NOVA PLATINUM NOVA HF

Nova og Sýn undirrita samkomulag um Sendafélag

Nova og Sýn undirrita samkomulag um Sendafélag

Nova hf., kt. 531205-0810, og Sýn hf., kt. 470905-1740, hafa í dag undirritað samkomulag um helstu atriði fyrirhugaðra samninga um framsal farnetsdreifikerfa Nova hf. og Sýnar hf. til Sendafélagsins ehf., kt. 440515-1850.

Nova hf. og Sýn hf. eru einu hluthafarnir, í jöfnum hlutföllum, í Sendafélaginu ehf., sem var stofnað árið 2015. Sendafélagið ehf. hefur það hlutverk að reka dreifikerfi („RAN“ kerfi, e. Radio Access Network) aðilanna á landsvísu í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu í rekstri og auka fjárfestingargetu í nýjum tæknilausnum. Samkomulagið, sem nú hefur verið undirritað, er hins vegar skref í átt að frekara samstarfi Nova hf. og Sýnar hf. í gegnum Sendafélagið ehf., svo sem ráð var fyrir gert í samningum aðila á árinu 2015, og Nova hf. og Sýn hf. hyggjast nú hrinda í framkvæmd ef endanlegir samningar nást milli aðilanna þar að lútandi. Þannig telja Nova hf. og Sýn hf. að unnt verði að reka RAN kerfi þeirra sem eitt sameiginlegt RAN kerfi, meðal annars á grundvelli þeirra efnisatriða, sem fram koma í samkomulaginu.

Samkvæmt samkomulaginu, sem undirritað var í dag, hafa Nova hf. og Sýn hf. ákveðið að vinna áfram að undirbúningi þess að framselja dreifikerfi sín – þar með talið allan 4G og 5G fjarskiptabúnað sem nú er í eigu aðilanna og tengist RAN kerfinu, þ.e. senda, loftnet, varaafl og annan tilheyrandi og sérhæfðan búnað – til Sendafélagsins ehf. sem endurgjald fyrir hlutafé í Sendafélaginu ehf. og með sölu til Sendafélagsins ehf. gegn greiðslufresti með hluthafaláni (eigendaláni).

Samkvæmt samkomulaginu, sem undirritað var í dag, hafa Nova hf. og Sýn hf. sett sér það markmið að ljúka gerð endanlegra samninga sín í milli og við Sendafélagið ehf. innan 10 vikna frá undirritun samkomulagsins. Í fyrirhuguðum samningum verður nánar kveðið á um framsal Nova hf. og Sýnar hf. á umræddum eignum inn í Sendafélagið ehf., eignarhlutföll aðila, þá þjónustu sem Sendafélagið ehf. mun veita þeim og á hvaða kjörum þjónustan verði veitt og önnur nauðsynleg atriði. Þá er fyrirhugað að aðilar muni gera með sér hluthafasamkomulag varðandi ýmis atriði tengd stjórnarháttum Sendafélagsins ehf., en samkvæmt samkomulaginu munu Nova hf. og Sýn hf. hafa jöfn yfirráð yfir Sendafélaginu ehf., þrátt fyrir að eignarhluföll verði  ekki jöfn.  

Samkomulagið, sem undirritað var í dag, skal falla niður við gerð endanlegs samstarfssamnings aðila um þau atriði sem samkomulagið tekur til, en skal þó í öllu falli falla niður í lok dags þann 31. desember 2025 hafi aðilar ekki gert með sér endanlegan samning á þeim tíma.

Áætluð fjárhagsleg áhrif á rekstur Nova á ársgrunni

Með framangreindu áætlar Nova hf. að EBITDA muni lækka um 930 m.kr. árlega þar sem kostnaður Nova hf. vegna dreifikerfisins sem áður færðist í liðina afskriftir og fjármagnskostnað færist yfir í rekstrarkostnað, áætluð áhrif á EBIT er lækkun um 190 mkr . Samhliða gera áætlanir ráð fyrir að árlegar fjárfestingar Nova hf. muni lækka um 600 m.kr. Eftir að Sendafélagið ehf. hefur lokið endurfjármögnun og gert upp hluthafalán er gert ráð fyrir að hreinar vaxtaberandi skuldir Nova hf. muni lækka um tæplega 1.700 m.kr. Fyrir liggur að  afkoma Sendafélagsins ehf. færist undir liðinn áhrif hlutdeildarfélaga á rekstrarreikningi Nova hf. Samkvæmt núverandi áætlunum verður heildarafkoma þess um 130 m.kr. á ársgrundvelli á fyrsta rekstrarári.

Félagið mun upplýsa um framvindu málsins í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu félagsins. 

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl félagsins .



EN
21/08/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on PLATINUM NOVA HF

 PRESS RELEASE

Nova og Sýn undirrita samkomulag um Sendafélag

Nova og Sýn undirrita samkomulag um Sendafélag Nova hf., kt. 531205-0810, og Sýn hf., kt. 470905-1740, hafa í dag undirritað samkomulag um helstu atriði fyrirhugaðra samninga um framsal farnetsdreifikerfa Nova hf. og Sýnar hf. til Sendafélagsins ehf., kt. 440515-1850. Nova hf. og Sýn hf. eru einu hluthafarnir, í jöfnum hlutföllum, í Sendafélaginu ehf., sem var stofnað árið 2015. Sendafélagið ehf. hefur það hlutverk að reka dreifikerfi („RAN“ kerfi, e. Radio Access Network) aðilanna á landsvísu í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu í rekstri og auka fjárfestingargetu í nýjum tæknilausnum. ...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 33

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 33 Í 33. viku 2025 keypti Nova Klúbburinn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 14.622.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)11.5.202813:15600.0004,842.904.00012.8.202510:37600.0004,872.922.00013.8.202515:26600.0004,872.922.00014.8.202514:05600.0004,852.910.00015.8.202510:29600.0004,942.964.000Samtals3.000.000 14.622.000  Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Nova Klúbbsins sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 12. maí 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluni...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025

Nova Klúbburinn hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025 Áfram stöðugur vöxtur hjá Nova Rekstur Nova skilaði góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi ársins. Heildartekjur voru um 3,4 milljarðar og jukust um 6,2% milli ára. Þjónustutekjur hækkuðu um 7,9% og EBITDA jókst um 9,7%. Hagnaður fjórðungsins var 149 milljónir og eykst um 38,2% milli ára. Helstu niðurstöður á öðrum ársfjórðungi: Heildartekjur voru 3.428 m.kr. og vaxa um 6,2% á milli áraÞjónustutekjur námu samtals 2.718 m.kr. og vaxa um 7,9% á milli ára.EBITDA nam 1.054 m.kr. og vex um 9,7% á milli ára. EBITDA hlutfallið var 30,7% á...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir l...

Nova Klúbburinn hf. - Uppgjör 2. ársfjórðungs 2025 verður birt eftir lokun markaða á morgun, 14. ágúst Nova Klúbburinn hf. birtir árshlutauppgjör annars ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á morgun, fimmtudaginn 14. ágúst. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn föstudaginn 15. ágúst, kl. 8:30, hjá Nova, Lágmúla 9, á 4. hæð. Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri, ásamt Þórhalli Jóhannssyni, fjármálastjóra, kynna uppgjör Nova Klúbbsins og svara fyrirspurnum. Boðið verður uppá beint streymi sem hægt verður að nálgast ásamt kynningarefni á...

 PRESS RELEASE

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 32

Nova Klúbburinn hf.: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 32 Í 32. viku 2025 keypti Nova Klúbburinn hf. 1.200.000 eigin hluti að kaupverði 5.808.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)5.8.202515:21600.0004,822.892.0008.8.202511:24600.0004,862.916.000Samtals1.200.000 5.808.000  Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Nova Klúbbsins sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 12. maí 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluninni nema að hámarki 550 milljónum kr. að kaupverði og mun áætlunin vera í gildi þar til því hámarki er náð...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch