KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Afkomutilkynning 1. ársfjórðungur 2020 og uppfærð afkomuspá

Kvika banki hf.: Afkomutilkynning 1. ársfjórðungur 2020 og uppfærð afkomuspá

Á stjórnarfundi þann 14. maí 2020 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutareikning samstæðu Kviku banka hf. fyrir tímabilið 1. janúar 2020 til 31. mars 2020.

Helstu atriði úr árshlutareikningi 1. ársfjórðungs 2020

  • Hagnaður fyrir skatta nam 445 milljónum króna
  • Hagnaður eftir skatta nam 336 milljónum króna
  • Arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 8,8%
  • Hagnaður á hlut nam 0,17 krónum
  • Hreinar rekstrartekjur námu 2.031 milljónum króna
  • Rekstrarkostnaður nam 1.314 milljónum króna
  • Heildareignir námu 117,0 milljörðum króna
  • Handbært fé og innstæður í Seðlabanka námu 48,1 milljarði króna
  • Eigið fé samstæðunnar nam 16,0 milljörðum króna
  • Eiginfjárhlutfall var 23,7%
  • Lausafjárþekja (LCR) var 275%
  • Heildareignir í stýringu námu 427 milljörðum króna
  • Starfsmenn í fullu starfi voru 135
  • Endurskoðuð afkomuáætlun fyrir árið 2020 gerir ráð fyrir að hagnaður á árinu verði á bilinu 1.700 – 2.300 milljónir króna fyrir skatta

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn í höfuðstöðvum Kviku, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík kl. 16:30 fimmtudaginn 14. maí. Meðfylgjandi er fjárfestakynning.

Hagnaður 445 milljónir króna

Hagnaður Kviku banka hf. fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 nam 445 milljónum króna og var lítillega yfir áætlun tímabilsins. Hagnaður eftir skatta nam 336 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 8,8% á ársgrundvelli.

Hreinar vaxtatekjur námu 483 milljónum króna og jukust um 14% á milli ára. Hreinar þóknanatekjur námu 1.664 milljónum króna og jukust lítillega frá fyrra ári. Fjárfestingartekjur voru neikvæðar um 157 milljónir króna. Hrein virðisbreyting útlána var neikvæð um 155 milljónir króna.

Rekstrarkostnaður nam 1.314 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og var í samræmi við áætlun en jókst um 1% frá fyrstu þremur mánuðum ársins 2019.

Sterkur efnahagur og há lausafjárstaða

Í lok mars námu heildareignir 117,0 milljörðum króna samanborið við 105,6 milljarða króna í lok árs 2019. Útlán til viðskiptavina námu 30,9 milljörðum króna í lok mars og jukust um 0,8 milljarða króna á tímabilinu. Lausafjárstaða bankans er mjög sterk en handbært fé og innstæður í seðlabanka námu 48,1 milljörðum króna í lok mars. Lausafjárhlutfall (LCR) var 275% í lok mars samanborið við 246% í lok árs 2019 sem er langt umfram kröfur eftirlitsaðila um 100% lágmark.

Eigið fé nam 16,0 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall 23,7% að teknu tilliti til 25% arðgreiðslustefnu, samanborið við 24,1% í lok árs 2019 og því vel umfram 20,6% eiginfjárkröfu eftirlitsaðila sem síðast var uppfærð þann 18. mars 2020.

Uppfærð afkomuspá

Við birtingu á bráðabirgðatölum fyrir fyrsta ársfjórðung gaf bankinn út að forsendur fyrir þágildandi afkomuspá yrðu endurskoðaðar. Það er mat stjórnenda Kviku að forsendur hafi breyst hvað varðar stærð lánasafns, afskriftarþörf, markaðsaðstæður og stærð skiptasamningasafns. Að auki hafa vaxtalækkanir að undanförnu haft neikvæð áhrif á vaxtamun til skemmri tíma. Í ljósi þessa hefur afkomuspáin verið uppfærð og gerir endurskoðuð afkomuspá nú ráð fyrir að hagnaður ársins 2020 verði á bilinu 1.700 – 2.300 milljónir króna fyrir skatta. Í upphafi árs var afkomuspá bankans 2.300 – 2.700 milljónir króna fyrir skatta.

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku:

„Ársfjórðungurinn var viðburðaríkur. Árið fór mjög vel af stað áður en COVID-19 veiran gerði vart við sig. Miklar áskoranir fylgdu því að aðlaga starfsemi bankans að breyttum aðstæðum sem fólu meðal annars í sér fjarvinnu flestra starfsmanna. Ég er virkilega ánægður með hvernig starfsmönnum bankans tókst að fóta sig í breyttum aðstæðum.

Mikil óvissa hefur fylgt COVID-19 veirunni. Í mínum huga er mikilvægt að vera með skýra stefnu um hvernig skynsamlegt er að bregðast við. Hægt er að skipta viðbrögðum bankans í þrennt; í fyrsta lagi eru viðlagaviðbrögð, í öðru lagi að leitast við að minnka óvissu og í þriðja lagi að leggja áherslu á nauðsynlega viðspyrnu.

Viðlagaviðbrögð bankans voru fyrstu viðbrögð við breyttri stöðu hagkerfisins og snérust um að vernda verðmæti og tryggja hnökralausa starfsemi. Í þessu felst meðal annars náið samstarf með viðskiptavinum við að komast í gegnum tímabundna erfiðleika.

Óvissan vegna veirunnar hefur valdið því að umsvif í hagkerfinu minnka og margir fresta því að taka ákvarðanir. Það leiðir til þess að tækifæri fara forgörðum og neikvæðar efnahagslegar afleiðingar vara lengur en ella. Því er mikilvægt að leggja áherslu á að minnka óvissu.

Veiran hefur mismikil áhrif á fyrirtæki og ræðst það meðal annars af fjárhagsstöðu þeirra og í hvaða atvinnugrein þau starfa. Mikilvægt er að byggja upp traust atvinnulíf og vinna með öflugum fyrirtækjum sem eru nauðsynleg til þess að geta veitt viðspyrnu og með því skapa störf og verðmæti. Bankinn er í góðri stöðu til þess að vinna áfram með fyrirtækjum og fjárfestum með það að markmiði að neikvæðar efnahagslegar afleiðingar veirunnar vari sem styst.

Það er ánægjulegt að rekstur ársfjórðungsins gekk vel þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður og var afkoma bankans í samræmi við áætlanir. Samkvæmt endurskoðaðri afkomuspá er gert ráð fyrir að rekstur bankans gangi áfram vel. Skýr stefna, sterk staða og viðskiptalíkan bankans á að gera bankanum kleift að ná áframhaldandi árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður.“

Viðhengi

EN
14/05/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: The Central Bank of Iceland Resolution Authority appr...

Kvika banki hf.: The Central Bank of Iceland Resolution Authority approves a resolution plan for Kvika banki and sets the minimum requirement for own funds and eligible liabilities (MREL) The Central Bank of Iceland Resolution Authority announced today that a resolution plan for Kvika has been approved and thereby a decision on the minimum requirement for own funds and eligible liabilities (MREL) for the bank, in accordance with the Act on Resolution of Credit Institutions and Investment Firms, no. 70/2020.  According to the Resolution Authority’s decision, Kvika’s MREL requirements are 21...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Skilavald Seðlabanka Íslands samþykkir skilaáætlun fy...

Kvika banki hf.: Skilavald Seðlabanka Íslands samþykkir skilaáætlun fyrir Kviku banka og ákvarðar lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) Skilavald Seðlabanka Íslands tilkynnti í dag að skilaáætlun fyrir Kviku banka hf. hafi verið samþykkt og ákvörðun tekin um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) fyrir bankann, í samræmi við lög um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020.  Samkvæmt ákvörðun skilavaldsins eru MREL-kröfur Kviku 21,9% af áhættugrunni (MREL-TREA) og 6,0% af heildar áhættuskuldbindingum (MREL-TEM). Ákvörðuni...

 PRESS RELEASE

Kvika Banki hf. Announces results of its tender offer for certain outs...

Kvika Banki hf. Announces results of its tender offer for certain outstanding SEK and NOK Notes NOT FOR DISTRIBUTION, DIRECTLY OR INDIRECTLY, IN OR INTO ANY JURISDICTION WHERE THE DISTRIBUTION OR PUBLICATION OF THIS PRESS RELEASE WOULD BE UNLAWFUL Kvika Banki hf. ("Kvika" or the "Issuer") today announces the results of its tender offer announced on 6 October 2025 concerning its outstanding SEK 566,000,000 2023/2026 Senior Unsecured FRN with ISIN XS2620969043 (the “SEK Notes”) and NOK 750,000,000 2023/2026 Senior Unsecured FRN with ISIN XS2620969639 (the “NOK Notes”), together (the “Notes”)...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Niðurstaða tilboðs Kviku banka hf. á endurkaupum skul...

Kvika banki hf.: Niðurstaða tilboðs Kviku banka hf. á endurkaupum skuldabréfa í sænskum og norskum krónum á gjalddaga í maí 2026 EKKI TIL ÚTGÁFU, BIRTINGAR EÐA DREIFINGAR, Í EÐA INN Í HVERRI ÞEIRRI LÖGSÖGU ÞAR SEM HIÐ SAMA TELDIST BROT Á LÖGUM VIÐKOMANDI LÖGSÖGU.  Kvika banki hf. („Kvika“ eða „útgefandinn“) tilkynnir í dag um niðurstöðu endurkaupatilboðs til eigenda skuldabréfaútgáfu bankans í sænskum og norskum krónum á gjalddaga í maí 2026 („skuldabréfin“). Endurkaupatilboðið var birt þann 6. október 2025 með þeim skilmálum sem finna mátti í tilkynningu endurkaupatilboðsins (e. tender i...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Kvika Banki hf. announces tender offer for certain ou...

Kvika banki hf.: Kvika Banki hf. announces tender offer for certain outstanding SEK and NOK Notes for up to a combined total nominal amount of 750 million NOT FOR DISTRIBUTION, DIRECTLY OR INDIRECTLY, IN OR INTO ANY JURISDICTION WHERE THE DISTRIBUTION OR PUBLICATION OF THIS PRESS RELEASE WOULD BE UNLAWFUL Kvika Banki hf. ("Kvika" or the "Issuer") is offering holders of its outstanding SEK and NOK denominated notes maturing in May 2026, at set out below (the "Notes"), to participate in a tender offer whereby the Issuer will repurchase Notes for cash up to a combined total nominal amount of ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch