KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Auglýsing frá tilnefningarnefnd um framboð til stjórnar

Kvika banki hf.: Auglýsing frá tilnefningarnefnd um framboð til stjórnar

Tilnefningarnefnd Kviku banka hf. (Kvika eða fyrirtækið) auglýsir eftir tilnefningum og framboðum til stjórnar Kviku vegna stjórnarkjörs á aðalfundi sem haldinn verður 18. mars 2026.

Hlutverk tilnefningarnefndar er að undirbúa og gera tillögur um frambjóðendur við kjör stjórnar félagsins á aðalfundi þess ár hvert og á þeim hluthafafundum þar sem stjórnarkjör er á dagskrá. Tillögur nefndarinnar skulu stefna að því að stjórnin sé á hverjum tíma þannig samsett að hún búi að fjölbreyttri þekkingu og reynslu sem nýtist félaginu við stefnumótun og eftirlit í því umhverfi sem félagið starfar á hverjum tíma.

Tilnefningarnefnd hefur ráðgefandi hlutverk við val á stjórnarmönnum hjá Kviku banka hf. og leggur tillögur sínar fyrir hluthafafund þar sem stjórnarkjör er á dagskrá. Í störfum sínum skal nefndin hafa heildarhagsmuni allra hluthafa félagsins að leiðarljósi.

Allir stjórnarmenn þurfa að fullnægja þeim skilyrðum sem fram koma í samþykktum félagsins og lögum. Starfsreglur tilnefningarnefndar, samþykktir félagsins og önnur gögn eru aðgengileg á heimasíðu Kviku.

Óskað er eftir að tilnefningum eða framboðum til stjórnar félagsins sé skilað til tilnefningarnefndar á þar til gerðu eyðublaði sem má finna , ásamt ferilskrá.

Frestur til að skila inn framboðum og tilnefningum til nefndarinnar er 8. febrúar 2026 og skal senda þær á . 

Tilnefningarnefndin mun bjóða áhugasömum einstaklingum að funda með sér að fresti loknum.

Tilnefningum og framboðum til stjórnar sem berast eftir framangreindan frest skal beint til stjórnar félagsins sem metur gildi þeirra og tryggir að þau verði kynnt eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.

Mikilvægar dagsetningar:

8. febrúar - Skila þarf tilnefningum eða framboðum til tilnefninganefndar fyrir lok dags.

25. febrúar -  Frestur tilnefninganefndar til að skila skýrslu og tillögum til félagsins.  

18. mars - Aðalfundur félagsins 2026

Athugið að störf tilnefningarnefndarinnar og skilafrestur umsókna til hennar takmarka ekki rétt frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar félagsins áður en almennur framboðsfrestur rennur út, sem er fimm dögum fyrir aðalfund.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíður Kviku,

Tilnefningarnefnd Kviku banka hf.



EN
09/01/2026

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Announcement from Kvika's Nomination Committee regard...

Kvika banki hf.: Announcement from Kvika's Nomination Committee regarding candidacy for the Board of Directors Kvika banki hf.'s („Kvika“or „the Company“) Nomination Committee (“the Committee”) invites those interested to submit their nominations or candidacies to the Board of Directors of the Company to the Committee. The Committee prepares and presents proposals for candidates for election to the Company's Board of Directors at its Annual General Meeting (AGM) and at shareholder meetings where board elections are on the agenda. The Committee's proposals shall aim to ensure that the Board...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Auglýsing frá tilnefningarnefnd um framboð til stjórn...

Kvika banki hf.: Auglýsing frá tilnefningarnefnd um framboð til stjórnar Tilnefningarnefnd Kviku banka hf. (Kvika eða fyrirtækið) auglýsir eftir tilnefningum og framboðum til stjórnar Kviku vegna stjórnarkjörs á aðalfundi sem haldinn verður 18. mars 2026. Hlutverk tilnefningarnefndar er að undirbúa og gera tillögur um frambjóðendur við kjör stjórnar félagsins á aðalfundi þess ár hvert og á þeim hluthafafundum þar sem stjórnarkjör er á dagskrá. Tillögur nefndarinnar skulu stefna að því að stjórnin sé á hverjum tíma þannig samsett að hún búi að fjölbreyttri þekkingu og reynslu sem nýtist fél...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Major shareholder announcement

Kvika banki hf.: Major shareholder announcement Attached is a major shareholder announcement. Attachment

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Flöggun

Kvika banki hf.: Flöggun Sjá meðfylgjandi flöggun. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Proposed share buybacks

Kvika banki hf.: Proposed share buybacks Kvika banki hf. (“Kvika”) and Arion banki hf. (“Arion”) today signed an addendum to the parties’ letter of intent executed in July 2025. Kvika has today submitted a request to the Financial Supervisory Authority of the Central Bank of Iceland for authorisation to repurchase additional own shares in an amount of up to ISK 631,548,500, and to reduce its share capital. The Bank also intends to complete share buybacks under the existing authorisation in the amount of ISK 1,125,207,500, which was previously announced as suspended, cf. a company announcem...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch