Kvika banki hf.: Tilboð um endurkaup til eigenda skuldabréfa útgefnum af Kviku banka hf. í sænskum og norskum krónum á gjalddaga í maí 2026.
EKKI TIL ÚTGÁFU, BIRTINGAR EÐA DREIFINGAR, Í EÐA INN Í HVERRI ÞEIRRI LÖGSÖGU ÞAR SEM HIÐ SAMA TELDIST BROT Á LÖGUM VIÐKOMANDI LÖGSÖGU.
Kvika banki hf. („Kvika“ eða „útgefandinn“) tilkynnir í dag um endurkaupatilboð til eigenda skuldabréfaútgáfu bankans í sænskum og norskum krónum á gjalddaga í maí 2026 („skuldabréfin“). Eigendum býðst að taka þátt í útboði með tilboðsfyrirkomulagi þar sem útgefandi býðst til þess að kaupa til baka skuldabréfin fyrir samanlagða nafnverðsupphæð allt að 750 milljónir sænskra og/eða norskra króna, að viðbættum áföllnum og ógreiddum vöxtum. Skuldabréfin verða keypt samkvæmt þeim skilmálum sem finna má í hjálagðri tilkynningu (e.tender information document) dagsettri 6. október 2025.
Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu eða í síma 540 3200.
Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi er tilkynning á innherjaupplýsingum í samræmi við 7. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), sem var veitt lagagildi hérlendis með lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.
Viðhengi
