FLY PLAY HF

Fly Play hf.: Um 109 þúsund farþegar og 86,9% sætanýting

Fly Play hf.: Um 109 þúsund farþegar og 86,9% sætanýting

Um 109 þúsund farþegar og 86,9% sætanýting

PLAY flutti 108.622 farþega í ágúst. Það er sambærilegur fjöldi farþega og í júlí þegar 109.937 farþegar flugu með PLAY.

Sætanýting í ágúst nam 86,9 prósentum samanborið við 87,9 prósent í júlí og 79,2 prósent í júní. Þróunin er áfram sérstaklega jákvæð, sem helgast einkum af tengiflugi PLAY yfir Atlantshafið á milli áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum.  

Í sumar ruddi PLAY sér til rúms á fjölda nýrra markaða með afgerandi hætti. Félagið styrkti einnig stöðu sína enn frekar á áfangastöðum þar sem starfsemi var hafin. Tengiflugsleiðakerfi PLAY er nú komið á fullan skrið sem hefur haft afar jákvæð áhrif á reksturinn, meðal annars með bættri sætanýtingu og lækkandi einingakostnaði.

Óhætt er að segja að bókunarstaðan fyrir haustið og veturinn sé góð. Hún er talsvert betri en á sama tíma á síðasta ári.





PLAY var með 89 prósenta stundvísi í ágúst. Það er frábær árangur sem má þakka fagmennsku og yfirgripsmikilli reynslu flugrekstrarteymisins.







Hátt í þúsund umsóknir á einni viku og nýr áfangastaður í Bandaríkjunum







PLAY hóf miðasölu á flugi til flugvallarins Dulles Washington (Dulles International Airport) í Bandaríkjunum í ágústmánuði. Fyrsta flug PLAY til Dulles Washington verður 26. apríl 2023. Þetta er fjórði áfangastaður félagsins í Bandaríkjunum en PLAY verður eina lággjaldaflugfélagið sem tengir flugvöllinn við Evrópu.







Í upphafi mánaðar auglýsti PLAY eftir um 150 flugliðum og 55 flugmönnum fyrir næsta vor. Þetta verður stærsta ráðning félagsins í einu vetfangi en hún er í takt við stóraukin umsvif PLAY sem mun taka fjórar nýjar flugvélar í notkun næsta vor. Á fyrstu vikunni höfðu hátt í þúsund manns sótt um.







„Eftir hraða en örugga uppbyggingu með fjölda nýrra áfangastaða, innleiðingu tengiflugsleiðakerfis og móttöku flugvéla er rekstur PLAY loks kominn í fastar skorður. Viðskiptamódelið er orðið að veruleika. Enn og aftur er ég er sannarlega stoltur af starfsfólki PLAY sem hefur gert þetta mögulegt. Það eru bjartir tímar framundan og bókunarstaðan er sterk. Fyrir tveimur vikum hófum við miðasölu til Dulles Washington flugvallar sem er lykiláfangastaður í Bandaríkjunum. Þegar í stað var eftirspurnin mikil og bókanir fyrir næsta sumar eru strax umfram væntingar. Stóru verkefnin í vetur er að taka á móti nýjum flugvélum sem bætast við flotann og ráðningar á nýjum áhöfnum,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY. 

Viðhengi



EN
07/09/2022

Reports on FLY PLAY HF

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Petition for bankruptcy proceedings

Fly Play hf.: Petition for bankruptcy proceedings Following PLAY’s announcement earlier today that the company had ceased operations, the company’s Board of Directors submitted a petition to the Reykjavik District Court earlier today for the company to be placed into bankruptcy proceedings. A ruling is expected to be issued tomorrow.

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Óskað eftir gjaldþrotaskiptum

Fly Play hf.: Óskað eftir gjaldþrotaskiptum Í framhaldi á tilkynningu PLAY frá því fyrr í dag um að félagið hefði hætt starfsemi þá lagði stjórn félagsins fram beiðni fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Þess er vænst að úrskurður verði kveðinn upp á morgun.

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Fly Play hf. ceases operations

Fly Play hf.: Fly Play hf. ceases operations The Board of Fly Play hf. has decided to cease operations. All of the company’s flights have been canceled. The company will work closely with authorities and employees to implement necessary measures to wind down operations. There are several reasons for this decision, including: the company’s performance has long been weaker than expected, ticket sales have been poor in recent weeks and months following negative media coverage of its operations, and there has been discontent among some employees due to changes in the company’s strategy. Great...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Fly Play hf. hættir starfsemi

Fly Play hf.: Fly Play hf. hættir starfsemi Stjórn Fly Play hf. hefur tekið þá ákvörðun að hætta starfsemi og hafa öll flug félagsins verið felld niður. Unnið verður náið með yfirvöldum og starfsfólki við að innleiða þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að leggja niður starfsemi félagsins.Ástæður þessarar ákvörðunar eru margar, þ.m.t.; rekstur félagsins hefur lengi gengið verr en vonir stóðu til, flugmiðasala hefur ekki gengið vel síðustu vikur og mánuði í kjölfar neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um reksturinn og þá hefur ríkt ósætti á meðal hluta starfsmanna félagsins vegna breytinga ...

 PRESS RELEASE

Fly Play hf.: Unit revenue reached a record high for August

Fly Play hf.: Unit revenue reached a record high for August PLAY carried 124,286 passengers in August 2025, compared to 187,960 passengers in August 2024. The difference year-on-year is primarily driven by the airline’s strategic shift in fleet deployment, with fewer aircraft operating within PLAY’s own route network due to ACMI leasing agreements with other operators. Despite the reduced capacity, the load factor was 89.6%, compared to 91.6% in August 2024. This slight decrease is a natural reflection of PLAY’s transition from a VIA-focused network, which typically achieves higher load fa...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch