KVIKA Kvika banki hf

Kvika banki hf.: Viljayfirlýsing um kaup á Netgíró hf.

Kvika banki hf.: Viljayfirlýsing um kaup á Netgíró hf.

Kvika hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á 80% hlut í Netgíró en fyrir á bankinn um 20% hlut í félaginu og verður því eini eigandi þess ef kaupin ná fram að ganga.

Kaup á Netgíró eru í samræmi við stefnu bankans að nýta tæknilausnir til þess að nútímavæða fjármálaþjónustu. Netgíró hefur lagt áherslu á að þróa lánshæfismöt ásamt því að bjóða raðgreiðslur með einföldum hætti. Áður hefur bankinn sett fjártækniþjónustuna Auði á laggirnar með góðum árangri.

Kvika hefur átt farsælt samstarf við Netgíró á undanförnum árum, meðal annars varðandi fjármögnun á kröfusafni félagsins. Kaupin gera bankanum kleift að efla enn frekar samstarfið við Netgíró sem leiðir til aukinnar skilvirkni og hagræðingar hjá báðum aðilum. Netgíró er nú á tæplega 3.000 sölustöðum á landinu og yfir 68.000 einstaklingar eru í viðskiptum við fyrirtækið.

Viljayfirlýsingin er gerð með ýmsum fyrirvörum, svo sem um samþykki stjórnar Kviku, niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki eftirlitsaðila. Áætlað er að ganga frá kaupsamningi innan þriggja mánaða.

Kaupin hafa ekki áhrif á afkomuspá bankans fyrir árið í ár en stefnt er að því að kaupin hafi jákvæð áhrif á afkomu bankans til lengri tíma.

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku:

„Við sjáum tækifæri í Netgíró til framtíðar enda er félagið með háa markaðshlutdeild og hjá því starfa öflugir og reynslumiklir starfsmenn. Væntanleg kaup bankans á Netgíró falla vel að stefnu bankans um þróun fjármálaþjónstu byggða á hagkvæmum tæknilausnum. Með sterka innviði og fjárhagslegan styrk bankans á bakvið sig teljum við félagið vera í góðri stöðu til að sækja fram á næstu misserum.“

Skorri Rafn Rafnsson, stjórnarformaður Alva Holding ehf., móðurfyrirtækis Netgíró:

„Viljayfirlýsingin er mikið gleðiefni og um leið staðfesting á því sem við hjá Netgíró höfum unnið að frá stofnun félagsins. Afburða starfsfólk, skýr framtíðarsýn og mikil vinna hefur skapað fyrirtækinu þann sess sem það nú skipar. Við vitum að framundan eru spennandi tímar og mikil tækifæri til vaxtar.“

EN
16/07/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á fyrsta ársfjórðungi 2025

Kvika banki hf.: Afkoma Kviku banka á fyrsta ársfjórðungi 2025 Á stjórnarfundi þann 7. maí 2025 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir fyrsta ársfjórðung 2025. Helstu atriði í afkomu fyrsta ársfjórðungs (1F 2025) Hagnaður eftir skatta nam 2.086 m.kr. á 1F 2025, samanborið við 1.083 m.kr. á 1F 2024 og eykst um 1.003 m.kr. eða 92,6%.Hagnaður fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi, leiðréttur fyrir einskiptisliðum, nam 1.590 m.kr. á 1F 2025, samanborið við 1.215 m.kr. á 1F 2024 og hækkar því um 375 m.kr. frá fyrra ári eða 31%.  Óleiðréttur hag...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Financial Results for Q1 2025

Kvika banki hf.: Financial Results for Q1 2025 At a board meeting on 7 May 2025, the Board of Directors and the CEO approved the condensed interim consolidated financial statements of Kvika banki hf. (“Kvika” or “the bank”) group for the first quarter of 2025. Highlights of performance in the first quarter (Q1 2025) Post-tax profit of the group amounted to ISK 2,086 million in Q1 2025, compared to ISK 1,083 million in Q1 2024, an increase of ISK 1,003 million or 92.6% from previous year.Pre-tax profit from continuing operations, adjusted for non-recurring items, amounted to ISK 1,590 mil...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buyback programme

Kvika banki hf.: Transaction in relation to a share buyback programme In week 18 Kvika banki hf. („Kvika“ or „the bank“) purchased 20,000,000 of its own shares at the purchase price ISK 271,450,000. See further details below: DateTimeNo. of shares purchasedShare price (rate)Purchase price28.4.202509:54:51 2,000,000     13.83 27,650,000     28.4.202513:37:37 2,000,000     13.75 27,500,000     28.4.202514:28:42 2,000,000     13.75 27,500,000     29.4.202511:18:59 2,000,000     13.53 27,050,000     29.4.202514:29:59 2,000,000     13.45 26,900,000     30.4.202510:00:51 2,000,000     13.40 26,80...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræ...

Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í viku 18 keypti Kvika banki hf. („Kvika“ eða „bankinn“) 20.000.000 eigin hluti að kaupverði 271.450.000 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð28.4.202509:54:51 2.000.000     13,83 27.650.000     28.4.202513:37:37 2.000.000     13,75 27.500.000     28.4.202514:28:42 2.000.000     13,75 27.500.000     29.4.202511:18:59 2.000.000     13,53 27.050.000     29.4.202514:29:59 2.000.000     13,45 26.900.000     30.4.202510:00:51 2.000.000...

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Publication of Q1 financial results on Wednesday 7 Ma...

Kvika banki hf.: Publication of Q1 financial results on Wednesday 7 May The Board of Directors of Kvika banki hf. is set to approve the financial statements of the Group for the first quarter of 2025 at a board meeting on Wednesday 7 May. The financial statements will subsequently be published after the domestic market has closed. A meeting to present the results to shareholders and market participants will be held the next day, at 08:30 on Thursday 8 May, at the bank's headquarters on the 9th floor at Katrínartún 2, where Ármann Þorvaldsson, CEO of Kvika, and Eiríkur Magnús Jensson, CFO, ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch