KVIKA Kvika banki hf

Kvika stækkar eignastýringarstarfsemi sína í Bretlandi

Kvika stækkar eignastýringarstarfsemi sína í Bretlandi

KKV Investment Management Ltd., dótturfélag Kvika Securities Ltd., sem er dótturfélag Kviku banka í Bretlandi, hefur náð samkomulagi um að taka við stýringu breska veðlánasjóðsins SQN Asset Finance Income Fund. Eignir sjóðsins eru í dag metnar á £390 milljónir, andvirði um 70 milljarða króna, og eru hlutabréf hans skráð á aðallista kauphallarinnar í London (e. London Stock Exchange).

Stýring SQN Asset Finance Income Fund var boðin út í febrúar síðastliðnum, en stjórn sjóðsins tók ákvörðun um að ráða KKV að undangengnu tveggja mánaða valferli. Samkomulagið sem nú hefur verið undirritað við stjórn sjóðsins er óskuldbindandi en gert er ráð fyrir að gengið verði frá formlegum samningum í maí og að KKV taki við stýringu sjóðsins í byrjun júní.

KKV er nýstofnað félag sem sérhæfir sig í eignastýringu á sviði sérhæfðrar lánastarfsemi, en þau Dawn Kendall og Ariel Vegoda koma til með að leiða starfsemi félagsins. Dawn og Ariel hafa áratuga reynslu af eignastýringu á breskum markaði, en þau voru áður starfsmenn SQN Capital Management, núverandi sjóðastýranda sjóðsins. Auk þeirra munu um 15 starfsmenn SQN ganga til liðs við KKV þegar félagið tekur formlega við stýringu sjóðsins.

SQN Asset Finance Income Fund var stofnaður árið 2014 og er lánasjóður sem veitir veðtryggð lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja að mestu í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Eftir að hafa notið mikilla vinsælda meðal fjárfesta hefur sjóðurinn átt undir högg að sækja undanfarið vegna erfiðleika við úrvinnslu ákveðinna eigna og hefur því verð hlutabréfa sjóðsins verið umtalsvert undir útgefnu gengi eigna hans (e. Net Asset Value). Hlutverk KKV við stýringu sjóðsins mun því, til skemmri tíma lítið, einkum miða að því að endurskipuleggja og hámarka virði eigna sjóðsins, ásamt því að vinna úr áhrifum af COVID-19 á útlán sjóðsins.

KKV verður rekið sem sjálfstætt eignastýringarfélag og munu Dawn Kendall, Ariel Vegoda og aðrir stjórnendur eignast minnihluta í félaginu. Í stjórn félagsins munu setjast f.h. Kviku Securities, Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Helgi Bergs, framkvæmdastjóri Kvika Advisory Ltd., dótturfélags Kviku Securities, og Ragnar Dyer, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Kviku banka.

Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kvika Securities Ltd., segir:

„Við erum mjög ánægð með að þessum áfanga sé náð og gerum ráð fyrir að gengið verði frá þessum samningum formlega fyrir lok maí.  Með samningunum er verið að taka stórt skref í starfsemi Kviku í Bretlandi á sviði eignastýringar, sem er hornsteinn í stefnu Kviku varðandi uppbyggingu starfsemi sinnar í Bretlandi. Með þessum samningum og tengdum breytingum munu eignir okkar í stýringu í Bretlandi rúmlega sexfaldast og starfsmannafjöldi rúmlega fjórfaldast. Það er frábært fyrir okkur að fá til liðs við okkur öflugt og reynslumikið sjóðastýringateymi undir forystu Dawn og Ariel, og er það grunnur sem við sjáum mikið tækifæri til að byggja við á komandi árum, einkum í eignaflokki lána- og skuldabréfasjóða. Við teljum að eftirspurn eftir slíkum sjóðum, sem veita fjárfestum stöðuga áhættuvogaða ávöxtun, muni aukast á næstu árum, í ljósi þess að vaxtastig um allan heim er mjög lágt um þessar mundir“. 

Um aðila:

Kvika Securities Ltd.:

Kvika Securities er dótturfélag Kviku banka og sinnir starfsemi Kviku í Bretlandi. Félagið hóf starfsemi sína í byrjun árs 2017 og starfar undir eftirliti breska fjármálaeftirlitsins (FCA). Kvika Securities er með starfsheimildir til reksturs sérhæfðra sjóða, eignastýringar og fyrirtækjaráðgjafar og er félagið í dag með um £70m (ca. 12.5 makr) af eignum í stýringu. Á skrifstofu félagsins í London starfa nú fimm starfsmenn.

Dawn Kendall:

Dawn hefur 34 ára reynslu í fjármálageiranum í Bretlandi, þ.m.t. 25 ára reynslu við stýringu á lána- og skuldabréfasjóðum hjá stórum sjóðastýringaaðilum eins og eignastýringarfyrirtækjunum Investec Wealth, Architas (dótturfélag Axa Investment Managers),  Newton Investment Management, TwentyFour Asset Management, vogunarsjóðinum International Asset Management og fjárfestingarfélaginu Codelouf Trust.  Styrkleikar hennar tengjast fyrst og fremst stýringu lána- og skuldabréfasafna. Frá 2017 hefur hún starfað sem sjóðsstjóri veðlánasjóðsins SQN Secured Income Fund og hefur henni á þeim tíma tekist að endurskipuleggja eignasafn sjóðsins og bæta arðgreiðsluþekju hans.

Ariel Vegoda:

Ariel er lögfræðingur að mennt og hefur áratuga reynslu og sérhæfingu á sviði reksturs sjóða, endurskipulagningu lánasafna og almennri úrvinnslu tengdum eignasöfnum lánasjóða.  Ariel kom til starfa hjá SQN Capital Management Ltd. sem yfirmaður lögfræðisviðs árið 2015 og var gerður að rekstrarstjóra (e. Chief Operating Officer) árið 2019. Áður en hann kom til starfa hjá SQN starfaði hann sem lögmaður hjá bresku lögfræðistofunni Mishcon de Reya og sérhæfði sig þar í félaga- og viðskiptarétti og úrvinnslu eigna og eignasafna.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kvika Securities Ltd., s. 691 9366,

Nánari upplýsingar má einnig finna í tilkynningu frá stjórn SQN Asset Finance Income Fund sem birtist í kauphöllinni í London í morgun:

EN
30/04/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Kvika banki hf

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Íslandsbanki hf. requests merger discussions with Kvi...

Kvika banki hf.: Íslandsbanki hf. requests merger discussions with Kvika banki hf. Today, the Chairman of the Board and the CEO of Kvika banki hf. received a letter from Íslandsbanki hf. requesting to enter into merger discussions. The Board of Directors of Kvika banki hf. will review the matter and determine the bank’s next steps. Please note that this notice is a disclosure of inside information per article 7 of regulation (EU) No 596/2014 on market abuse (“MAR”), which is implemented into Icelandic law with the act on measures against market abuse No 60/2021.

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Íslandsbanki hf. óskar eftir samrunaviðræðum við Kvik...

Kvika banki hf.: Íslandsbanki hf. óskar eftir samrunaviðræðum við Kviku banka hf. Stjórnarformanni og forstjóra Kviku banka hf. barst í dag bréf frá Íslandsbanka hf. þar sem óskað er eftir samrunaviðræðum milli félaganna tveggja. Stjórn Kviku banka hf. mun taka erindið til umræðu og ákveða næstu skref af hálfu bankans. Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi er tilkynning á innherjaupplýsingum í samræmi við 7. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), sem var veitt lagagildi hérlendis með lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Arion banki hf. requests merger discussions with Kvik...

Kvika banki hf.: Arion banki hf. requests merger discussions with Kvika banki hf. Today, the Chairman of the Board and the CEO of Kvika banki hf. received a letter from Arion banki hf. requesting to enter into merger discussions. The Board of Directors of Kvika banki hf. will review the matter and determine the bank’s next steps. Please note that this notice is a disclosure of inside information per article 7 of regulation (EU) No 596/2014 on market abuse (“MAR”), which is implemented into Icelandic law with the act on measures against market abuse No 60/2021.

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Arion banki hf. óskar eftir samrunaviðræðum við Kviku...

Kvika banki hf.: Arion banki hf. óskar eftir samrunaviðræðum við Kviku banka hf. Stjórnarformanni og forstjóra Kviku banka hf. barst í dag bréf frá Arion banka hf. þar sem óskað er eftir samrunaviðræðum milli félaganna tveggja. Stjórn Kviku banka hf. mun taka erindið til umræðu og ákveða næstu skref af hálfu bankans. Vinsamlegast athugið að tilkynning þessi er tilkynning á innherjaupplýsingum í samræmi við 7. gr. reglugerðar (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik („MAR“), sem var veitt lagagildi hérlendis með lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

 PRESS RELEASE

Kvika banki hf.: Kvika issues inaugural EUR 200 million bond

Kvika banki hf.: Kvika issues inaugural EUR 200 million bond Kvika banki hf. has today successfully completed the issuance of a new 4-year senior unsecured bond in the amount of EUR 200 million. This marks the bank’s inaugural euro-denominated bond issuance, representing a significant milestone in its funding strategy. It enhances Kvika’s access to international capital markets and strengthens its competitive position. The bonds will be issued under the bank’s Euro Medium Term Note (EMTN) Programme and are priced at a spread of 250 basis points over mid-swap rates. The bond carries an annu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch