KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Auglýsing frá tilnefningarnefnd um framboð til stjórnar

Kvika banki hf.: Auglýsing frá tilnefningarnefnd um framboð til stjórnar

Tilnefningarnefnd Kviku banka hf. (Kvika eða félagið) auglýsir eftir tilnefningum og framboðum til stjórnar Kviku.

Hlutverk tilnefningarnefndar er að undirbúa og gera tillögur um frambjóðendur við kjör stjórnar félagsins á aðalfundi þess ár hvert og á þeim hluthafafundum þar sem stjórnarkjör er á dagskrá. Tillögur nefndarinnar skulu stefna að því, að stjórnin sé á hverjum tíma þannig samsett að hún búi að fjölbreyttri þekkingu og reynslu sem nýtist félaginu við stefnumótun og eftirlit í því umhverfi sem félagið starfar á hverjum tíma.

Tilnefningarnefnd hefur ráðgefandi hlutverk við val á stjórnarmönnum hjá Kviku og leggur tillögur sínar fyrir hluthafafund þar sem stjórnarkjör er á dagskrá. Í störfum sínum skal nefndin hafa heildarhagsmuni allra hluthafa félagsins að leiðarljósi.

Allir stjórnarmenn þurfa að fullnægja þeim skilyrðum sem fram koma í samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög nr. 2/1995, sbr. 66. gr. laganna. Starfsreglur tilnefningarnefndar, samþykktir félagsins og önnur gögn eru aðgengileg á heimasíðu Kviku.

Óskað er eftir að tilnefningum eða framboðum til stjórnar félagsins sé skilað til tilnefningarnefndar á þar til gerðu eyðublaði sem má finna hér, ásamt ferilskrá. Vakin er athygli á því að frestur til að skila inn framboðum og tilnefningum til nefndarinnar er 12. febrúar 2025 og skal senda þær á .

Tilnefningum og framboðum til stjórnar sem berast eftir framangreindan frest skal beint til stjórnar félagsins sem metur gildi þeirra og tryggir að þau verði kynnt eigi síðar en tveimur dögum fyrir hluthafafund. 

Tilnefningarnefndin mun bjóða áhugasömum einstaklingum að funda með sér á tímabilinu 14. - 21. febrúar 2025.

Tilnefningar nefndarinnar um stjórn félagsins verða birtar samhliða birtingu fundarboðs fyrir aðalfund sem, samkvæmt samþykktum félagsins, er boðað til með minnst þriggja vikna fyrirvara og lengst sex vikna fyrirvara. Aðalfundur félagsins verður haldinn þann 26. mars 2025.  

Frekari upplýsingar má finna á .

Athugið að störf tilnefningarnefndarinnar og skilafrestur umsókna til hennar takmarka ekki rétt frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar félagsins áður en almennur framboðsfrestur rennur út.

Tilnefningarnefnd Kviku banka hf.



EN
09/01/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion Next steps in the merger process Kvika banki and Arion Bank announced on 6 July that the boards of directors of the companies had decided to initiate discussions on merging the companies and have signed a letter of intent to that effect. The aim of the merger is to combine the companies’ strengths and to create a robust financial institution which offers comprehensive services for its customers. One of the largest mergers on the Icelandic financial market This represents one of the largest mergers undertaken on the Icelandic fina...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Sameiginleg tilkynning frá Kviku og Arion

Kvika banki hf.: Sameiginleg tilkynning frá Kviku og Arion Næstu skref í samrunaferli Kvika banki og Arion banki tilkynntu 6. júlí sl. að stjórnir félaganna hefðu ákveðið að hefja viðræður um sameiningu félaganna og hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Markmiðið með samruna er að sameina krafta félaganna og búa til sterkt fjármálafyrirtæki sem býður heildstæða þjónustu fyrir viðskiptavini. Einn stærsti samruni á íslenskum fjármálamarkaði Þetta er einn umfangsmesti samruni sem ráðist hefur verið í á íslenskum fjármálamarkaði og má gera ráð fyrir að ferlið taki þó nokkurn tíma. Reg...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme In week 27 Kvika banki hf. („Kvika“ or „the bank“) purchased 7,000,000 of its own shares at the purchase price ISK 125,525,000. See further details below: DateTimeNo. of shares purchasedShare price (rate)Purchase price30.6.202513:11:471,000,00017.32517,325,0001.7.202513:32:401,000,00017.75017,750,0001.7.202515:08:331,000,00017.75017,750,0002.7.202513:31:431,000,00018.10018,100,0002.7.202515:10:201,000,00018.10018,100,0003.7.202511:33:591,000,00018.25018,250,0003.7.202514:31:581,000,00018.25018,250,000Total 7,000,000 125...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræ...

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í viku 27 keypti Kvika banki hf. („Kvika“ eða „bankinn“) 7.000.000 eigin hluti að kaupverði 125.525.000 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð30.6.202513:11:471.000.00017,32517.325.0001.7.202513:32:401.000.00017,75017.750.0001.7.202515:08:331.000.00017,75017.750.0002.7.202513:31:431.000.00018,10018.100.0002.7.202515:10:201.000.00018,10018.100.0003.7.202511:33:591.000.00018,25018.250.0003.7.202514:31:581.000.00018,25018.250.000Samt...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Hlé gert á endurkaupaáætlun

Kvika banki hf.: Hlé gert á endurkaupaáætlun Vísað er til tilkynningar Kviku banka hf. frá 06.07.2025 um að stjórn Kviku hafi samþykkt að hefja samrunaviðræður við Arion banka hf.  Það tilkynnist hér með að ekki verða framkvæmd frekari endurkaup á hlutabréfum Kviku samkvæmt gildandi endurkaupaáætlun á meðan samrunaviðræðum á milli Kviku og Arion banka stendur.  Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Kviku á netfanginu  

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch