FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Einingatekjur aldrei hærri í ágúst mánuði

Fly Play hf.: Einingatekjur aldrei hærri í ágúst mánuði



PLAY flutti 124.286 farþega í ágúst 2025, samanborið við 187.960 farþega í ágúst 2024. Munurinn á milli ára skýrist fyrst og fremst af i breytingu í nýtingu flugflotans, þar sem færri vélum er flogið í leiðakerfi Play miðað við sama tímabil í fyrra vegna ACMI-leigusamninga við aðra rekstraraðila.

Þrátt fyrir minna framboð var sætanýting 89,6%, samanborið við 91,6% í ágúst 2024. Þessi lækkun endurspeglar þær breytingar sem verið er að leiða í gegn hjá Play. Minni áhersla er lögð á tengiflug (VIA) milli Bandaríkjanna og Evrópu, sem yfirleitt nær hærri sætanýtingu, en að sama skapi aukinn kraftur settur í sólarlandaflug frá Íslandi. Slíkir áfangastaðir hafa yfirleitt lægri sætanýtingu því tengifarþega nýtur ekki við, en þeir skila hærri einingatekjum. Til marks um það hafa einingatekjur aldrei verið hærri í ágúst og í ár.

Af farþegum PLAY í ágúst 2025 voru 33,7% að fljúga frá Íslandi, 47,0% að fljúga til Íslands og 19,3% tengifarþegar (VIA).

Flugreksturinn gekk sömuleiðis vel en stundvísi Play í mánuðinum var 89,0%, samanborið við 91,5% í ágúst 2024.

PLAY mun halda áfram á þeirri braut að leiða inn nýtt viðskiptalíkan, sem byggir á því að leigja út vélar úr flota félagsins til annarra flugrekenda  til að tryggja stöðugar tekjur á sama tíma og félagið heldur býður upp á gott úrval sólarlandaáfangastaða frá Íslandi.

Fjármögnun lokið

Fly Play hf. lauk í ágúst útgáfu tveggja ára breytanlegs skuldabréfs að fjárhæð um 23 milljónir Bandaríkjadollara, sem samsvarar rúmlega 2.800 milljónum króna. Upphafleg áskriftarloforð námu 20 milljónum Bandaríkjadollara (2.425 m.kr.), en umfram eftirspurn gerði það að verkum að endanleg upphæð varð hærri. Öllum fyrirvörum útboðsins hefur nú verið aflétt og fjármögnuninni því lokið.

Þessi niðurstaða staðfestir þá tiltrú sem fjárfestar bera til PLAY og framtíðaráforma félagsins. Fjármögnunin styrkir rekstrargrundvöll félagsins verulega og gerir PLAY kleift að einbeita sér að arðbærum verkefnum og áframhaldandi vexti.

Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY:

„Árangur okkar í liðnum ágúst var góður og niðurstöðurnar sýna svo ekki verður um villst að áhersla okkar á sólarlandaáfangastaði er að skila árangri. Sætanýting upp á 89,6% er vel í samræmi við væntingar fyrir slíkt leiðakerfi, og um leið náðum við hæstu einingatekjum í ágúst mánuði í sögu félagsins.

Þessi árangur sýnir að stefnan okkar er að virka, og ég vil þakka samstarfsfólki mínu hjá Play fyrir að halda stundvísishlutfalli félagsins í 89,0% í ágúst, sem er einn annasamasti mánuður ársins í flugi.  Við höldum ótrauð áfram á sömu braut og höldum áfram að bjóða upp á frábæra þjónustu á hagstæðara verði.“

Viðhengi



EN
08/09/2025

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Unit revenue reached a record high for August

Fly Play hf.: Unit revenue reached a record high for August PLAY carried 124,286 passengers in August 2025, compared to 187,960 passengers in August 2024. The difference year-on-year is primarily driven by the airline’s strategic shift in fleet deployment, with fewer aircraft operating within PLAY’s own route network due to ACMI leasing agreements with other operators. Despite the reduced capacity, the load factor was 89.6%, compared to 91.6% in August 2024. This slight decrease is a natural reflection of PLAY’s transition from a VIA-focused network, which typically achieves higher load fa...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Einingatekjur aldrei hærri í ágúst mánuði

Fly Play hf.: Einingatekjur aldrei hærri í ágúst mánuði PLAY flutti 124.286 farþega í ágúst 2025, samanborið við 187.960 farþega í ágúst 2024. Munurinn á milli ára skýrist fyrst og fremst af i breytingu í nýtingu flugflotans, þar sem færri vélum er flogið í leiðakerfi Play miðað við sama tímabil í fyrra vegna ACMI-leigusamninga við aðra rekstraraðila. Þrátt fyrir minna framboð var sætanýting 89,6%, samanborið við 91,6% í ágúst 2024. Þessi lækkun endurspeglar þær breytingar sem verið er að leiða í gegn hjá Play. Minni áhersla er lögð á tengiflug (VIA) milli Bandaríkjanna og Evrópu, sem y...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Manager’s transactions

Fly Play hf.: Manager’s transactions Please find attached announcements Attachments

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Viðskipti stjórnenda

Fly Play hf.: Viðskipti stjórnenda Sjá meðfylgjandi tilkynningar Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Approved Resolutions from Shareholders’ Meeting

Fly Play hf.: Approved Resolutions from Shareholders’ Meeting The Shareholder Meeting of Fly Play hf. (the “Company”) was held on Friday 15 August 2025 at 16:00 (GMT) at the Company’s offices at Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Attached are the proposals of the Board of Directors that were approved at the shareholders meeting. Attachment

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch