NOVA PLATINUM NOVA HF

Nova Klúbburinn hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2024

Nova Klúbburinn hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2024

Góður rekstur skilar sterku sjóðstreymi og hagnaði

Helstu niðurstöður á þriðja ársfjórðungi:

  • Heildartekjur voru 3.388 m.kr. á þriðja ársfjórðungi 2024 og vaxa um 4,1% á milli ára
  • Þjónustutekjur námu samtals 2.713 m.kr. og vaxa um 8,5% á milli ára.
  • EBITDA nam 1.198 m.kr. samanborið við 1.095 m.kr. á sama tímabili á fyrra ári, EBITDA hlutfallið var 35,4% á fjórðungnum samanborið við 33,7% á fyrra ári.
  • Hagnaður þriðja ársfjórðungs var 322 m.kr. og hækkar um 20,9% frá fyrra ári
  • Hagnaður á hlut eykst um 25,6% milli ára
  • Handbært fé frá rekstri á fjórðungnum er 1.161 m.kr.
  • Hrein fjármagnsgjöld á fjórðungnum nema 234 m.kr. og hækka um 4,6% frá fyrra ári.
  • Eiginfjárhlutfall var 40,3% í lok fjórðungsins og eigið fé nam samtals 9.566 m.kr.
  • Viðskiptavinum fjölgar á árinu, bæði í Flakk- og Fastneti.

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova:

"Það er ánægjulegt að kynna niðurstöður þriðja ársfjórðungs sem var yfir væntingum okkar. Með áframhaldandi samstilltu átaki tekst Nova liðinu áfram að bregðast við þeim áskorunum sem eru í rekstrarumhverfinu og skila góðum rekstri. Heildartekjur jukust milli ára og hafði þar mest áhrif veruleg aukning þjónustutekna. EBITDA og hagnaður tímabilsins eru einnig að vaxa vel milli ára og reksturinn skilar góðu sjóðstreymi, þar sem handbært fé frá rekstri er það mesta á einum fjórðungi frá stofnun. Nýjungum og viðbótum við FyrirÞig vildarklúbbinn okkar var vel tekið og viðskiptavinum okkar fjölgaði. Reksturinn gengur vel í krefjandi umhverfi og er í takt við okkar áætlanir og spár fyrir árið.

Við höfum haldið okkar striki í fjárfestingum í fjarskiptainnviðum, en öflugir innviðir eru einn okkar helstu styrkleika. Aukin afkastageta fjarskiptanetsins okkar hefur skilað því að tekjur af sérlausnum á fyrirtækjamarkaði fara vaxandi, enda styður áhersla okkar á innviðauppbyggingu vel við stórnotendur í gagnaflutningum.

Við höfum haldið áfram að beina athygli okkar að geðrækt og verkefnum sem tengjast félagslegri sjálfbærni. Það er mikilvægur hluti af okkar starfsemi að vera með viðskiptavinum okkar í liði í því að gæta að því að tæknin sé að gera gagn og gera lífið skemmtilegra. Við stóðum einnig fyrir Trúnó vinnustofu með Mental, þar sem við fjölluðum um þær áskoranir sem stjórnendur og starfsfólk standa frammi fyrir og bregðast þarf við tengt geðheilsu á vinnustaðnum.

Það var okkur mikið ánægjuefni að hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA fjórða árið í röð, en markmið Jafnvægisvogarinnar er að eftir þrjú ár verði hlutfallið milli kynja í framkvæmdastjórnum íslenskra fyrirtækja að minnsta kosti 40/60. Okkur finnst jafnrétti og fjölbreytni í Nova liðinu ekki bara góð stefna, heldur er það lykillinn að þeim árangri sem við höfum náð.

Áhersla okkar á geðrækt er líka liður í þeim árangri. Nú þegar nóvember og desember ganga í garð, er mikilvægt að minna á mikilvægi þess. Aðventan er yndisleg en henni getur líka fylgt streita og álag.  Við munum hvetja fólk til þess að vera til staðar hvert fyrir annað, njóta augnabliksins og samverunnar. Stuðsvellið á Ingólfstorgi er fyrir löngu orðið ómissandi hluti af jólunum fyrir marga, og það verður auðvitað á sínum stað í ár. Það er fullkomin leið til að gleyma sér í jólaösinni og njóta samveru í góðum félagsskap."

 

Nánari upplýsingar um uppgjörið veita: 

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri,  s. 770 1070

Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri,  s. 770 1090

 

Viðhengi



EN
31/10/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on PLATINUM NOVA HF

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 34

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 34 Í 34. viku 2025 keypti Nova Klúbburinn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 14.829.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)18.8.202511:24600.0004,932.958.00019.8.202511:24600.0004,932.958.00020.8.202509:32600.0004,932.958.00021.8.202509:31600.0004,902.940.00022.8.202511:23600.0005,033.015.000Samtals3.000.000 14.829.000  Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Nova Klúbbsins sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 12. maí 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluni...

 PRESS RELEASE

Nova og Sýn undirrita samkomulag um Sendafélag

Nova og Sýn undirrita samkomulag um Sendafélag Nova hf., kt. 531205-0810, og Sýn hf., kt. 470905-1740, hafa í dag undirritað samkomulag um helstu atriði fyrirhugaðra samninga um framsal farnetsdreifikerfa Nova hf. og Sýnar hf. til Sendafélagsins ehf., kt. 440515-1850. Nova hf. og Sýn hf. eru einu hluthafarnir, í jöfnum hlutföllum, í Sendafélaginu ehf., sem var stofnað árið 2015. Sendafélagið ehf. hefur það hlutverk að reka dreifikerfi („RAN“ kerfi, e. Radio Access Network) aðilanna á landsvísu í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu í rekstri og auka fjárfestingargetu í nýjum tæknilausnum. ...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 33

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 33 Í 33. viku 2025 keypti Nova Klúbburinn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 14.622.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)11.5.202813:15600.0004,842.904.00012.8.202510:37600.0004,872.922.00013.8.202515:26600.0004,872.922.00014.8.202514:05600.0004,852.910.00015.8.202510:29600.0004,942.964.000Samtals3.000.000 14.622.000  Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Nova Klúbbsins sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 12. maí 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluni...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025

Nova Klúbburinn hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025 Áfram stöðugur vöxtur hjá Nova Rekstur Nova skilaði góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi ársins. Heildartekjur voru um 3,4 milljarðar og jukust um 6,2% milli ára. Þjónustutekjur hækkuðu um 7,9% og EBITDA jókst um 9,7%. Hagnaður fjórðungsins var 149 milljónir og eykst um 38,2% milli ára. Helstu niðurstöður á öðrum ársfjórðungi: Heildartekjur voru 3.428 m.kr. og vaxa um 6,2% á milli áraÞjónustutekjur námu samtals 2.718 m.kr. og vaxa um 7,9% á milli ára.EBITDA nam 1.054 m.kr. og vex um 9,7% á milli ára. EBITDA hlutfallið var 30,7% á...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir l...

Nova Klúbburinn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun markaða á morgun, 14. ágúst Nova Klúbburinn hf. birtir árshlutauppgjör annars ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á morgun, fimmtudaginn 14. ágúst. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn föstudaginn 15. ágúst, kl. 8:30, hjá Nova, Lágmúla 9, á 4. hæð. Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri, ásamt Þórhalli Jóhannssyni, fjármálastjóra, kynna uppgjör Nova Klúbbsins og svara fyrirspurnum. Boðið verður uppá beint streymi sem hægt verður að nálgast ásamt kynningarefni á...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch