FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Aldrei betri sætanýting yfir vetrarmánuð í sögu PLAY og 65% aukning farþega

Fly Play hf.: Aldrei betri sætanýting yfir vetrarmánuð í sögu PLAY og 65% aukning farþega

Flugfélagið PLAY flutti 142.918 farþega í marsmánuði, sem er 65% aukning frá mars í fyrra þegar félagið flutti 86.661 farþega. Sætanýting PLAY í mars 2024 var 88,1% samanborið við 80,6% í mars í fyrra. Sætanýtingin í nýliðnum marsmánuði er sú hæsta yfir vetrarmánuð í sögu PLAY.

Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í mars voru 25,6% á leið frá Íslandi, 36,0% voru á leið til Íslands og 38,4% voru tengifarþegar (VIA). Hlutfall farþega sem voru á leið til Íslands og tengifarþega er skýrt merki um að eftirspurn hefur tekið við sér á ný eftir að hafa dvínað á haustmánuðum 2023 vegna ónákvæms fréttaflutnings erlendra miðla af jarðhræringum á Reykjanesskaga.



Stundvísi PLAY í mars var 94%, sem er á meðal þess besta sem fyrirfinnst í flugbransanum.



Eftirspurn eftir sólarlandaáfangastöðum PLAY var mikil í marsmánuði. Um 90% sætanýting var á Alicante, Lissabon, Barcelona og Tenerife. Mikil eftirspurn var einnig eftir borgaráfangastöðum í Evrópu. Um 90% sætanýting var á London, Berlín, París og Kaupmannahöfn og var nærri 90% sætanýting á Dublin og Amsterdam.

Tveir nýir áfangastaðir

PLAY kynnti til leiks tvo nýja áfangastaði í mars, Madeira og Marrakesh. Fyrsta flug PLAY til Marrakesh verður 17 október og verður flogið allt að tvisvar í viku á fimmtudögum og sunnudögum. Þetta verður í fyrsta sinn sem áætlunarflugi er haldið úti á milli Íslands og Afríku. 

Fyrsta flugið til Madeira verður 15 október og verður flogið einu sinni í viku á þriðjudögum.

Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY:

„Við vorum með ásættanlega sætanýtingu í mars þar sem páskaumferðin jafnaði út neikvæðu áhrifin sem sköpuðust vegna jarðhræringanna undir lok síðasta árs. Háannatíminn um sumarið er framundan og við erum spennt fyrir að setja ný met í rekstri PLAY. Hlutfall þeirra farþega sem fljúga með okkur til Íslands og tengifarþega sýnir það gífurlega góða starf sem hefur verið unnið til að auka vitund neytenda á erlendum mörkuðum um PLAY. Einnig ber að hrósa samstarfsfólki mínu fyrir að hafa náð 94% stundvísi á áætlunarferðum okkar í marsmánuði sem er merki um þá miklu fagmennsku sem býr í starfsliðinu.“



 

Viðhengi



EN
08/04/2024

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ M...

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ Meeting Attached is the final agenda and the Board’s proposals for the shareholders’ meeting of Fly Play hf. to be held on August 15. Attachment

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafund...

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Hjálagt er endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Fly Play hf. 15. ágúst næstkomandi.   Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Business plan on track by focusing on leisure routes, profit-driven network planning, and securing long-term ACMI agreements. Strong operations in Q2, with higher TRASK and lower adjusted CASK, though adverse FX movements and maintenance delay costs impacted results. Cash at the end of Q2 stood at USD 11.9 million, including restricted cash. PLAY has secured subscription commitments totalling USD 20 million (ISK 2.4 billion), expected to be finalised by mid-August, strengthening the company’s financial p...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Innleiðing nýs viðskiptalíkans er á áætlun þar sem lögð er áhersla á sólarlandaáfangastaði, arðbærar flugleiðir og langtíma leiguverkefni fyrir hluta flotans. Heildartekjur á hvern framboðinn sætiskílómetra (TRASK) voru hærri og kostnaður á hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) sömuleiðis lægri á örðum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Það náðist þrátt fyrir neikvæð gengisáhrif og tafa vegna viðhalds á einni af þotum félagsins. Handbært fé í lok annars ársfjórðungs nam 11,9 milljón...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network PLAY carried 124,587 passengers in July 2025, compared to 187,835 passengers in July 2024. The decrease in passenger numbers year-on-year is primarily driven by the airline’s strategic shift in fleet deployment, with fewer aircraft operating within PLAY’s own route network due to ACMI leasing agreements with other operators. Despite the reduced capacity, the load factor reached 90.3%, a notable improvement from 88.4% in July 2024. This reflects strong demand and efficient capacity management, particularly impressive giv...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch