Nova Klúbburinn hf. - Niðurstöður hluthafafundar þann 2. nóvember 2022
Hluthafafundur var haldinn í Nova Klúbbnum hf. miðvikudaginn, 2. nóvember 2022. Á dagskrá fundarins voru, auk stjórnarkjörs, tillögur stjórnar um skipun tilnefningarnefndar, tillögur um breytingar á samþykktum félagsins og tillögur um þóknun til stjórnar- og nefndarmanna, sem allar voru samþykktar.
Sjálfkjörið var í stjórn félagsins, sem skipuð er eftirfarandi einstaklingum:
- Hugh Short
- Hrund Rudolfsdóttir
- Jón Óttar Birgisson
- Kevin Payne
- Tina Pidgeon
Tilnefningarnefnd félagsins skipa eftirfarandi einstaklingar:
- Eyþór Jónsson
- Jón Óttar Birgisson
- Thelma Kristín Kvaran
