KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Afkoma fyrstu sex mánuði ársins 2021 og ný afkomuspá

Kvika banki hf.: Afkoma fyrstu sex mánuði ársins 2021 og ný afkomuspá

Á stjórnarfundi þann 26. ágúst 2021 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. fyrir tímabilið 1. janúar 2021 til 30. júní 2021.

Helstu atriði úr árshlutareikningi á fyrri árshelmingi 2021

  • Hagnaður fyrir skatta nam 4.626 milljónum króna (6.144 milljónum króna að meðtöldum hagnaði TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. á fyrsta ársfjórðungi)
  • Arðsemi vegins efnislegs eigin fjár fyrir skatta var 36,4%
  • Hagnaður á hlut nam 1,48 kr. á tímabilinu
  • Heildareignir námu 245 milljörðum króna
  • Eigið fé samstæðunnar var 74 milljarðar króna
  • Gjaldþolshlutfall fjármálasamsteypunnar var 1,48 og eiginfjárhlutfall samstæðunnar (CAR) var 30,8% í lok tímabilsins
  • Heildar lausafjárþekja (LCR) samstæðunnar var 204%
  • Heildareignir í stýringu námu 509 milljörðum króna
  • Starfsmenn í fullu starfi voru 322 í lok júní



Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn kl. 16:00 fimmtudaginn 26. ágúst. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum bankans, á 9. hæð í Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Fundinum verður jafnframt streymt á vefslóðinni

Meðfylgjandi er fjárfestakynning.

Mjög góð afkoma á öllum sviðum

Hagnaður samstæðu Kviku banka hf. fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 nam 4.626 milljónum króna. Samruni Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. átti sér stað í lok mars og því er rekstur TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. ekki hluti af rekstrarreikningi samstæðunnar fyrstu þrjá mánuðina. Hagnaður TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi nam 1.518 milljónum króna og því er samanlagður hagnaður Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. fyrir skatta 6.144 milljónir króna á fyrri helmingi ársins.

Arðsemi vegins efnislegs eigin fjár (e. return on weighted tangible equity) fyrir skatta var 36,4% á tímabilinu.

Hreinar vaxtatekjur Kviku banka hf. námu 1.775 milljónum króna og jukust um 105% miðað við sama tímabil árið áður og má aukningu vaxtatekna helst skýra með breyttri samsetningu útlánasafns og lausafjáreigna ásamt hagstæðri þróun fjármagnskostnaðar, sér í lagi á öðrum ársfjórðungi. Jákvæðar virðisbreytingar voru 104 milljónir króna á tímabilinu samanborið við virðisrýrnun upp á 209 milljónir á fyrri helmingi síðasta árs. Hreinar fjárfestingatekjur námu 2.558 milljónum króna þar sem góð ávöxtun var á flestum þeim eignamörkuðum sem bankinn starfar á. Þóknanatekjur héldu áfram að vaxa og námu hreinar þóknanatekjur 3.514 milljónum króna sem er 17% aukning frá fyrra ári.

Sögulega lágt samsett hlutfall TM og ávöxtun fjáreigna góð



Samsett hlutfall TM nam 80,8% á öðrum ársfjórðungi samanborið við 88,7% á sama tímabili árið á undan. Fjárfestingartekjur tryggingafélagsins námu 1.142 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi og ávöxtun eignasafnsins því 3,6% á tímabilinu.

Efnahagur stækkar vegna samruna

Heildareignir samstæðu Kviku banka hf. jukust um 98% eða um 121 milljarða króna á árshelmingnum og námu 245 milljörðum króna. Útlán til viðskiptavina jukust um 39 milljarða króna og er aukningin að mestu til komin vegna samrunans. Hlutfall útlána til einstaklinga jókst úr því að vera 19% af af öllum útlánum í 41% í lok tímabilsins. Innstæður í bönkum og Seðlabanka ásamt ríkistryggðum verðbréfum námu 58 milljörðum króna og heildar lausafjáreignir voru 87 milljarðar króna og jukust um 11 milljarða króna á árshelmingnum. Heildar lausafjárþekja samstæðunnar án tryggingastarfsemi nam 204% í lok árshelmingsins sem var vel umfram 100% lágmarkskröfu.

Eigið fé samstæðunnar jókst við samruna Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. og var 74 milljarðar króna þann 30. júní 2021 samanborið við 19 ma.kr. í lok 2020. Gjaldþolshlutfall fjármálasamsteypunnar (Kvika banki hf. og dótturfélög, þ.á.m. TM tryggingar hf.) var 1,48 í lok tímabilsins og áhættuvegið eiginfjárhlutfall samstæðunnar (CAR) án áhrifa TM trygginga hf. nam 30,8%, en lágmarkseiginfjárkrafa eftirlitsaðila er 20,6%.

afkomuspá

Ný afkomuspá Kviku banka hf. fyrir árið 2021 gerir ráð fyrir að hagnaður fyrir skatta verði 4,0 – 5,0 milljarðar króna á seinni helmingi ársins. Þá gerir ný afkomuspá ráð fyrir að hagnaður fyrir skatta á árinu verði á bilinu 8,6 – 9,6 milljarðar króna (10,1 – 11,1 milljarðar króna að meðtöldum hagnaði TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. á fyrsta ársfjórðungi).  

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka hf.

Samruni Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. hefur gengið framar vonum eins og sjá má í fyrsta rekstraruppgjöri samstæðunnar. Vel hefur gengið að ná þeim fjárhags- og rekstrarmarkmiðum sem sett voru við samruna félaganna.

Sameinað félag býr yfir fjárhagslegum styrkleika þar sem grunnreksturinn byggir á mörgum styrkum stoðum. Með því hefur félagið getu til þess að veita mjög fjölbreytta fjármálaþjónustu til framtíðar. Öll svið félagsins skiluðu góðri afkomu og er afkoma tryggingareksturs TM á árshelmingnum sú besta í sögu félagsins.

Á næstu mánuðum munum við auka samkeppni og leitast við að einfalda fjármálaþjónustu fyrir núverandi og nýja viðskiptavini, með nýjungum í vöruframboði og þjónustu. Það eru spennandi tímar framundan.

Ég vil þakka starfsfólki sérstaklega fyrir þá jákvæðni og eljusemi sem það hefur sýnt við samþættingu félaganna undanfarna mánuði og ég hlakka mikið til að vinna með okkar góða fólki áfram.

 

Viðhengi



EN
26/08/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q2 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q2 2025 At a board meeting on 13 August 2025, the Board of Directors and the CEO approved the interim financial statements of the Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) for the second quarter and first six months of 2025. Highlights of performance in the second quarter (Q2 2025) Post-tax profit from continuing operations of the Kvika group amounted to ISK 1,439 million in Q2 2025, compared to ISK 777 million in Q2 2024, an increase of ISK 662 million or 85.2%.Profit before tax amounted to ISK 2,025 million, compared to ISK 1,189 million in Q2 2024, ...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á öðrum ársfjórðungi 2025

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á öðrum ársfjórðungi 2025 Á stjórnarfundi þann 13. ágúst 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir annan ársfjórðung og fyrstu sex mánuði ársins 2025. Helstu atriði í afkomu annars ársfjórðungs (2F 2025) Hagnaður af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar eftir skatta nam 1.439 m.kr. á 2F 2025, samanborið við 777 m.kr. á 2F 2024 og hækkaði um 662 m.kr. eða 85,2%.Hagnaður fyrir skatta nam 2.025 m.kr., samanborið við 1.189 m.kr. á 2F 2024 og hækkaði því um 836 m.kr. eða 70,3%.Hreinar vaxtatekjur námu 2.962 m...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 A...

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 August The Board of Directors of Kvika banki hf. is set to approve the financial statements of the Group for the second quarter and first six months of 2025 at a board meeting on Wednesday 13 August. The financial statements will subsequently be published after the domestic market has closed. A meeting to present the results to shareholders and market participants will be held the next day, at 08:30 on Thursday 14 August, at the bank's headquarters on the 9th floor at Katrínartún 2, where Ármann Þorvaldsson, CEO of Kvika,...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13...

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13. ágúst Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki árshlutareikning samstæðunnar fyrir annan ársfjórðung og fyrstu 6  mánuði ársins 2025 á stjórnarfundi miðvikudaginn 13. ágúst og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 14. ágúst kl. 08:30, í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2. Þar munu Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, og Eiríkur Magnús Jensson, fjármálastjóri, fara yfir uppgjör félagsins.  Fundinum v...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion Next steps in the merger process Kvika banki and Arion Bank announced on 6 July that the boards of directors of the companies had decided to initiate discussions on merging the companies and have signed a letter of intent to that effect. The aim of the merger is to combine the companies’ strengths and to create a robust financial institution which offers comprehensive services for its customers. One of the largest mergers on the Icelandic financial market This represents one of the largest mergers undertaken on the Icelandic fina...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch