NOVA PLATINUM NOVA HF

Nova Klúbburinn hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2024

Nova Klúbburinn hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2024

Traustur rekstur í krefjandi umhverfi

Helstu niðurstöður á öðrum ársfjórðungi:

  • Heildartekjur voru 3.228 m.kr. á öðrum ársfjórðungi 2024 og standa í stað.
  • Þjónustutekjur námu samtals 2.519 m.kr. og vaxa um 3,6% á milli ára.
  • EBITDA nam 961 m.kr. samanborið við 973 m.kr. á sama tímabili á fyrra ári, EBITDA hlutfallið var 29,8% á fjórðungnum samanborið við 30,3% á fyrra ári.
  • Hagnaður annars ársfjórðungs var 108 m.kr.
  • Handbært fé frá rekstri á fjórðungnum er 536 m.kr.
  • Hrein fjármagnsgjöld á fjórðungnum nema 264 m.kr. og lækka um 7,0% frá fyrra ári.
  • Eiginfjárhlutfall var 40,2% í lok fjórðungsins og eigið fé nam samtals 9.375 m.kr.
  • Viðskiptavinum fjölgar á árinu, bæði í Flakk- og Fastneti.

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova:

„Nú þegar árið er hálfnað er gott að líta yfir stöðuna. Reksturinn er traustur. Heildartekjur eru svipaðar og á síðasta ári, en þegar við kíkjum baksviðs sjáum við að Nova heldur áfram að styrkja sig inn í framtíðina, sem er einmitt það sem við stefnum alltaf að. Vörusalan hefur verið að dragast saman í krefjandi umhverfi, sem hefur þó ekki áhrif á rekstrarhagnað. Þjónustutekjurnar aukast á móti og viðskiptavinunum fjölgar.

Fjárfesting í innviðauppbyggingu er okkur mikilvæg þar sem öflugir innviðir styrkja samkeppnisstöðu okkar. Þannig getum við fjölgað viðskiptavinum um allt land á sama tíma og viðskiptavinir eru öruggir, ánægðir og í góðu sambandi. Gott samband er jafnvel enn mikilvægara þar sem fáir eru á ferli. Við höfum haldið áfram uppbyggingu 5G senda um landið bæði til að styrkja núverandi kerfi og bæta við nýjum stöðum til að fækka dauðum blettum í flakkneti. Alls höfum við fjárfest fyrir rúmlega 800 milljónir í innviðauppbyggingu á þessu ári. Við hjá Nova höfum líka fagnað og tekið þátt í samstarfi um uppbyggingu í flakknetinu, en þar eru mikil tækifæri til hagræðingar með því að samnýta innviði.

Við sjáum einnig tækifæri í betri nýtingu á opinberum fjármunum m.a í frekari uppbyggingu flakknets á strjálbýlustu stöðum landsins. Flakknet getur verið alveg sambærilegt við ljósleiðaratengingar og í raun er skynsamlegra að leggjast í þá uppbyggingu, sem er hagkvæmari, gengur mun hraðar fyrir sig og tryggir um leið flakknetssamband á viðkomandi svæðum. 

Tæknin er hins vegar ekki markmið í sjálfu sér heldur leið til að einfalda og njóta lífsins, við höldum því áfram að leggja áherslu á geðræktina og fríðindaklúbbinn FyrirÞig. Við hvöttum m.a. til símalausra samverustunda með Busltónleikum og fríum sundferðum í allt sumar. Viðskiptavinir sem njóta lífsins í góðu sambandi eru ánægðir viðskiptavinir og það er það mikilvægasta sem við í Nova eigum. Við horfum með mikilli eftirvæntingu til síðari hluta ársins.”

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn á morgun, föstudaginn 23. ágúst, kl. 8:30, hjá Nova, Lágmúla 9 á 4. hæð. Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri, ásamt Þórhalli Jóhannssyni, fjármálastjóra, kynna uppgjörið og svara fyrirspurnum. Boðið verður uppá beint streymi sem hægt er að nálgast ásamt kynningarefni á heimasíðu Nova, . Hægt er að senda inn spurningar á 

Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri,  s. 770 1070

Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri,  s. 770 1090

Attachments



EN
22/08/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on PLATINUM NOVA HF

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025

Nova Klúbburinn hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025 Áfram stöðugur vöxtur hjá Nova Rekstur Nova skilaði góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi ársins. Heildartekjur voru um 3,4 milljarðar og jukust um 6,2% milli ára. Þjónustutekjur hækkuðu um 7,9% og EBITDA jókst um 9,7%. Hagnaður fjórðungsins var 149 milljónir og eykst um 38,2% milli ára. Helstu niðurstöður á öðrum ársfjórðungi: Heildartekjur voru 3.428 m.kr. og vaxa um 6,2% á milli áraÞjónustutekjur námu samtals 2.718 m.kr. og vaxa um 7,9% á milli ára.EBITDA nam 1.054 m.kr. og vex um 9,7% á milli ára. EBITDA hlutfallið var 30,7% á...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir l...

Nova Klúbburinn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun markaða á morgun, 14. ágúst Nova Klúbburinn hf. birtir árshlutauppgjör annars ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á morgun, fimmtudaginn 14. ágúst. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn föstudaginn 15. ágúst, kl. 8:30, hjá Nova, Lágmúla 9, á 4. hæð. Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri, ásamt Þórhalli Jóhannssyni, fjármálastjóra, kynna uppgjör Nova Klúbbsins og svara fyrirspurnum. Boðið verður uppá beint streymi sem hægt verður að nálgast ásamt kynningarefni á...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 32

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 32 Í 32. viku 2025 keypti Nova Klúbburinn hf. 1.200.000 eigin hluti að kaupverði 5.808.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)5.8.202515:21600.0004,822.892.0008.8.202511:24600.0004,862.916.000Samtals1.200.000 5.808.000  Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Nova Klúbbsins sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 12. maí 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluninni nema að hámarki 550 milljónum kr. að kaupverði og mun áætlunin vera í gildi þar til því hámarki er náð...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 31

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 31 Í 31. viku 2025 keypti Nova Klúbburinn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 14.670.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)28.7.202513:34600.0004,902.940.00029.7.202511:23600.0004,902.940.00030.7.202510:49600.0004,892.934.00031.7.202512:08600.0004,882.928.0001.8.202509:34600.0004,882.928.000Samtals3.000.000 14.670.000  Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Nova Klúbbsins sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 12. maí 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætlunin...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 30

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 30 Í 30. viku 2025 keypti Nova Klúbburinn hf. 2.400.000 eigin hluti að kaupverði 11.700.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)21.7.202509:54600.0004,882.928.00022.7.202510:03600.0004,862.916.00023.7.202509:37600.0004,862.916.00025.7.202509:46600.0004,902.940.000Samtals2.400.000 11.700.000  Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Nova Klúbbsins sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 12. maí 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluninni nema að hámarki 550 milljónum ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch