Oculis hækkar lánsheimild sína og fær aðgang að allt að 100 milljónum CHF
ZUG, Sviss, Aug. 01, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Oculis Holding AG (Nasdaq: OCS; XICE: OCS) („Oculis“ eða „félagið“), alþjóðlegt líftæknifyrirtæki með áherslu á nýsköpun við meðferð á augn- og augntaugasjúkdómum í því skyni að mæta verulegum óuppfylltum læknisfræðilegum þörfum, greinir frá því í dag að breytingar hafa verið gerðar á lánssamningi félagsins („breytti lánssamningurinn“) við sjóði í stýringu hjá BlackRock („lánveitandi“).
Breytti lánasamningurinn kemur í stað fyrri lánssamnings, sem gerður var þann 29. maí 2024, á milli Oculis og lánveitanda. Á grundvelli breytta lánssamningsins hefur félagið aðgang að lánalínu upp á 75,0 milljónir CHF (með möguleika á hækkun upp að allt að 100,0 milljónir CHF) („lánið“). Láninu er skipt í þrjá hluta, hver að fjárhæð 25,0 milljónir CHF, auk viðbótarláns að fjárhæð allt að 25,0 milljónir CHF, lánveitandi getur veitt Oculis aðgengi að samkvæmt nánari skilmálum sem aðilar koma sér saman um. Ekki var dregið á lánið við undirritun lánssamningsins.
Aðgangur að viðbótarfjármagninu, til viðbótar við handbært fé félagsins, mun bæta fjárhagslegan sveigjanleika Oculis verulega, er félagið færist nær áföngum fyrir öll þrjú kjarna þróunarlyf félagsins: Samskipti við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) vegna þriggja ábendinga sem rannsakaðar eru með Privosegtor (OCS-05), við bráðri sjóntaugabólgu, NAION (e. non-arteritic anterior ischemic optic neuritis) og á meðferð við bráðum MS-köstum (e. multiple sclerosis), á síðari hluta árs 2025. Fasa 2/3 rannsókn á Licaminlimab (OCS-02) við augnþurrki mun hefjast á síðari hluta árs 2025. Fasa 2/3 rannsókn á Privosegtor (OCS-05) við bráðri sjóntaugabólgu mun hefjast á fyrri hluta árs 2026. Jafnframt munu fyrstu niðurstöður OCS-01 fasa 3 DIAMOND rannsóknar liggja fyrir á öðrum ársfjórðungi 2026, og ef þær niðurstöður verða jákvæðar er fyrsta umsókn Oculis um markaðsleyfi áætluð á síðari hluta ársins 2026.
Riad Sherif M.D., Framkvæmdastjóri Oculis sagði: „Við fögnum því að hafa hækkað lánsheimild okkar samkvæmt eldri lánssamningi við sjóði í stýringu BlackRock, en breytingarnar hafa í för með sér aukið fjárhagslegt svigrúm og tryggja fjárhags- og rekstrarlegan styrk Oculis í framtíðinni. Góð staða handbærs fjár, sem tryggir rekstrarfé félagsins fram á fyrri hluta ársins 2028, styrkist enn frekar á sama tíma og við einbeitum okkur að því að þróa eignasafn okkar og koma byltingarkenndum meðferðarúrræðum til þeirra sem þarfnast þeirra mest.“
Um Oculis
Oculis er alþjóðlegt líftæknifyrirtæki (Nasdaq: OCS / XICE: OCS) með áherslu á nýsköpun við meðferð á augn- og augntaugasjúkdómum í því skyni að mæta verulegum óuppfylltum læknisfræðilegum þörfum. Í klínískri þróun hjá Oculis eru þrjú kjarnalyf sem geta haft byltingarkennd áhrif. Þar á meðal eru: OCS-01, augndropar í skráningarrannsóknum með það að markmiði að verða fyrsta augndropameðferðin fyrir sjónhimnubjúg af völdum sykursýki; Privosegtor (OCS-05), taugaverndandi þróunarlyf í fasa 2 rannsóknum gegn bráðri sjóntaugabólgu, en lyfið kann einnig að hafa víðtæka notkunarmöguleika við öðrum augntaugasjúkdómum og taugasjúkdómum; og Licaminlimab (OCS-02), augndropar sem innihalda TNF-hamlara líftæknilyf, sem vinna gegn augnþurrki með persónulegri lyfjameðferð byggðri á erfðamerki. Höfuðstöðvar Oculis eru í Sviss og félagið er með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og á Íslandi. Stjórnendur félagsins hafa mikla reynslu á sviði lyfjaiðnaðar og hafa náð miklum árangri hver á sínu sviði. Þá standa leiðandi alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir á sviði heilbrigðisvísinda að baki félaginu.
Frekari upplýsingar er að finna á:
Tengiliðir hjá Oculis
Sylvia Cheung, fjármálastjóri
Fjárfestatengsl
LifeSci Advisors
Corey Davis, Ph.D.
Fjölmiðlatengsl
ICR Healthcare
Amber Fennell / David Daley / Sean Leous
Fyrirvarar
Þessi fréttatilkynning er þýðing á enskri útgáfu tilkynningarinnar. Ef misræmi kemur fram gildir orðalag ensku útgáfunnar. Fréttatilkynningin inniheldur staðhæfingar um atburði í framtíðinni (e. forward-looking statements) eins og hugtakið er skilgreint í bandarísku löggjöfinni Private Securities Litigation Reform Act of 1995, sbr. það sem fram kemur í eftirfarandi fyrirvörum á ensku.
Cautionary Statement Regarding Forward Looking Statements
This press release contains forward-looking statements and information. For example, statements regarding the future drawdowns of the Loan, the expected use of proceeds from the Loan, the Company’s expected financial position and cash runway timing, the progress and results of current and future clinical trials, Oculis’ research and development programs, regulatory and business strategy, including planned interactions with the FDA; Oculis’ future development plans; and the timing or likelihood of regulatory filings and approvals are forward-looking. All forward-looking statements are based on estimates and assumptions that, while considered reasonable by Oculis and its management, are inherently uncertain and are inherently subject to risks, variability, and contingencies, many of which are beyond Oculis’ control. These forward-looking statements are provided for illustrative purposes only and are not intended to serve as, and must not be relied on by an investor as, a guarantee, assurance, prediction or definitive statement of a fact or probability. Actual events and circumstances are difficult or impossible to predict and will differ from assumptions. All forward-looking statements are subject to risks, uncertainties and other factors that may cause actual results to differ materially from those that we expected and/or those expressed or implied by such forward-looking statements. Forward-looking statements are subject to numerous conditions, many of which are beyond the control of Oculis, including those outlined in the Risk Factors section of Oculis’ annual report on Form 20-F and any other documents filed with the U.S. Securities and Exchange Commission (the “SEC”). Copies of these documents are available on the SEC’s website, Oculis undertakes no obligation to update these statements for revisions or changes after the date of this release, except as required by law.
