Kvika banki hf.: Tilkynning um hækkun hlutafjár
Þann 27. febrúar sl. tilkynnti Kvika banki hf. („félagið“) að stjórn hefði nýtt heimild sína samkvæmt bráðabirgðaákvæði IV í samþykktum félagsins til að hækka hlutafé þess um kr. 2.943.333 að nafnvirði í þeim tilgangi að mæta nýtingu áskriftarréttinda.
Hlutafjárhækkunin hefur nú verið skráð hjá Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra og hlutafé félagsins stendur í kr. 2.014.759.097 að nafnvirði.
Óskað verður eftir því að nýju hlutirnir verði gefnir út af Nasdaq verðbréfamiðstöð og töku þeirra til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.