FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Sætanýting sumarsins hærri en á sama tíma í fyrra

Fly Play hf.: Sætanýting sumarsins hærri en á sama tíma í fyrra



Flugfélagið PLAY flutti 111.531 farþega í mars síðastliðnum, samanborið við 142.918 farþega í mars í fyrra sem endurspeglar 16,5% mun á framboði milli ára sem er bein afleiðing af ákvörðun PLAY að leigja eina af farþegaþotum sínum til GlobalX í Miami og aðlaga framboðið eftir árstíðarbundnum sveiflum.

Sætnýting PLAY í mars var 82,0% samanborið við 88,1% í mars árið áður. Það sem hefur talsverð áhrif á sætanýtingu milli ára er að páskar voru í mars í fyrra en apríl í ár. Þá hefur PLAY lagt áherslu á aukið framboð til sólarlandaáfangastaða í Suður-Evrópu, sem endurspeglast í sætanýtingu í mars. Sólarlandaáfangastaðir gefa af sér betri afkomu en þar sem um er að ræða beint flug frá Íslandi þar sem tengifarþegar eru ekki fyrir hendi, kemur það jafnan niður á sætanýtingu.



Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í mars voru 30,7% á leiðinni frá Íslandi, 37,5% voru á leið til Íslands og 31,8% voru tengifarþegar (VIA).

Stundvísi PLAY í mars var 83,9% samanborið við 94,0% í mars í fyrra. Munurinn á milli ára er tilkominn sökum röskunar sem varð á áætlun í mars í ár vegna veðurs.

PLAY fær flugrekstrarleyfi á Möltu

PLAY europe, dótturfélag Fly Play hf., fékk flugrekstrarleyfi á Möltu í mars. PLAY europe var stofnað í október eftir að breytingar á viðskiptalíkani félagsins voru kynntar í október í fyrra. Partur af nýju líkani félagsins er að leigja vélar úr flota félagsins og verður flugrekstrarleyfið á Möltu nýtt til þess. Fyrsta flugvélin sem skráð er á maltneska flugrekstrarleyfið er Airbus A321-NEO, framleidd árið 2018, með skráningarnúmerið 9H-PEA.

PLAY europe hefur þegar náð samkomulagi við flugrekanda í Austur-Evrópu, en vélarnar sem eru leigðar út í það verkefni munu einungis sinna flugstarfsemi utan Íslands og ekki undir vörumerkum PLAY. Með öðrum orðum verður ekki flogið á þeim til og frá Íslandi heldur frá borgum á meginlandi Evrópu. Flugmenn og yfirflugliðar verða starfsmenn Play Europe og verða ráðnir og staðsettir í því landi sem leigutakinn flýgur frá. Fly Play hf. verður áfram íslenskt lágfargjaldaflugélag með meirihluta af sínum vélum í rekstri frá Keflavík.

Horfur fyrir sumar 2025

Horfur fyrir sumarið 2025 eru jákvæðar, þar sem sjá má framfarir á sætanýtingu, borið saman við sama tímabil í fyrra. Bókunarstaða farþega á leið til og frá Íslandi er góð, þar sem seldum sætum hefur fjölgað á milli ára þrátt fyrir að dregið hafi verið úr framboði frá því í fyrra. Fjöldi tengifarþega er þó lægri borið saman við sama tímabil í fyrra, sem er bein afleiðing ákvörðunar PLAY um að leggja meiri áherslu á flug frá Íslandi til sólarlanda.

Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY:

„Það er stór áfangi fyrir okkur að vera komin með flugrekstrarleyfi á Möltu og mikilvægt skref í átt að stöðugum rekstri. Leyfið á Möltu gerir okkur kleift að framfylgja áætlun okkar um að leigja vélar úr flotanum, sem gerir rekstur félagsins mun fyrirsjáanlegri, arðbærari og þrautseigari. Ég vil þakka samstarfsfólki mínu hjá PLAY fyrir frábæra vinnu við að tryggja flugrekstrarleyfið á Möltu. Þetta var stórt verkefni sem krafðist mikillar útsjónarsemi og þekkingar og þau svo sannarlega sýndu það. Páskavertíðin er nú handan við hornið og við hjá PLAY ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja farþegum okkar öruggt og ánægjulegt flug í fríið sitt.“



Viðhengi



EN
07/04/2025

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Summer Load Factor Trending Up Year Over Year

Fly Play hf.: Summer Load Factor Trending Up Year Over Year PLAY airlines carried 111,531 passengers in March 2025, compared to 142,918 passengers in March last year, reflecting the  16.5% reduction of PLAY´s capacity for the month,  a result of the company´s decision to lease one of its aircraft to GlobalX in Miami and adjust its network to better match seasonal demand, as previously announced. PLAY´s load factor in March 2025 was 82.0%, compared to 88.1% in March the year before. This result aligns with PLAY’s increased focus on leisure destinations in Southern Europe. While leisure ...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Sætanýting sumarsins hærri en á sama tíma í fyrra

Fly Play hf.: Sætanýting sumarsins hærri en á sama tíma í fyrra Flugfélagið PLAY flutti 111.531 farþega í mars síðastliðnum, samanborið við 142.918 farþega í mars í fyrra sem endurspeglar 16,5% mun á framboði milli ára sem er bein afleiðing af ákvörðun PLAY að leigja eina af farþegaþotum sínum til GlobalX í Miami og aðlaga framboðið eftir árstíðarbundnum sveiflum. Sætnýting PLAY í mars var 82,0% samanborið við 88,1% í mars árið áður. Það sem hefur talsverð áhrif á sætanýtingu milli ára er að páskar voru í mars í fyrra en apríl í ár. Þá hefur PLAY lagt áherslu á aukið framboð til sólarl...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf: Candidacy for the Board of Directors of PLAY

Fly Play hf: Candidacy for the Board of Directors of PLAY The Annual General Meeting of Fly Play hf. will be held at 16:00 (GMT) on April 9, 2025, at Setrið, Grand Hotel, Reykjavik. Notice about candidature for the Board of Directors expired on the 4th of April at 16:00 (GMT). Five individuals have declared candidacy to the company´s Board of Directors. The company´s Board has declared all submitted candidacies in order in accordance with Article 63.a. of the Act respecting Public Limited Companies, and the company´s Articles of Association. As no additional candidacies were submitted...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf: Framboð til stjórnar

Fly Play hf: Framboð til stjórnar Aðalfundur Fly Play hf. verður haldinn kl. 16:00 (GMT) 9. apríl 2025 og fer fram á Setrinu, Grand Hótel, Reykjavík. Framboðsfrestur til stjórnar rann út þann 4. apríl sl. kl. 16:00 (GMT). Fimm einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins. Stjórn hefur metið öll framboð til stjórnar gild, sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga og samþykktir félagsins. Ekki bárust fleiri framboð og því er sjálfkjörið í stjórn. Í viðhengi eru frekari upplýsingar um frambjóðendur. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Settlement reached with the Financial Supervisory Author...

Fly Play hf.: Settlement reached with the Financial Supervisory Authority   Play Airlines has accepted a settlement offer from the Financial Supervisory Authority of the Central Bank of Iceland (FSA) regarding the investigation of the company’s compliance with Article 17(1) of Regulation (EU) No 596/2014 of the European Parliament and of the Council in connection with disclosure of information about the company’s lower revenue generation and that the company would not be operated with a positive operating result (EBIT) in the latter half of 2022.    As has been disclosed in the company’...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch