Kvika banki hf.: Aðalfundur
Aðalfundur Kviku banka hf., kt. 540502-2930, verður haldinn fimmtudaginn 26. mars 2020, kl. 16:30, á Hilton Reykjavík Nordica, 2. hæð, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.
Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál:
- Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár
- Ársreikningur félagsins fyrir árið 2019 og ákvörðun um meðferð hagnaðar félagsins á reikningsárinu
- Tillaga um starfskjarastefnu félagsins
- Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hluti
- Tillaga um lækkun hlutafjár og samsvarandi breyting á samþykktum
- Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins
- Kosning stjórnar og varastjórnar félagsins
- Kosning endurskoðenda félagsins
- Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og nefndarmanna í undirnefndum stjórnar
- Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl
- Önnur mál löglega fram borin
Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum:
Auk þeirrar breytingar á samþykktum sem felst í tillögu stjórnar um lækkun hlutafjár leggur stjórn til þá breytingu á ákvæði 1.3 að felld verði út tilvísun í eldra heimilisfang félagsins að Borgartúni 25 í Reykjavík og að einungis verði tilgreint það sveitarfélag þar sem félagið hefur heimilisfang. Þá leggur stjórn til þá breytingu á ákvæði 3.3 í samþykktunum að felldur verði út einn dagskrárliður sem taka skal fyrir á aðalfundi, þ.e. „samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl“, en þær upplýsingar eru veittar í ársreikningi félagsins. Loks leggur stjórn til að ónýtt heimild stjórnar til útgáfu áskriftarréttinda samkvæmt bráðabirgðaákvæði II í samþykktum félagsins verði, ásamt samsvarandi heimild til hlutafjárhækkunar, framlengd til eins árs.
***
Aðrar upplýsingar:
Fundarstörf fara fram á íslensku. Fundargögn eru á íslensku utan þess að ársreikningur er á ensku. Önnur gögn verða einnig aðgengileg á ensku á heimasíðu félagsins.
Dagskrá, endanlegar tillögur, starfskjarastefna, ársreikningur félagsins og önnur fundargögn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Katrínartúni 2, Reykjavík, hluthöfum til sýnis í 21 dag fyrir aðalfund. Umrædd gögn, ásamt upplýsingum um frambjóðendur til stjórnar, eru einnig birt á heimasíðu félagsins, /adalfundur.
Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á fundinum ef hann sendir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar á heimilisfang félagsins eða á netfangið . Þeir hluthafar sem óska eftir því að fá tiltekið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum skulu senda beiðni um slíkt eigi síðar en tíu sólarhringum fyrir boðaðan aðalfund, eða í síðasta lagi fyrir kl. 16:30 þann 16. mars 2020. Kröfu skal fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun til félagsstjórnar.
Hluthafar geta einnig lagt fram spurningar fyrir aðalfund með því að senda erindi á framangreint netfang eða bera þær upp á aðalfundinum sjálfum.
Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á fundinum komi fram krafa um slíkt frá einhverjum atkvæðisbærra fundarmanna og að gengnum úrskurði fundarstjóra um slíkt fyrirkomulag. Þó verður stjórnarkjör skriflegt ef fleiri einstaklingar eru í framboði en kjósa skal í stjórn.
Þeim sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn ber að tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar, þ.e. fyrir kl. 16:30 laugardaginn 21. mars 2020.
Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal geta nafns frambjóðanda, kennitölu, heimilisfangs, menntunar, upplýsinga um aðalstarf og starfsferil, hvenær viðkomandi tók fyrst sæti í stjórn félagsins ef við á, önnur trúnaðarstörf (t.a.m. stjórnarstörf í öðrum félögum) og hlutafjáreign í félaginu, beint eða í gegnum tengda aðila. Þá skal upplýsa um önnur tengsl við félagið og hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga, einir eða í samstarfi við aðra, meira en 10% hlut í félaginu. Þeir einir eru kjörgengir til setu í stjórn félagsins sem þannig hafa gefið kost á sér. Krafa um hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu, sbr. 7. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, skal hafa borist stjórn félagsins minnst fimm dögum fyrir aðalfundinn þ.e. fyrir kl. 16:30 laugardaginn 21. mars 2020. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar munu liggja frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins sem og á heimasíðu félagsins, eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn, sbr. 63. gr. a laga um hlutafélög nr. 2/1995.
Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, óháð fundarsókn.
Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthafar geta óskað eftir því að fá að greiða atkvæði um mál sem eru á dagskrá fundarins bréflega. Skal beiðni um slíka atkvæðagreiðslu hafa borist á skrifstofu félagsins eða á netfangið eigi síðar en fimm sólarhringum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16:30 laugardaginn 21. mars 2020.
Hluthöfum er heimilt að senda umboðsmann sinn á aðalfundinn og skal umboðsmaður í slíkum tilvikum leggja fram skriflegt og dagsett umboð. Umboð má leggja fram á fundinum eða senda á framangreint netfang fyrir fundinn.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardag frá kl. 16:00 á fundarstað.