KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Afkoma umfram væntingar og breytingar í framkvæmdastjórn TM

Kvika banki hf.: Afkoma umfram væntingar og breytingar í framkvæmdastjórn TM

Drög að uppgjöri samstæðu Kviku banka hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2021 liggja nú fyrir en samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins áætluð á bilinu 3.200 - 3.300 m.kr fyrir skatta sem samsvarar 32,9% – 34% árlegri arðsemi á efnislegt eigið fé. Uppgjörið er talsvert umfram áætlanir samstæðunar fyrir tímabilið.

Áframhaldandi lágt samsett hlutfall TM og ávöxtun fjáreigna umfram væntingar

Samsett hlutfall TM var 83,3% á þriðja ársfjórðungi og frá áramótum 89,1%. Afkoma TM á þriðja ársfjórðungi nam um 1.772 m.kr. fyrir skatta.

Hreinar þóknanatekjur samstæðunar námu 1.594 m.kr. á tímabilinu en hreinar vaxtatekjur voru 1.136 m.kr. auk þess sem jákvæð breyting varð á virðisrýrnun útlána upp á 80 m.kr.

Hreinar fjárfestingatekjur á fjórðungnum námu 1.552 m.kr. en þar af vegna TM 1.181 m.kr. Ávöxtun fjáreigna TM nam 3,6% á tímabilinu.

Talsverð lækkun á rekstrarkostnaði milli ársfjórðunga

Rekstrarkostnaður samstæðunar nam 2.626 m.kr. á tímabilinu en það er um 21% lækkun frá öðrum ársfjórðungi.

Uppgjörið er enn í vinnslu og getur því tekið breytingum fram að birtingardegi.

Breytingar í framkvæmdastjórn TM

Markús Hörður Árnason, framkvæmdastjóri fjárfestinga TM, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Markús hefur starfað hjá TM frá árinu 2008, fyrst sem sérfræðingur á sviði fjárfestinga og síðar forstöðumaður fjárfestinga. Frá árinu 2020 hefur hann gengt stöðu framkvæmdastjóra fjárfestinga og setið í framkvæmdastjórn TM. Markús lætur af störfum á næstu vikum.

Ásgeir Baldurs hefur verið ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá TM. Ásgeir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu bæði sem stjórnandi, ráðgjafi, fjárfestingastjóri og stjórnarmaður. Hann hefur m.a. verið forstjóri VÍS, forstöðumaður í fyrirtækjaráðgjöf, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga og fjárfestingastjóri hjá Kviku og dótturfélögum. Ásgeir hefur störf hjá TM á næstu dögum.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Ég vil þakka Markúsi hans dýrmæta framlag til TM á þeim þrettán árum sem hann hefur starfað hjá félaginu. Á þessum tíma hefur ávöxtun fjáreigna TM verið framúrskarandi. Ég óska Markúsi alls hins besta á nýjum vettvangi.

Um leið og ég kveð Markús býð ég Ásgeir velkominn í öflugt lið starfsmanna TM.“



EN
20/10/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q3 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q3 2025 At a board meeting on 5 November 2025, the Board of Directors and the CEO approved the interim consolidated financial statements of the Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) for the third quarter and first nine months of 2025. Highlights of performance in the second quarter (Q3 2025) Profit before tax amounted to ISK 1,969 million, compared to ISK 1,813 million in Q3 2024, an increase of ISK 156 million or 8.6%.Post-tax profit from continuing operations of the Kvika group amounted to ISK 1,472 million in Q3 2025, compared to ISK 1,398 milli...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á þriðja ársfjórðungi 2025

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á þriðja ársfjórðungi 2025 Á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir þriðja ársfjórðung og fyrstu níu mánuði ársins 2025. Helstu atriði í afkomu þriðja ársfjórðungs (3F 2025): Hagnaður fyrir skatta nam 1.969 m.kr., samanborið við 1.813 m.kr. á 3F 2024 og hækkaði því um 156 m.kr. eða 8,6%.Hagnaður af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar eftir skatta nam 1.472 m.kr. á 3F 2025, samanborið við 1.398 m.kr. á 3F 2024 og hækkaði um 74 m.kr. eða 5,3%.Hreinar vaxtatekjur námu 2.95...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Publication of Q3 financial results on Wednesday 5 No...

Kvika banki hf.: Publication of Q3 financial results on Wednesday 5 November The Board of Directors of Kvika banki hf. is set to approve the financial statements of the Group for the third quarter and first nine months of 2025 at a board meeting on Wednesday 5 November. The financial statements will subsequently be published after the domestic market has closed. A meeting to present the results to shareholders and market participants will be held the next day, at 08:30 on Thursday 6 November, at the bank's headquarters on the 9th floor at Katrínartún 2, where Ármann Þorvaldsson, CEO of Kvi...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs þriðja ársfjórðungs miðvikudaginn 5....

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs þriðja ársfjórðungs miðvikudaginn 5.nóvember Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki árshlutareikning samstæðunnar fyrir þriðja ársfjórðung og fyrstu 9  mánuði ársins 2025 á stjórnarfundi miðvikudaginn 5.nóvember og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 6.nóvember kl. 08:30, í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2. Þar munu Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, og Eiríkur Magnús Jensson, fjármálastjóri, fara yfir uppgjör félagsins. Fundinu...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Skilavald Seðlabanka Íslands samþykkir skilaáætlun fy...

Kvika banki hf.: Skilavald Seðlabanka Íslands samþykkir skilaáætlun fyrir Kviku banka og ákvarðar lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) Skilavald Seðlabanka Íslands tilkynnti í dag að skilaáætlun fyrir Kviku banka hf. hafi verið samþykkt og ákvörðun tekin um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) fyrir bankann, í samræmi við lög um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020.  Samkvæmt ákvörðun skilavaldsins eru MREL-kröfur Kviku 21,9% af áhættugrunni (MREL-TREA) og 6,0% af heildar áhættuskuldbindingum (MREL-TEM). Ákvörðuni...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch