NOVA PLATINUM NOVA HF

Nova klúbburinn hf.: Nova Klúbburinn birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025

Nova klúbburinn hf.: Nova Klúbburinn birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025

Góð afkoma og mikil tækifæri til vaxtar

Rekstur Nova skilaði góðri afkomu á þriðja ársfjórðungi ársins. Heildartekjur voru um 3,5 milljarðar og jukust um 3,7% milli ára, þjónustutekjur námu 2,8 milljörðum og hækkuðu um 1,8%. EBITDA var 1,1 milljarður og lækkaði um 7,4%, EBITDA hlutfallið var 31,6%. Hagnaður fjórðungsins var 228 milljónir og lækkaði um 29,3% milli ára.

Helstu niðurstöður á þriðja ársfjórðungi:

  • Heildartekjur voru 3.514 m.kr. og vaxa um 3,7% á milli ára
  • Þjónustutekjur námu samtals 2.761 m.kr. og vaxa um 1,8% á milli ára.
  • EBITDA nam 1.109 m.kr. og lækkar um 7,4% á milli ára. EBITDA hlutfallið var 31,6% á fjórðungnum samanborið við 35,4% á fyrra ári.
  • Hrein fjármagnsgjöld á fjórðungnum nema 232 m.kr. og lækka um 0,9% milli ára.
  • Hagnaður fjórðungsins eftir skatta var 228 m.kr. og lækkar um 29,3% milli ára.
  • Handbært fé frá rekstri á tímabilinu er 889 m.kr.
  • Eiginfjárhlutfall var 39,9% í lok tímabilsins og eigið fé nam samtals 9.507 m.kr.

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstjóri Nova

„Það gleður mig að sjá áframhaldandi styrk í rekstrinum og tekjuvöxt á öllum lykilsviðum, þar á meðal í vörusölu. Grunnurinn er mjög sterkur og hagnaður í góðu jafnvægi, en lækkar sannarlega samanborið við methagnað á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Grunnrekstur Nova er stöðugur og arðbær, og tekist hefur að viðhalda vexti og styrk á sama tíma og við fjárfestum í innviðum og nýjum tækifærum. Þetta sýnir klárt tækifæri til vaxtar inn í framtíðina.

Fjarskiptakerfi Nova eru sem fyrr í fararbroddi og við höldum áfram uppbyggingu innviða, sem leggur traustan grunn að áframhaldandi vexti. Nova hefur fyrst íslenskra fjarskiptafélaga innleitt 5G StandAlone (SA) fjarskiptakjarna sem styður við tækniforskot félagsins, auk þess sem þjónustusvæði 5G verður stækkað töluvert á næstu misserum á hagkvæman hátt með samnýtingu fjarskiptatíðna. Við sjáum aukinn áhuga og tekjuvöxt á þessu sviði. Við höfum einnig tryggt okkur betra útlandasamband yfir alla sæstrengi, sem er svar við ört vaxandi eftirspurn í gagnaverum og meðal fyrirtækja sem nýta háhraða- og skýjalausnir.

Það er líka ánægjulegt að segja frá því að Nova og Sýn hafa í dag undirritað samstarfssamning og hluthafasamning sem kveða á um framsal 4G- og 5G-dreifikerfa félaganna til Sendafélagsins, í þeim tilgangi að ná fram enn meiri hagræðingu í rekstri og auka fjárfestingargetu.

Nova hefur einnig í samstarfi við Starlink hafið tilraunir með nýrri tækni sem tryggir örugga og stöðuga nettengingu farsímasenda á svæðum þar sem ekki er til staðar ljósleiðari. Tækifærin til að bæta fjarskiptasamband í dreifbýli og á afskekktum stöðum eru mikil. Með þessu verkefni sýnir Nova samfélagslega ábyrgð í verki – en markmiðið er að tryggja jafnan aðgang landsmanna að traustu fjarskiptaneti. Nova hefur einnig byggt upp og tekið í notkun nýtt innanhúss farsímadreifikerfi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem tryggir viðskiptavinum félagsins háhraða 5G samband, hvort sem það er starfsfólk á einum stærsta vinnustað landsins eða ferðamenn á leið um stöðina.

Á sama tíma viljum við tryggja að viðskiptavinir okkar séu alltaf með gott aðgengi að besta netinu og bjóðum nú upp á að auka hraðann á neti úr 1Gb á sek í 2,5Gb á sek á besta dílnum með einföldum hætti í sjálfsafgreiðslu. Nú bætast einnig við löndin Bandaríkin og Sviss í hópinn þar sem viðskiptavinir Nova fá mest fyrir peninginn eða tvöfalt meira gagnamagn á lægra verði. Við sjáum einnig ánægju og árangur af því að bjóða okkar viðskiptavinum 50% afslátt af innlendum streymisveitum fyrr í haust. Þá hefur Nova kynnt til leiks nýja þjónustu í Nova appinu sem ber nafnið “Hittingur” og tengir saman fríðindaklúbbinn og samfélagið á skemmtilegan hátt. Þar geta viðskiptavinir skipulagt samverustundir með vinum í kringum 2F1 tilboðin okkar á einfaldan máta, því að við trúum að tækni eigi að efla tengsl og vellíðan, í stað þess að einangra.

Það er sömuleiðis mikill heiður að segja frá því að Nova fékk viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar sem staðfestir að Nova hefur byggt sterka menningu sem hvetur til jafnræðis, fjölbreytileika og virðingar. Við trúum því að blanda af ólíkri reynslu, þar sem fólk skorar á hvert annað með ólíkum sjónarhornum, hefur gaman og fær tækifæri til að nýta hæfileika sína, sé ein helsta ástæða þess að Nova er með besta liðið.

Traustur rekstur, áframhaldandi uppbygging innviðanna okkar, sem þegar eru í fararbroddi, og áframhaldandi áherslur á enn betri þjónustu við viðskiptavinina, sem alltaf eru miðpunkturinn í öllu sem við gerum, gefa frábæran tón inn í næstu misseri og mikilvæg tækifæri til að vaxa enn meir.“

Nánari upplýsingar um uppgjörið veita: 

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstjóri, , s. 855 1155

Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri,  s. 770 1090

Viðhengi



EN
30/10/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on PLATINUM NOVA HF

 PRESS RELEASE

Nova klúbburinn hf.: Nova Klúbburinn birtir uppgjör þriðja ársfjórðung...

Nova klúbburinn hf.: Nova Klúbburinn birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 Góð afkoma og mikil tækifæri til vaxtar Rekstur Nova skilaði góðri afkomu á þriðja ársfjórðungi ársins. Heildartekjur voru um 3,5 milljarðar og jukust um 3,7% milli ára, þjónustutekjur námu 2,8 milljörðum og hækkuðu um 1,8%. EBITDA var 1,1 milljarður og lækkaði um 7,4%, EBITDA hlutfallið var 31,6%. Hagnaður fjórðungsins var 228 milljónir og lækkaði um 29,3% milli ára. Helstu niðurstöður á þriðja ársfjórðungi: Heildartekjur voru 3.514 m.kr. og vaxa um 3,7% á milli áraÞjónustutekjur námu samtals 2.761 m.kr. og va...

 PRESS RELEASE

Nova klúbburinn hf: Nova hf. og Sýn hf. undirrita samninga um framsal ...

Nova klúbburinn hf: Nova hf. og Sýn hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreifikerfa í sameiginlegt félag, Sendafélagið ehf. Mikilvægum áfanga náð varðandi framtíðarrekstrarfyrirkomulag SendafélagsinsNova hf. (kt. 531205-0810) og Sýn hf. (kt. 470905-1740) hafa í dag undirritað samstarfssamning og hluthafasamning sem kveða á um framsal 4G og 5G dreifikerfa (e. Radio Access Network eða RAN) félaganna til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850), í þeim tilgangi að ná fram enn meiri hagræðingu í rekstri þessara innviða og auka fjárfestingargetu. Með gildistöku samstarfssamningsins fellur niður...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 43

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 43 Í 43. viku 2025 keypti Nova Klúbburinn hf. 2.400.000 eigin hluti að kaupverði 11.886.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)20.10.202513:20600.0004,972.982.00021.10.202515:29600.0004,962.976.00023.10.202514:18600.0004,962.976.00024.10.202514:53600.0004,922.952.000Samtals2.400.000 11.886.000  Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Nova Klúbbsins sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 12. maí 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluninni nema að hámarki 550 milljó...

 PRESS RELEASE

Nova klúbburinn hf.: Þuríður Björg lætur af störfum hjá Nova

Nova klúbburinn hf.: Þuríður Björg lætur af störfum hjá Nova Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri markaðssóknar hjá Nova, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. Hún hefur starfað hjá Nova frá stofnun og setið í framkvæmdastjórn frá árinu 2017. Þuríður lætur af störfum um næstu mánaðarmót en mun áfram veita félaginu ráðgjöf og styðja við yfirstandandi verkefni. Þuríður er með B.Sc. í Rekstrarverkfræði og er stjórnendamarkþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hóf störf 18 ára gömul í þjónustuveri Nova, við stofnun félagsins, og hefur sinnt margvíslegum verkefnum, m.a....

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 42

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 42 Í 42. viku 2025 keypti Nova Klúbburinn hf. 1.200.000 eigin hluti að kaupverði 5.856.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)14.10.202513:27600.0004,842.904.00015.10.202510:13600.0004,922.952.000Samtals1.200.000 5.856.000  Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Nova Klúbbsins sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 12. maí 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluninni nema að hámarki 550 milljónum kr. að kaupverði og mun áætlunin vera í gildi þar til því hámarki er...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch