FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Fundarboð

Fly Play hf.: Fundarboð



Hluthafafundur Fly Play hf.

Stjórn Fly Play hf. boðar til hluthafafundar félagsins 15. ágúst 2025 kl. 16:00, á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík.

Dagskrá fundarins:

  1. Tillaga um að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út skuldabréf með breytirétti að upphaflegri höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 2.425.000.000 og heimild stjórnar til að gefa út nýtt hlutafé að nafnverði allt kr. 3.500.000.000 til að mæta breytirétti skuldabréfaeigenda.
  2. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins í samræmi við framangreinda heimild.
  3. Önnur mál löglega fram borin

Þátttaka á fundinum verður bundin við þá sem mæta á staðinn.

Reglur um þátttöku og atkvæðagreiðslu á fundinum

Aðilar sem eru eignskráðir hluthafar í hlutaskrá skv. hluthafakerfi félagsins þegar fundurinn fer fram geta beitt réttindum sínum á fundinum. Uppgjör viðskipta hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð er tveimur dögum eftir viðskiptin og því mælst til þess að síðasti viðskiptadagur sé þann 13. ágúst 2025 vilji hluthafi beita réttindum sínum á fundinum. Hluthafar sem ekki mæta á fundinn geta greitt atkvæði um dagskrárliði með bréfa atkvæði. Beiðni um að greiða atkvæði bréflega skal send eigi síðar en fimm dögum fyrir hluthafafund til .

Eitt atkvæði fylgir hverri krónu af hlutafé í félaginu. Hluthafi getur veitt umboðsmanni skriflegt umboð sem skal dagsett. Tekið skal fram að umboð getur aldrei gilt lengur en í eitt ár frá dagsetningu þess. Umboð má hvenær sem er afturkalla. Slík umboð skulu berast félaginu áður en hluthafafundur hefst eða við skráningu á fundarstað. Umboðseyðublöð verða aðgengileg á vefsíðu félagsins.

Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá fundarins og leggja fram ályktunartillögur ef gerð hefur verið skrifleg eða rafræn krafa um það með nægilega miklum fyrirvara til að unnt sé að taka málið á dagskrá. Slík erindi skulu send á tölvupóstfangið . Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekið til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögu fyrir þann tíma verður endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsíðu. Mál sem ekki hafa verið tilgreind í dagskrá hluthafafundar er ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum nema með samþykki allra hluthafa félagsins.

Aðrar upplýsingar

Endanleg dagskrá, tillögur og fundargögn verða birt eigi síðar en 8. ágúst 2025 á vefsíðu félagsins: .

Fundargögn verða einnig aðgengileg á skrifstofu félagsins, frá sama tíma, að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík, á virkum dögum milli kl. 9:00 (GMT) og 16:00 (GMT).

Komi fram einhverjar tillögur frá hluthöfum verða þær birtar eigi síðar en þremur dögum fyrir hluthafafund, ásamt uppfærðri dagskrá.

Fundargögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 15:00 (GMT) á fundardegi.

Reykjavík 25. júlí 2025

Stjórn Fly Play hf.







EN
25/07/2025

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Notice of Shareholders’ Meeting

Fly Play hf.: Notice of Shareholders’ Meeting Shareholders’ Meeting of Fly Play hf. The Board of Directors of Fly Play hf. hereby convenes a shareholders’ meeting on August 15, 2025, at 16:00, at the company’s headquarters at Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Agenda of the meeting: Proposal to authorize the Board of Directors to issue convertible bonds with an initial principal amount of up to ISK 2,425,000,000 and to authorize the Board to issue new share capital with a nominal value of up to ISK 3,500,000,000 to fulfill conversion rights of bondholders. Proposal to amend the Arti...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Fundarboð

Fly Play hf.: Fundarboð Hluthafafundur Fly Play hf. Stjórn Fly Play hf. boðar til hluthafafundar félagsins 15. ágúst 2025 kl. 16:00, á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Dagskrá fundarins: Tillaga um að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út skuldabréf með breytirétti að upphaflegri höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 2.425.000.000 og heimild stjórnar til að gefa út nýtt hlutafé að nafnverði allt kr. 3.500.000.000 til að mæta breytirétti skuldabréfaeigenda.Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins í samræmi við framangreinda heimild.Önnur mál löglega fram bo...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Profit Warning

Fly Play hf.: Profit Warning Preparation of the Q2 2025 interim financial report indicates that results will be below prior-year performance and expectations. The company expects a net loss of approximately USD 16 million for Q2 2025, compared to a net loss of USD 10 million in the same period last year. The deviation in results is primarily driven by following factors outside of the company´s control: Foreign exchange impact (FX): A negative FX effect of approximately USD 2.5 million due to strengthening of the Icelandic krona, which impacted mainly salaries, handling and airport charg...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Afkomuviðvörun

Fly Play hf.: Afkomuviðvörun Undirbúningur árshlutauppgjörs fyrir 2. ársfjórðung 2025 bendir til þess að afkoma verði lakari en á sama tímabili í fyrra og undir væntingum. Fyrirtækið gerir ráð fyrir tapi upp á um það bil 16 milljónir Bandaríkjadala á 2. ársfjórðungi 2025, samanborið við tap upp á 10 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Frávik frá væntingum má að mestu leiti rekja til eftirfarandi þátta sem félagið hefur ekki áhrif á: • Neikvæð gengisáhrif upp á um það bil 2,5 milljónir dala vegna styrkingar íslensku krónunnar, sem hafði aðallega áhrif á laun, afgreiðslu- og flugval...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: PLAY gefur út breytanlegt skuldabréf upp á 2,4 milljarða...

Fly Play hf.: PLAY gefur út breytanlegt skuldabréf upp á 2,4 milljarða króna Fly Play hf. hefur tryggti sér bindandi skilyrt áskriftarloforð um kaup fjárfesta á breytanlegu skuldabréfi að samanlögðu andvirði 2.425 milljónir króna, eða um USD 20 milljónir. Á meðal þeirra sem taka þátt í þessari fjármögnun eru stærstu eigendur félagsins og nýir íslenskir fjárfestar.  Í viðhengi er tilkynning frá félaginu þar sem nánar er greint frá þessum fyrirætlunum félagsins. Í viðhengi er einnig fréttatilkynning sem send er til fjölmiðla um sama efni. Viðhengi ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch