Point-to-Point Success

Passenger Increase Tied to Point-to-Point Success PLAY carried 128,119 passengers in April 2025, compared to 122,217 passengers in April 2024. This represents a 5% increase in passenger numbers year-over-year. This growth reflects continued demand in PLAY’s core markets and a well-aligned route network for the early summer season. The load factor in April 2025 was 82.6%, compared to 85.1% in April 2024. This change is largely due to shift toward more leisure-oriented destinations, which historically see lower load factors due to reduced VIA feed but typically deliver higher yields. The net...

 PRESS RELEASE

Farþegum fjölgar milli ára

Farþegum fjölgar milli ára PLAY flutti 128.119 farþega í apríl 2025, samanborið við 122.217 farþega í apríl 2024, sem jafngildir 5% aukningu milli ára. Þessi vöxtur endurspeglar áframhaldandi eftirspurn á kjarnamörkuðum PLAY og að breytingar á leiðakerfinu, þar sem aukin áhersla er á sólarlandaflug, er að skila árangri.  Sætanýting í apríl 2025 var 82,6%, samanborið við 85,1% í apríl 2024. Þessi breyting skýrist að mestu ákvörðun PLAY að leggja aukna áherslu á sólarlandaflug frá Íslandi til Suður-Evrópu. Slíkar leiðir eru jafnan með lægri sætanýtingu þar sem ekki er sama tengifarþegaflæði ...

 PRESS RELEASE

Correction: Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025

Correction: Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 PLAY’s business plan continues to progress, with a clear focus on our most stable and profitable business segments: leisure and ACMI operations. Cash position strengthened to USD 21.1 million at the end of Q1 2025, up from USD 17.2 million. Operating costs in Q1 2025 were USD 58 million, compared to USD 66 million in Q1 2024. PLAY carried 286 thousand passengers in Q1 2025, compared to 349 thousand in Q1 2024. Load factor in Q1 2025 was 77.2%, compared to 81.8% in Q1 2024. These fi...

 PRESS RELEASE

Correction: Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025

Correction: Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025 Fly Play hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2025 • Nýtt viðskiptalíkan PLAY heldur áfram að þróast á jákvæðan hátt með skýra    áherslu á arðbærustu þætti félagsins: sólarlandaflug og leiguverkefni. • Handbært fé jókst á milli ára, úr 17,2 milljónum bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi 2024 í 21,1 milljón bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. • Rekstrarkostnaður á fyrsta ársfjórðungi 2025 var 58 milljónir bandaríkjadala, samanborið við 66 milljónir dala á sama tímabili 2024. • PLAY flutti 286 þúsund farþega á fyrsta ársfjórðung...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025

Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q1 2025 PLAY’s business plan continues to progress, with a clear focus on our most stable and profitable business segments: leisure and ACMI operations.Cash position strengthened to USD 21.1 million at the end of Q1 2025, up from USD 17.2 million.Operating costs in Q1 2025 were USD 58 million, compared to USD 66 million in Q1 2024.PLAY carried 286 thousand passengers in Q1 2025, compared to 349 thousand in Q1 2024Load factor in Q1 2025 was 77.2%, compared to 81.8% in Q1 2024These figures reflect PLAY’s strategic focus ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch