FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Sætanýting eykst samhliða sólarlandaáherslu

Fly Play hf.: Sætanýting eykst samhliða sólarlandaáherslu



PLAY flutti 124.587 farþega í júlí 2025, samanborið við 187.835 farþega í júlí 2024. Munurinn á farþegafjölda á milli ára skýrist fyrst og fremst af breytingum í nýtingu flugflotans, þar sem færri flugvélar voru í áætlunarflugi vegna leigusamninga við aðra flugrekendur.

Sætanýting var 90,3% í júlí 2025, sem er aukning frá 88,4% í júlí 2024. Þetta endurspeglar talsverða eftirspurn og jafnvægi í leiðakerfinu, sérstaklega í ljósi þess að PLAY hefur lagt áherslu á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Slíkar leiðir skila jafnan meiri tekjum, en hafa sögulega séð lægri sætanýtingu, sem gerir þessa niðurstöðu eftirtekarverða.

Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í júlí 2025 voru 38,6% að fara frá Íslandi, 39,1% að koma til landsins og 22,3% tengifarþegar (VIA).

Flugrekstur gekk vel í júlí, með stundvísihlutfalli upp á 85,6%, sem er lítilsháttar aukning frá 85,4% í júlí 2024.

PLAY leggur áfram áherslu á skilvirkni í rekstri og arðsemi í leiðkerfinu, með tekjuskapandi leigusamningum samhliða öflugri frammistöðu í flugi til vinsælla sólarlandaáfangastað.

Áttundi áfangastaður PLAY á Spáni

Í júlí fór PLAY í sitt fyrsta flug til Valencia á Spáni. Valencia er áttundi áfangastaður PLAY á Spáni en félagið flýgur einnig beint til Alicante, Barcelona, Madríd, Malaga, Tenerife, Fuerteventura og Gran Canaria. Stefna PLAY er að vera leiðandi í flugi til sólarlandaáfangastaða. Þá býður félagið einnig upp á ferðir til fjögurra áfangastaða í Portúgal: Lissabon, Porto, Faro og Madeira.

Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY:

„PLAY stendur nú í umbreytingarferli þar sem hluti flugflotans er í ACMI-leigu, en engu að síður sjáum við skýr merki um að stefna okkar sé að skila árangri. Sætanýtingin í júlí náði 90,3%, sem er aukning frá síðasta ári og sérstaklega jákvætt í ljósi áherslunnar á sólarlandaáfangastaði sem oftast hafa lægri nýtingu en hærri einingatekjur.

Þessi frammistaða sýnir að eftirspurnin er sterk og stefna okkar rétt. Ég vil hrósa starfsfólki PLAY fyrir frábært starf og fagmennsku, þeirra framlag skilaði okkur 85,6% stundvísi í annasamasta ferðamánuði ársins. Við höldum áfram að leggja áherslu á rekstrarlegan stöðugleika og erum sannfærð um að við séum á réttri leið.“



Viðhengi



EN
07/08/2025

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025

Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Fly Play hf.: Financial Results Q2 2025 Business plan on track by focusing on leisure routes, profit-driven network planning, and securing long-term ACMI agreements. Strong operations in Q2, with higher TRASK and lower adjusted CASK, though adverse FX movements and maintenance delay costs impacted results. Cash at the end of Q2 stood at USD 11.9 million, including restricted cash. PLAY has secured subscription commitments totalling USD 20 million (ISK 2.4 billion), expected to be finalised by mid-August, strengthening the company’s financial p...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025

Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Fly Play hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 Innleiðing nýs viðskiptalíkans er á áætlun þar sem lögð er áhersla á sólarlandaáfangastaði, arðbærar flugleiðir og langtíma leiguverkefni fyrir hluta flotans. Heildartekjur á hvern framboðinn sætiskílómetra (TRASK) voru hærri og kostnaður á hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) sömuleiðis lægri á örðum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Það náðist þrátt fyrir neikvæð gengisáhrif og tafa vegna viðhalds á einni af þotum félagsins. Handbært fé í lok annars ársfjórðungs nam 11,9 milljón...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network

Fly Play hf.: Load Factor Rises to 90.3% in Leisure-Focused Network PLAY carried 124,587 passengers in July 2025, compared to 187,835 passengers in July 2024. The decrease in passenger numbers year-on-year is primarily driven by the airline’s strategic shift in fleet deployment, with fewer aircraft operating within PLAY’s own route network due to ACMI leasing agreements with other operators. Despite the reduced capacity, the load factor reached 90.3%, a notable improvement from 88.4% in July 2024. This reflects strong demand and efficient capacity management, particularly impressive giv...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Sætanýting eykst samhliða sólarlandaáherslu

Fly Play hf.: Sætanýting eykst samhliða sólarlandaáherslu PLAY flutti 124.587 farþega í júlí 2025, samanborið við 187.835 farþega í júlí 2024. Munurinn á farþegafjölda á milli ára skýrist fyrst og fremst af breytingum í nýtingu flugflotans, þar sem færri flugvélar voru í áætlunarflugi vegna leigusamninga við aðra flugrekendur. Sætanýting var 90,3% í júlí 2025, sem er aukning frá 88,4% í júlí 2024. Þetta endurspeglar talsverða eftirspurn og jafnvægi í leiðakerfinu, sérstaklega í ljósi þess að PLAY hefur lagt áherslu á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Slíkar leiðir skila jafnan meiri te...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Sonja Arnórsdóttir (CCO) Departs from PLAY

Fly Play hf.: Sonja Arnórsdóttir (CCO) Departs from PLAY   Sonja Arnórsdóttir (Chief Commercial Officer) has departed from PLAY. Her responsibilities will be transferred to the CEO’s office and will fall under the supervision of the company’s CEO, Einar Örn Ólafsson. “Sonja has overseen the implementation of our sales and service processes. Today, we have robust sales systems in place that will serve the company well going forward. In addition, strong service standards have been established, which are clearly reflected in the customer satisfaction scores we receive. Our NPS score has in...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch