KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Úthlutun kauprétta

Kvika banki hf.: Úthlutun kauprétta

Á grundvelli heimildar aðalfundar Kviku banka hf., sem haldinn var þann 31. mars 2022, hefur stjórn bankans samþykkt að veita fjórum starfsmönnum samstæðu bankans kauprétti að samtals 5.058.621 hlutum í félaginu og hefur nú verið gengið frá samningum þar að lútandi.

Kaupréttunum er úthlutað sem frestuðum hluta ráðningarkaupauka sem voru veittir á bilinu desember 2022 til apríl 2023. Kaupréttirnir eru veittir í því skyni að samtvinna hagsmuni félagsins og viðkomandi starfsmanna til lengri tíma. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við starfskjarastefnu og kaupaukakerfi félagsins, lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 sem og reglur Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands nr. 388/2016 um kaupaukakerfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir:

  • Innlausnarverð kaupréttanna er kr. 20,107 á hlut sem jafngildir vegnu meðalgengi í viðskiptum með hluti í félaginu á Nasdaq OMX Iceland síðustu tíu viðskiptadaga fyrir undirritun kaupréttarsamninga, ávaxtað með 7,5% ársvöxtum yfir tímabilið, og skal kaupverðið m.a. leiðrétt fyrir arðgreiðslum sem kunna að vera ákveðnar á ávinnslutíma kaupréttanna.
  • Ávinnslutími kaupréttanna er 36 mánuðir frá útgáfudegi kaupaukanna. Að þeim tíma loknum er á næstu þremur mánuðum heimilt að nýta kaupréttina. Komi hins vegar til samruna þar sem félaginu er slitið eða þess að breyting verði á yfirráðum félagsins, sbr. 100. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, ávinnast allir útistandandi kaupréttir þegar við þær aðstæður.
  • Almennt skulu kaupréttir falla niður ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið fyrir lok ávinnslutíma.
  • Framkvæmdastjórar samstæðunnar skuldbinda sig til þess að halda, allt til starfsloka, hlutum sem að markaðsverði samsvara hagnaði eftir skatta af nýttum kauprétti þar til verðmæti hluta í eigu kaupréttarhafa samsvarar sem nemur sex mánaða launum.
  • Virði kaupréttanna var ákvarðað af óháðum sérfræðingi og rúmast verðmætin innan þeirra laga og reglna sem um kaupauka fjármálafyrirtækja gilda.
  • Í ákveðnum tilfellum er félaginu heimilt að afturkalla kauprétti í heild eða að hluta í samræmi við reglur Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.

Heildarkostnaður vegna kaupréttarsamninga sem hér er tilkynnt um er áætlaður 14.670.000 kr. byggt á reiknilíkani Black-Scholes. Heildarfjöldi útgefinna kauprétta samkvæmt framangreindri útgáfu nemur um 0,11% hlutafjár í félaginu.

Upplýsingar um viðskipti stjórnenda með framangreinda kauprétti eru í viðhengi.

Viðhengi



EN
21/09/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q2 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q2 2025 At a board meeting on 13 August 2025, the Board of Directors and the CEO approved the interim financial statements of the Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) for the second quarter and first six months of 2025. Highlights of performance in the second quarter (Q2 2025) Post-tax profit from continuing operations of the Kvika group amounted to ISK 1,439 million in Q2 2025, compared to ISK 777 million in Q2 2024, an increase of ISK 662 million or 85.2%.Profit before tax amounted to ISK 2,025 million, compared to ISK 1,189 million in Q2 2024, ...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á öðrum ársfjórðungi 2025

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á öðrum ársfjórðungi 2025 Á stjórnarfundi þann 13. ágúst 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir annan ársfjórðung og fyrstu sex mánuði ársins 2025. Helstu atriði í afkomu annars ársfjórðungs (2F 2025) Hagnaður af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar eftir skatta nam 1.439 m.kr. á 2F 2025, samanborið við 777 m.kr. á 2F 2024 og hækkaði um 662 m.kr. eða 85,2%.Hagnaður fyrir skatta nam 2.025 m.kr., samanborið við 1.189 m.kr. á 2F 2024 og hækkaði því um 836 m.kr. eða 70,3%.Hreinar vaxtatekjur námu 2.962 m...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 A...

Kvika banki hf.: Publication of Q2 financial results on Wednesday 13 August The Board of Directors of Kvika banki hf. is set to approve the financial statements of the Group for the second quarter and first six months of 2025 at a board meeting on Wednesday 13 August. The financial statements will subsequently be published after the domestic market has closed. A meeting to present the results to shareholders and market participants will be held the next day, at 08:30 on Thursday 14 August, at the bank's headquarters on the 9th floor at Katrínartún 2, where Ármann Þorvaldsson, CEO of Kvika,...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13...

Kvika banki hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs miðvikudaginn 13. ágúst Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki árshlutareikning samstæðunnar fyrir annan ársfjórðung og fyrstu 6  mánuði ársins 2025 á stjórnarfundi miðvikudaginn 13. ágúst og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 14. ágúst kl. 08:30, í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð í Katrínartúni 2. Þar munu Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, og Eiríkur Magnús Jensson, fjármálastjóri, fara yfir uppgjör félagsins.  Fundinum v...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion

Kvika banki hf.: Joint press release from Kvika and Arion Next steps in the merger process Kvika banki and Arion Bank announced on 6 July that the boards of directors of the companies had decided to initiate discussions on merging the companies and have signed a letter of intent to that effect. The aim of the merger is to combine the companies’ strengths and to create a robust financial institution which offers comprehensive services for its customers. One of the largest mergers on the Icelandic financial market This represents one of the largest mergers undertaken on the Icelandic fina...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch