Kaldalón hf.: Ný dagsetning hluthafafundar
Með tilkynningu þann 23. júlí síðastliðinn boðaði stjórn Kaldalóns til hluthafafundar í Kaldalóni hf. sem haldinn skyldi þann 30. júlí. Stjórn Kaldalóns hefur ákveðið að fresta fundinum og boða til hans að nýju.
Hluthafafundur Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, verður haldinn fimmtudaginn 6. ágúst 2020, kl. 14:00, í höfuðstöðvum Kviku banka hf., Katrínartún 2, 105 Reykjavík, 9.hæð.
Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi liðir:
- Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins.
- Kosning og skipun stjórnar og varastjórnar
- Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
***
Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins:
Stjórn leggur til breytingu á gr. 4.1 á samþykktum félagsins og eru meginatriði tilögunnar tilgreind hér fyrir neðan.
Lagt er til að stjórn félagsins verði skipuð þremur til fimm mönnum og tveimur varamönnum. Núverandi grein 4.1. í samþykktum félagsins kveður á um að stjórnin sé skipuð þremur mönnum og einum varamanni.
Reykjavík, 29. júlí 2020
F.h. stjórnar Kaldalóns hf.
Þórarinn Arnar Sævarsson
stjórnarformaður