NOVA PLATINUM NOVA HF

Nova Klúbburinn hf.: Niðurstöður aðalfundar þann 29. mars 2023

Nova Klúbburinn hf.: Niðurstöður aðalfundar þann 29. mars 2023

Aðalfundur Nova Klúbbsins hf. var haldinn í dag, miðvikudaginn, 29. mars 2023. Þetta var fyrsti aðalfundur í skráðu félagi sem eingöngu var stýrt af konum en Hrund Rudolfsdóttir flutti skýrslu stjórnar, Margrét Tryggvadóttir skemmtana- & forstjóri fór yfir árið, Svanhildur Magnúsdóttir var fundarstjóri og ritari fundar var Ásta Guðjónsdóttir.  

 

Í stjórn félagsins voru kjörnir eftirfarandi einstaklingar: 

 

         Hrund Rudolfsdóttir  

         Jón Óttar Birgisson  

         Jóhannes Þorsteinsson  

         Magnús Árnason  

         Sigríður Olgeirsdóttir 

  

Jóhannes, Sigríður og Magnús koma inn í stjórnina í stað Hugh Short, Kevin Payne og Tinu Pidgeon. Stjórn hefur skipt með sér verkum og var Sigríður Olgeirsdóttir kjörinn formaður stjórnar. 

 

Jóhannes Þorsteinsson starfar í dag sem yfirmaður fjárstýringar T-Mobile í Bandaríkjunum, þar sem hann ber ábyrgð á allri fjármögnun fyrirtækisins. T-Mobile er leiðandi fyrirtæki á fjarskiptamarkaði í Ameríku.  

 

Sigríður Olgeirsdóttir er reyndur stjórnandi í hugbúnaðar- og hátæknigeiranum.  

 

Magnús er sjálfstæður ráðgjafi með góða reynslu á sviði markaðsmála, stafrænnar þróunar og fjarskipta. 

Sjálfkjörið var í tilnefningarnefnd félagsins fyrir næsta ár, en nefndina skipa: 



         Margrét Kristmannsdóttir  

         Thelma Kristín Kvaran 

  

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri Nova:  

Fráfarandi stjórnarmeðlimum þakka ég fyrir samstarfið um leið og við bjóðum nýja stjórnsama og skemmtilega einstaklinga velkomna í Nova liðið. Við hlökkum til samstarfsins en öflug og góð stjórn skiptir sköpum í rekstri félaga. Ný stjórn á eftir að skora á okkur í Nova liðinu, vinna þéttan takt í stefnumótun með lykilstjórnendum og klappa okkur á bakið þegar við stöndum okkur vel. Þannig mun Nova halda áfram að vaxa og dafna inn í framtíðina.  

Síðasta ár var viðburðarríkt og ánægjulegt, þar sem starfsánægja í Nova liðinu var í hæstu hæðum og var Nova m.a fyrirtæki ársins í stærstu vinnustaðarannsókn á Íslandi en það er lykilinn að ánægju viðskiptavina. Viðskiptavinir Nova voru jafnframt þeir ánægðustu 14. árið í röð. Öflug uppbygging innviða átti sér stað á árinu og er Nova fyrst inn í framtíðina með snjallar lausnir til sinna viðskiptavina, en Nova býður nýjungar á borð við VoWifi, eitt íslenskra fjarskiptafyrirtækja, og Snjallöryggiskerfi með SjálfsVörn. 

Nova varð 15 ára á árinu og var skráning félagsins stórt skref. Markmið okkar er að þjónusta hluthafa jafnvel og viðskiptavini okkar.“ 

  

Niðurstöður aðalfundarins má að öðru leyti sjá í meðfylgjandi fundargerð. 

    

 

Nova 

Nova var stofnað árið 2006 og er nú orðið eitt af stærstu og öflugustu fjarskiptafyrirtækjum landsins. Fyrirtækið á og rekur sína eigin virku innviði vítt og breitt um landið. Í Nova liðinu eru um 150 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Selfossi. Nova hefur frá upphafi verið í farabroddi í innleiðingu nýjustu tækni og hefur fjárfest markvisst í uppbyggingu virkra innviða í sinni eigu sem mun tryggja Nova áframhaldandi forystu á fjarskiptamarkaði. Farsíma- og netkerfi Nova nær til 98% landsmanna 

 

 

Attachments



EN
29/03/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on PLATINUM NOVA HF

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 34

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 34 Í 34. viku 2025 keypti Nova Klúbburinn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 14.829.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)18.8.202511:24600.0004,932.958.00019.8.202511:24600.0004,932.958.00020.8.202509:32600.0004,932.958.00021.8.202509:31600.0004,902.940.00022.8.202511:23600.0005,033.015.000Samtals3.000.000 14.829.000  Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Nova Klúbbsins sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 12. maí 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluni...

 PRESS RELEASE

Nova og Sýn undirrita samkomulag um Sendafélag

Nova og Sýn undirrita samkomulag um Sendafélag Nova hf., kt. 531205-0810, og Sýn hf., kt. 470905-1740, hafa í dag undirritað samkomulag um helstu atriði fyrirhugaðra samninga um framsal farnetsdreifikerfa Nova hf. og Sýnar hf. til Sendafélagsins ehf., kt. 440515-1850. Nova hf. og Sýn hf. eru einu hluthafarnir, í jöfnum hlutföllum, í Sendafélaginu ehf., sem var stofnað árið 2015. Sendafélagið ehf. hefur það hlutverk að reka dreifikerfi („RAN“ kerfi, e. Radio Access Network) aðilanna á landsvísu í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu í rekstri og auka fjárfestingargetu í nýjum tæknilausnum. ...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 33

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 33 Í 33. viku 2025 keypti Nova Klúbburinn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 14.622.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)11.5.202813:15600.0004,842.904.00012.8.202510:37600.0004,872.922.00013.8.202515:26600.0004,872.922.00014.8.202514:05600.0004,852.910.00015.8.202510:29600.0004,942.964.000Samtals3.000.000 14.622.000  Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Nova Klúbbsins sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 12. maí 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluni...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025

Nova Klúbburinn hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025 Áfram stöðugur vöxtur hjá Nova Rekstur Nova skilaði góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi ársins. Heildartekjur voru um 3,4 milljarðar og jukust um 6,2% milli ára. Þjónustutekjur hækkuðu um 7,9% og EBITDA jókst um 9,7%. Hagnaður fjórðungsins var 149 milljónir og eykst um 38,2% milli ára. Helstu niðurstöður á öðrum ársfjórðungi: Heildartekjur voru 3.428 m.kr. og vaxa um 6,2% á milli áraÞjónustutekjur námu samtals 2.718 m.kr. og vaxa um 7,9% á milli ára.EBITDA nam 1.054 m.kr. og vex um 9,7% á milli ára. EBITDA hlutfallið var 30,7% á...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir l...

Nova Klúbburinn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun markaða á morgun, 14. ágúst Nova Klúbburinn hf. birtir árshlutauppgjör annars ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á morgun, fimmtudaginn 14. ágúst. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn föstudaginn 15. ágúst, kl. 8:30, hjá Nova, Lágmúla 9, á 4. hæð. Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri, ásamt Þórhalli Jóhannssyni, fjármálastjóra, kynna uppgjör Nova Klúbbsins og svara fyrirspurnum. Boðið verður uppá beint streymi sem hægt verður að nálgast ásamt kynningarefni á...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch