KALD KALDALON HF.

Kaldalón hf.: Útboð á skuldabréfum

Kaldalón hf.: Útboð á skuldabréfum

Kaldalón hf. efnir til lokaðs útboðs á skuldabréfum þriðjudaginn 8. apríl 2025. Boðin verða til sölu skuldabréf í flokknum KALD 150436 undir kr. 30.000.000.000 útgáfuramma félagsins.

Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður, með 4.00% föstum vöxtum, til  11 ára, með 30 ára endurgreiðsluferli, en jöfnum 22  greiðslum á 6 mánaða fresti. Skuldabréfaflokkurinn er gefinn út undir almennu tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Skuldabréfin eru gefin út í 20 m.kr. nafnverðseiningum

Útboðið verður með hollenskri aðferð, þar sem öll skuldabréf verða seld á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður.  Félagið áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta. Tilkynnt verður um niðurstöðu útboðsins og úthlutun til fjárfesta þegar niðurstaða liggur fyrir þó eigi síðar en fyrir opnun markaða 9. apríl  2025.

Greiðslu og uppgjörsdagur er fyrirhugaður þriðjudagurinn, 15. apríl 2025. Sótt verður um töku skuldabréfaflokksins til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Kauphöll mun tilkynna um fyrsta dag töku til viðskipta með eins dags fyrirvara.

Landsbankinn hf. hefur umsjón með útboðinu. Tilboðum skilað til Landsbankans hf. fyrir kl 16:00, þriðjudaginn 8. apríl 2025 á netfangið:  

Útboðið er undanþegið gerð lýsingar á grundvelli c og d liðar, 4. mgr. 1. gr. lýsingarreglugerðar sem innleidd var með lögum nr. 14/2020, um sama efni. Grunnlýsing og viðauki við grunnlýsinguna hafa verið birt í tengslum við útgáfuramma félagsins. Grunnlýsinguna, viðauka við grunnlýsinguna og önnur skjöl sem tengjast skuldabréfunum og útgáfu þeirra má nálgast á vefsíðu félagsins;; /fjarfestar/

Nánari upplýsingar veita:

Sigurbjörg Ólafsdóttir, fjármálastjóri Kaldalóns hf. 

Gunnar S. Tryggvason s: 410 6709 / 821 2090 eða 



 



EN
02/04/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on KALDALON HF.

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Resolutions of the Annual General Meeting 2025

Kaldalón hf.: Resolutions of the Annual General Meeting 2025 The following proposals were presented at the Annual General Meeting of Kaldalón hf., held at Reykjavík Natura, Nauthólsvegur 52, Reykjavík, on 3 April 2025 at 16:00. Approval of the Company’s 2024 Financial Statements and Allocation of Profit or Loss The Company’s 2024 financial statements were submitted for approval and unanimously approved. It was resolved not to pay a dividend for the financial year 2024. Election of the Board of Directors and Alternates Nominations had been received for five candidates for the Board of Di...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025

Kaldalón hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025 Eftirfarandi tillögur voru lagðar fyrir aðalfund Kaldalóns hf., sem haldinn var að Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, Reykjavík, þann 3. apríl 2025 kl. 16:00. Ársreikningur félagsins 2024 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu Ársreikningur félagsins 2024 var lagður fram til staðfestingar og samþykktur samhljóða. Tekin var ákvörðun um að greiða ekki út arð vegna rekstrarársins 2024. Kosning og skipun stjórnar og varastjórnar Fyrir fundinum lágu fyrir framboð frá fimm einstaklingum í stjórn og tveimur í varastjórn Kal...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Árs- og sjálfbærniskýrsla 2024 birt

Kaldalón hf.: Árs- og sjálfbærniskýrsla 2024 birt Kaldalón hf. hefur gefið út árs- og sjálfbærniskýrslu fyrir árið 2024. Skýrslan er aðgengileg á Kaldalóns. Ársreikningur var birtur 7. mars síðastliðinn.  Árs- og sjálfbærniskýrslan inniheldur yfirlit yfir árangur Kaldalóns á árinu 2024, helstu rekstrarþætti og fjárhagsniðurstöður og ítarlegar upplýsingar um sjálfbærnimál. Sjá nánar á .  Nánari upplýsingar veitir; Jón Þór Gunnarsson, forstjóri

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Útboð á skuldabréfum

Kaldalón hf.: Útboð á skuldabréfum Kaldalón hf. efnir til lokaðs útboðs á skuldabréfum þriðjudaginn 8. apríl 2025. Boðin verða til sölu skuldabréf í flokknum KALD 150436 undir kr. 30.000.000.000 útgáfuramma félagsins. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður, með 4.00% föstum vöxtum, til  11 ára, með 30 ára endurgreiðsluferli, en jöfnum 22  greiðslum á 6 mánaða fresti. Skuldabréfaflokkurinn er gefinn út undir almennu tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Skuldabréfin eru gefin út í 20 m.kr. nafnverðseiningum Útboðið verður með hollenskri aðferð, þar sem öll skuldabréf verða seld á hæstu ávöxtun...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Aðalfundur 3. apríl 2024 - Endanleg dagskrá, tillögur og...

Kaldalón hf.: Aðalfundur 3. apríl 2024 - Endanleg dagskrá, tillögur og framboð til stjórnar Aðalfundur Kaldalón hf. verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl 2024, kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn á Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík.  Framboðsfrestur til stjórnar Kaldalón hf. er runninn út. Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér í stjórn félagsins. Álfheiður ÁgústsdóttirÁsgeir Helgi Reykfjörð GylfasonHaukur GuðmundssonHaukur HafsteinssonPálína María Gunnlaugsdóttir Þá hafa eftirtaldir aðilar gefið kost á sér sem varamenn í stjórn félagsins. Gunnar Henrik B. GunnarssonHild...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch