KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Forstjóraskipti

Kvika banki hf.: Forstjóraskipti

Stjórn Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“) og forstjóri bankans, Marinó Örn Tryggvason, hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra bankans. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði forstjórans. Hann hefur látið af störfum.

Stjórn Kviku hefur ráðið Ármann Þorvaldsson sem forstjóra bankans. Hann hefur þegar hafið störf. Ármann hefur áður starfað sem forstjóri Kviku á árunum 2017-2019 og var aðstoðarforstjóri bankans árið 2019 til ársloka 2022. Hann á að baki áratuga starfsreynslu á fjáramálamarkaði. Ármann útskrifaðist með MBA gráðu frá Boston University árið 1994 og er með BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands.

Marinó Örn Tryggvason fráfarandi forstjóri Kviku:

„Ég hóf störf hjá Kviku fyrir rúmum sex árum og hef verið forstjóri félagsins síðustu fjögur ár. Á þessum tíma hefur bankinn breyst mikið og er núna orðið eitt af stærstu og verðmætustu fyrirtækjum landsins. Ég er stoltur af því hvað okkur, sem störfum hjá félaginu, hefur tekist að efla rekstur þess og vöxt.

Félagið stendur á ákveðnum tímamótum þar sem fjárfestingar undanfarinna ára í innri vexti, svo sem útvíkkun á fjártæknistarfsemi, eru farnar að skila sér. Þá hefur Kvika aukið samkeppni á innlendum fjármálamarkaði sem skilar miklum ávinningi til samfélagsins. Framundan eru mikil tækifæri fyrir frekari vöxt og uppbyggingu bankans á þessum grunni.

Á undanförnum vikum hef ég hugsað um það hvort ég telji rétt að ég leiði félagið í áframhaldandi uppbyggingu. Niðurstaða mín var að ég óskaði eftir því að ljúka störfum og tel það skynsamlega niðurstöðu bæði fyrir mig og félagið.

Mig langar til þess að þakka stjórn og starfsmönnum fyrir gott samstarf á undanförnum árum. Hjá félaginu starfar stór hópur öflugs starfsfólks og ég mun sakna samstarfsfélaganna en á sama tíma verður spennandi að fylgjast með þeim ná áframhaldandi árangri.“

Sigurður Hannesson, stjórnarformaður Kviku:

„Kvika hefur eflst mjög síðan Marinó tók við sem forstjóri bankans og hvílir starfsemi bankans á fjölbreyttari stoðum í dag. Á þessum tímamótum vill stjórn Kviku þakka Marinó fyrir störf hans í þágu bankans og stjórnin óskar honum velfarnaðar áfram í sínum störfum.

Þá er það ánægjuefni að geta tilkynnt um ráðningu Ármanns Þorvaldssonar sem forstjóra bankans. Ármann hefur strax störf sem forstjóri og fáir sem þekkja til starfsemi Kviku jafnvel og hann. Reynsla og þekking Ármanns á fjármálamarkaði gerir það að verkum að hann verður öflugur leiðtogi bankans sem getur unnið af krafti úr þeim fjölmörgu tækifærum sem blasa við Kviku.“

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku:

„Það er mér mikið tilhlökkunarefni að taka við forstjórastarfinu hjá Kviku banka af Marinó Erni eftir farsæla stjórnartíð hans, þar sem samstæðan hefur styrkst og stækkað umtalsvert. Ég sé fjölmörg tækifæri til þess að efla Kviku áfram og það verður verkefni næstu missera að vinna úr þeim til hagsbóta fyrir hluthafa bankans.

Mér er nýtt starf ekki alveg ókunnugt, en Kvika hefur mikið breyst frá því ég hélt um stjórnartaumana og ég er mjög spenntur að leiða þetta öfluga félag og það frábæra fólk sem þar starfar.“



Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi er tilkynning á innherjaupplýsingum í samræmi við 17. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), sem var veitt lagagildi hérlendis með lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Magnús Þór Gylfason, forstöðumann samskipta og hagaðilatengsla, á netfanginu eða í síma 899-5552.



EN
20/08/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 A...

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 August The Board of Directors of Kvika banki hf. is set to approve the financial statements of the Group for the second quarter and first six months of 2025 at a board meeting on Wednesday 13 August. The financial statements will subsequently be published after the domestic market has closed. A meeting to present the results to shareholders and market participants will be held the next day, at 08:30 on Thursday 14 August, at the bank's headquarters on the 9th floor at Katrínartún 2, where Ármann Þorvaldsson, CEO of Kvika,...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13...

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13. ágúst Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki árshlutareikning samstæðunnar fyrir annan ársfjórðung og fyrstu 6  mánuði ársins 2025 á stjórnarfundi miðvikudaginn 13. ágúst og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 14. ágúst kl. 08:30, í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2. Þar munu Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, og Eiríkur Magnús Jensson, fjármálastjóri, fara yfir uppgjör félagsins.  Fundinum v...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion Next steps in the merger process Kvika banki and Arion Bank announced on 6 July that the boards of directors of the companies had decided to initiate discussions on merging the companies and have signed a letter of intent to that effect. The aim of the merger is to combine the companies’ strengths and to create a robust financial institution which offers comprehensive services for its customers. One of the largest mergers on the Icelandic financial market This represents one of the largest mergers undertaken on the Icelandic fina...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Sameiginleg tilkynning frá Kviku og Arion

Kvika banki hf.: Sameiginleg tilkynning frá Kviku og Arion Næstu skref í samrunaferli Kvika banki og Arion banki tilkynntu 6. júlí sl. að stjórnir félaganna hefðu ákveðið að hefja viðræður um sameiningu félaganna og hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Markmiðið með samruna er að sameina krafta félaganna og búa til sterkt fjármálafyrirtæki sem býður heildstæða þjónustu fyrir viðskiptavini. Einn stærsti samruni á íslenskum fjármálamarkaði Þetta er einn umfangsmesti samruni sem ráðist hefur verið í á íslenskum fjármálamarkaði og má gera ráð fyrir að ferlið taki þó nokkurn tíma. Reg...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buy-back programme In week 27 Kvika banki hf. („Kvika“ or „the bank“) purchased 7,000,000 of its own shares at the purchase price ISK 125,525,000. See further details below: DateTimeNo. of shares purchasedShare price (rate)Purchase price30.6.202513:11:471,000,00017.32517,325,0001.7.202513:32:401,000,00017.75017,750,0001.7.202515:08:331,000,00017.75017,750,0002.7.202513:31:431,000,00018.10018,100,0002.7.202515:10:201,000,00018.10018,100,0003.7.202511:33:591,000,00018.25018,250,0003.7.202514:31:581,000,00018.25018,250,000Total 7,000,000 125...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch