Kvika banki hf.: Arion banki hf. óskar eftir samrunaviðræðum við Kviku banka hf.
Stjórnarformanni og forstjóra Kviku banka hf. barst í dag bréf frá Arion banka hf. þar sem óskað er eftir samrunaviðræðum milli félaganna tveggja. Stjórn Kviku banka hf. mun taka erindið til umræðu og ákveða næstu skref af hálfu bankans.
Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi er tilkynning á innherjaupplýsingum í samræmi við 7. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), sem var veitt lagagildi hérlendis með lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.
