KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Eignastýringarstarfsemi Kviku sameinast í einu félagi, Kviku eignastýringu hf.

Kvika banki hf.: Eignastýringarstarfsemi Kviku sameinast í einu félagi, Kviku eignastýringu hf.

Eitt stærsta eigna- og sjóðastýringarfyrirtæki landsins.

Síðustu misseri hefur verið unnið að því að endurskipuleggja eigna- og sjóðastýringarstarfsemi samstæðu Kviku banka hf., kt. 540502-2930, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík (hér eftir „Kvika“ eða „bankinn“) eins og tilkynnt hefur verið um í tilkynningum bankans annars vegar þann 2. september 2019 og hins vegar þann 30. september 2019.

Í þeim tilkynningum kom fram að stjórn bankans hefði samþykkt að sameina ætti eigna- og sjóðastýringarstarfsemi Kviku í einu dótturfélagi, þ.e. Júpíter rekstrarfélagi hf., kt. 520506-1010 (hér eftir „Júpíter“). Kvika og Júpíter sendu í sameiningu þann 13. nóvember 2019 beiðni til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (hér eftir „FME“) þar sem óskað var eftir heimild fyrir því að færa eignastýringarstarfsemi Kviku yfir til Júpíters. Jafnframt skilaði Júpíter þann 11. júní 2020 inn umsókn til FME um starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020.

Í dag samþykkti FME beiðni Kviku og Júpíters um flutning á starfsemi eignastýringar Kviku samkvæmt 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki frá Kviku yfir til Júpíters og veitti Júpíter starfsleyfi til að gerast rekstraraðili sérhæfðra sjóða í samræmi við ákvæði laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Samhliða þessum breytingum er fyrirhugað að breyta nafni félagsins úr Júpíter rekstrarfélag hf. í Kvika eignastýring hf. Þeir starfsmenn sem störfuðu hjá Kviku við eignastýringu munu flytjast yfir til Kviku eignastýringar hf. sem og þau verkefni sem mynduðu starfsemi eignastýringar Kviku.

Í kjölfar þessara breytinga verður Kvika eignastýring hf. eitt stærsta eigna- og sjóðastýringarfyrirtæki landsins. Kvika eignastýring hf. mun leggja áherslu á að veita viðskiptavinum breitt þjónustuframboð til þess að fjárfesta innanlands sem og á erlendum mörkuðum. Áhersla verður lögð á að vera leiðandi í eigna- og sjóðastýringu með langtímahagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Félagið mun starfrækja úrval skuldabréfa-, lausafjár- og hlutabréfasjóða sem eru rafrænt skráðir og opnir almenningi til fjárfestingar. Félagið mun einnig reka blandaða og sérhæfða sjóði.

Kvika eignastýring hf. mun starfa með leyfi FME sem rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. heimild í lögum nr. 128/2011 og sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða samkvæmt lögum nr. 45/2020. Starfsleyfi félagsins samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki tekur einnig til eignastýringar, fjárfestingarráðgjafar, vörslu og umsýslu hlutdeildarskírteina og hluta sjóða um sameiginlega fjárfestingu og móttöku og miðlunar fyrirmæla varðandi fjármálagerninga. Vörslufyrirtæki félagsins er Kvika.

Nánari upplýsingar veita:

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka hf. í síma 540-3200 eða .

Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Júpíters rekstrarfélags hf. í síma 522-0010 eða .

EN
31/08/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q2 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q2 2025 At a board meeting on 13 August 2025, the Board of Directors and the CEO approved the interim financial statements of the Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) for the second quarter and first six months of 2025. Highlights of performance in the second quarter (Q2 2025) Post-tax profit from continuing operations of the Kvika group amounted to ISK 1,439 million in Q2 2025, compared to ISK 777 million in Q2 2024, an increase of ISK 662 million or 85.2%.Profit before tax amounted to ISK 2,025 million, compared to ISK 1,189 million in Q2 2024, ...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á öðrum ársfjórðungi 2025

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á öðrum ársfjórðungi 2025 Á stjórnarfundi þann 13. ágúst 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir annan ársfjórðung og fyrstu sex mánuði ársins 2025. Helstu atriði í afkomu annars ársfjórðungs (2F 2025) Hagnaður af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar eftir skatta nam 1.439 m.kr. á 2F 2025, samanborið við 777 m.kr. á 2F 2024 og hækkaði um 662 m.kr. eða 85,2%.Hagnaður fyrir skatta nam 2.025 m.kr., samanborið við 1.189 m.kr. á 2F 2024 og hækkaði því um 836 m.kr. eða 70,3%.Hreinar vaxtatekjur námu 2.962 m...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 A...

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 August The Board of Directors of Kvika banki hf. is set to approve the financial statements of the Group for the second quarter and first six months of 2025 at a board meeting on Wednesday 13 August. The financial statements will subsequently be published after the domestic market has closed. A meeting to present the results to shareholders and market participants will be held the next day, at 08:30 on Thursday 14 August, at the bank's headquarters on the 9th floor at Katrínartún 2, where Ármann Þorvaldsson, CEO of Kvika,...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13...

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13. ágúst Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki árshlutareikning samstæðunnar fyrir annan ársfjórðung og fyrstu 6  mánuði ársins 2025 á stjórnarfundi miðvikudaginn 13. ágúst og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 14. ágúst kl. 08:30, í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2. Þar munu Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, og Eiríkur Magnús Jensson, fjármálastjóri, fara yfir uppgjör félagsins.  Fundinum v...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion Next steps in the merger process Kvika banki and Arion Bank announced on 6 July that the boards of directors of the companies had decided to initiate discussions on merging the companies and have signed a letter of intent to that effect. The aim of the merger is to combine the companies’ strengths and to create a robust financial institution which offers comprehensive services for its customers. One of the largest mergers on the Icelandic financial market This represents one of the largest mergers undertaken on the Icelandic fina...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch