FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Þóra hættir hjá PLAY

Fly Play hf.: Þóra hættir hjá PLAY

Þóra hættir hjá PLAY

Þóra Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálsviðs PLAY, hefur sagt starfi sínu lausu en hún hefur starfað hjá PLAY síðan í maí 2021. Þóra mun sinna stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs þar til eftirmaður hennar tekur við en tilkynningar þess efnis er að vænta bráðlega.

 „Þóra hefur verið öflug og góð samstarfskona á því mikla uppbyggingartímabili sem PLAY hefur verið í síðasta eina og hálfa árið. Hún hefur byggt upp gríðarlega öflugt og flott teymi með sér og lagt grunn sem við munum byggja á í framtíðinni. Ég þakka Þóru innilega fyrir gott og faglegt samstarf og hennar mikilvæga framlag um leið og ég óska henni velfarnaðar í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur í næsta kafla,” segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.

 „Ég er stolt af því að hafa fengið tækifæri til að vinna fyrir PLAY sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs á þeim tíma er félagið var í uppbyggingarfasa. Stoltust er ég af fjármálateyminu sem við höfum byggt upp síðustu misseri og mun sannarlega sakna samstarfsfólksins. Ég hef ákveðið að breyta til og skipta um takt og ákvað að segja skilið við félagið. Ég óska PLAY alls hins besta og hlakka til að fylgjast með úr örlítið meiri fjarlægð,” segir Þóra Eggertsdóttir. 



EN
07/10/2022

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ M...

Fly Play hf.: Final Agenda and Board Proposals for the Shareholders’ Meeting Attached is the final agenda and the Board’s proposals for the shareholders’ meeting of Fly Play hf. to be held on August 15. Attachment

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafund...

Fly Play hf.: Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Hjálagt er endanleg dagskrá og tillögur stjórnar vegna hluthafafundar Fly Play hf. 15. ágúst næstkomandi.   Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Business plan on track by focusing on leisure routes, profit-driven network planning, and securing long-term ACMI agreements. Strong operations in Q2, with higher TRASK and lower adjusted CASK, though adverse FX movements and maintenance delay costs impacted results. Cash at the end of Q2 stood at USD 11.9 million, including restricted cash. PLAY has secured subscription commitments totalling USD 20 million (ISK 2.4 billion), expected to be finalised by mid-August, strengthening the company’s financial p...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Innleiðing nýs viðskiptalíkans er á áætlun þar sem lögð er áhersla á sólarlandaáfangastaði, arðbærar flugleiðir og langtíma leiguverkefni fyrir hluta flotans. Heildartekjur á hvern framboðinn sætiskílómetra (TRASK) voru hærri og kostnaður á hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) sömuleiðis lægri á örðum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Það náðist þrátt fyrir neikvæð gengisáhrif og tafa vegna viðhalds á einni af þotum félagsins. Handbært fé í lok annars ársfjórðungs nam 11,9 milljón...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network PLAY carried 124,587 passengers in July 2025, compared to 187,835 passengers in July 2024. The decrease in passenger numbers year-on-year is primarily driven by the airline’s strategic shift in fleet deployment, with fewer aircraft operating within PLAY’s own route network due to ACMI leasing agreements with other operators. Despite the reduced capacity, the load factor reached 90.3%, a notable improvement from 88.4% in July 2024. This reflects strong demand and efficient capacity management, particularly impressive giv...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch