Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á öðrum ársfjórðungi 2025
Á stjórnarfundi þann 13. ágúst 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir annan ársfjórðung og fyrstu sex mánuði ársins 2025.
Helstu atriði í afkomu annars ársfjórðungs (2F 2025)
- Hagnaður af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar eftir skatta nam 1.439 m.kr. á 2F 2025, samanborið við 777 m.kr. á 2F 2024 og hækkaði um 662 m.kr. eða 85,2%.
- Hagnaður fyrir skatta nam 2.025 m.kr., samanborið við 1.189 m.kr. á 2F 2024 og hækkaði því um 836 m.kr. eða 70,3%.
- Hreinar vaxtatekjur námu 2.962 m.kr. á 2F 2025, samanborið við 2.428 m.kr. á 2F 2024 og hækkuðu því um 534 m.kr. eða 22,0%.
- Vaxtamunur var 4,0% á 2F 2025, samanborið við 3,8% á 2F 2024.
- Hreinar þóknanatekjur voru 1.935 m.kr. á 2F 2025, samanborið við 1.351 m.kr. á 2F 2024 og hækkuðu um 584 m.kr. eða 43,2%.
- Aðrar rekstrartekjur námu 231 m.kr. á 2F 2025, samanborið við 217 m.kr. á 2F 2024 og jukust um 14 m.kr. eða 6,5%.
- Rekstrarkostnaður nam 2.981 m.kr. á 2F 2025, samanborið við 2.733 m.kr. á 2F 2024 og jókst um 248 m.kr. eða 9,1%.
- Arðsemi efnislegs eigin fjár (RoTE) fyrir skatta á 2F 2025 var 18,5%.
- Hagnaður á hlut nam 0,31 kr. á 2F 2025, samanborið við 0,27 kr. á 2F 2024.
Helstu atriði efnahags:
- Innlán frá viðskiptavinum námu 180 milljörðum króna í lok tímabilsins, samanborið við 163 ma.kr. í lok árs 2024 og jukust um 10,3% á tímabilinu.
- Útlán til viðskiptavina voru 172 milljarðar króna í lok tímabilsins, samanborið við 150 ma.kr. í lok árs 2024 og jukust um 14,7% á tímabilinu.
- Heildareignir námu 361 milljarði króna í lok tímabilsins, samanborið við 355 ma.kr. í lok árs 2024.
- Eigið fé samstæðunnar var 66 milljarðar króna í lok tímabilsins, samanborið við 90 ma.kr. í lok árs 2024.
- Eiginfjárhlutfall samstæðunnar (CAR) var 23,3% í lok tímabilsins, samanborið við 22,8% í lok árs 2024.
- Heildar lausafjárþekjuhlutfall (LCR) samstæðunnar var 910% í lok tímabilsins, samanborið við 360% í lok árs 2024.
- Heildareignir í stýringu námu 453 milljörðum króna í lok tímabilsins, samanborið við 456 ma.kr. í lok árs 2024.
Helstu atriði fyrri árshelmings 2025:
- Hagnaður af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar eftir skatta nam 1.625 milljónum króna, samanborið við 1.764 m.kr. á sama tímabili árið 2024 og lækkaði 139 m.kr. eða 7,9% þegar ekki er tekið tillit til einskiptisliða á fyrsta ársfjórðungi.
- Hagnaður fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi skv. rekstrarreikningi nam 2.726 milljónum króna, samanborið við 2.404 m.kr. á sama tímabili árið 2024 og hækkaði um 13,4%. Hagnaður fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi leiðréttur fyrir einskiptisliðum á fyrsta ársfjórðungi nam 3.615 m.kr., og hækkar því um 50,3%.
- Hreinar vaxtatekjur námu 5.879 milljónum króna, samanborið við 4.754 m.kr. á sama tímabili árið 2024 og hækkuðu um 23,7% frá fyrra ári.
- Vaxtamunur var 4,1% á fyrstu sex mánuðum ársins 2025 samanborið við 3,8% á fyrstu sex mánuðum ársins 2024.
- Hreinar þóknanatekjur námu 3.455 milljónum króna, samanborið við 2.984 m.kr. á sama tímabili árið 2024 og hækkuðu um 15,8%.
- Aðrar rekstrartekjur námu 243 milljónum króna, samanborið við 326 m.kr. á sama tímabili árið 2024 og lækkuðu um 25,5%.
- Rekstrarkostnaður nam 6.071 milljónum króna, samanborið við 5.399 milljónir króna á sama tímabili árið 2024 og hækkaði um 12,4%.
- Arðsemi efnislegs eigin fjár (RoTE) fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi skv. rekstrarreikningi nam 13,3% á fyrstu sex mánuðum ársins 2025. Arðsemi efnislegs eigin fjár (RoTE) fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi leiðrétt fyrir einskiptisliðum á fyrsta ársfjórðungi nam 17,7%
- Hagnaður á hlut nam 0,77 kr. á fyrstu sex mánuðum ársins 2025, samanborið við 0,49 kr. á sama tímabili árið 2024.
Afkoma af eignum haldið til sölu:
- Afkoma eigna haldið til sölu eftir skatta samanstendur eingöngu af rekstri TM trygginga hf. sem rekið var sem eign haldið til sölu frá 1. janúar til 28. febrúar 2025 þegar félagið var selt. Afkoman er samandregin í einni línu í rekstrareikningi og nam 1,901 milljón króna á tímabilinu, samanborið við 576 m.kr. á sama tímabili árið 2024.
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku:
„Kvika lýkur viðburðaríkum öðrum ársfjórðungi í afar sterkri stöðu. Rekstrarhagnaður tímabilsins er sá mesti sem bankinn hefur skilað til þessa, þar sem hagnaður fyrir skatta af bankastarfsemi fór í fyrsta sinn yfir tvo milljarða króna. Þessi árangur endurspeglar styrk kjarnastarfsemi okkar og fyrstu skrefin í þeirri stefnu að einblína á bankastarfsemi og auka útlán í kjölfar sölu á TM.
Á tímabilinu náðum við mörgum mikilvægum áföngum. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku stýrði afar vel heppnaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, gefið var út fyrsta skuldabréf bankans í evrum og innan eignastýringar var stofnaður nýr fagfjárfestasjóður að fjárhæð 8 milljarðar króna. Þá var sérstaklega ánægjulegt að kynna nýja húsnæðislánavöru undir merkjum Auðar heima, en þeirri vöru var gríðarlega vel tekið og er mikilvæg viðbót í vöruframboð samstæðunnar.
Í lok maí bárust tvær beiðnir um samrunaviðræður, frá Arion banka og Íslandsbanka. Stjórn Kviku taldi hvorugt tilboð endurspegla virði bankans að fullu og hóf því markvisst ferli til að kalla fram bestu tilboð og bera þau saman við sjálfstæðar áætlanir bankans. Niðurstaðan var sú að tilboð Arion væri hagstæðast fyrir hluthafa og myndi sameinaður banki hafa burði til að skapa aukið virði fyrir alla hagsmunaaðila.
Gert er ráð fyrir að samrunaferlið taki að minnsta kosti 9–12 mánuði. Nú er unnið hörðum höndum að áreiðanleikakönnun og undirbúningi forviðræðna við Samkeppniseftirlitið með það að markmiði að staðfesta raunhæfi verkefnisins og greina hugsanlegar hindranir snemma í ferlinu. Á meðan ferlinu vindur áfram höldum við ótrauð áfram að vinna að daglegum rekstri og byggjum á þeim árangri sem þegar hefur náðst.“
Kynningarfundur og fjárfestakynning
Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn fimmtudaginn 14. ágúst kl. 08:30 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Fundinum verður jafnframt streymt á íslensku á eftirfarandi vefslóð:
Hægt er að senda tölvupóst með spurningum fyrir fund eða á meðan honum stendur á eða í gegnum Slido appið
Meðfylgjandi er fjárfestakynning. Að auki mun upptaka með enskum texta vera gerð aðgengileg á vefsvæði Kviku.
Viðhengi
