OLGERD OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025 til 31. ágúst 2025

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025 til 31. ágúst 2025

Árshlutareikningur samstæðu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. fyrir tímabilið 1. mars 2025 – 31. ágúst 2025 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi 9. október 2025.

Helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrir annan ársfjórðung fjárhagsársins 2025 eru:

  • Heildarniðurstaða ársfjórðungsins var samkvæmt áætlunum og stendur útgefin afkomuspá fjárhagsársins óbreytt um að EBITDA fjárhagsársins verði 4.800-5.200 millj. kr.
  • Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 2,0% miðað við sama tímabil á síðasta ári.
  • EBITDA ársfjórðungsins var 1.611 millj. kr. og lækkaði um 2,7% á milli ára.
  • Hagnaður eftir skatta var 875 millj. kr. og lækkaði um 54 millj. kr.
  • Iceland Spring og Collab útflutningur hafa neikvæð áhrif á EBITDA sem nemur 143 millj. kr. á tímabilinu miðað við sama fjórðung í fyrra.

Helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrstu 6 mánuði fjárhagsársins 2025 eru:

  • Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 2,7% miðað við sama tímabil á síðasta ári.
  • EBITDA fyrstu 6 mánuðina var 2.581 millj. kr. samanborið við 2.711 millj. kr. árið áður.
  • Útflutningur á vörum Iceland Spring og Collab hefur 264 millj.kr. neikvæð áhrif á EBITDA tímabilsins miðað við sama tímabil árið áður. 
  • Innlendi hluti starfseminnar skilar 5% hærri EBITDA og 8% hærri hagnaði en á sama tímabili í fyrra.
  • Hagnaður eftir skatta var 1.254 millj. kr. samanborið við 1.411 millj. kr. árið áður

Rekstur Q2 2025 (millj. kr.)

Rekstrarreikningur Q2 2025Q2 2025Q2 2024Breyt.% Breyt
Vörusala13.00012.7392612%
Áfengis- og skilagjald3.5343.3691665%
Vörunotkun4.7884.951-164-3%
Annar framleiðslukostnaður250262-12-4%
Framlegð4.4284.1572707%
Aðrar tekjur111100%
Laun og launatengd gjöld1.3701.23913111%
Sölu- og markaðskostnaður78566611918%
Annar kostnaður6736086511%
EBITDA1.6111.656-45-3%
Afskriftir3032713212%
EBIT1.3081.385-77-6%
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga218232-13-6%
Hagnaður fyrir skatta1.0901.154-63-6%
Tekjuskattur215224-9-4%
Hagnaður e skatta875930-54-6%

Framlegð hækkaði um 7% milli ára, sem skýrist bæði af hærri söluhlutdeild eigin vörumerkja og betri árangri í framleiðslu. Um 8% aukning var í sölu til hótela og veitingastaða (Horeca) á ársfjórðungnum. Sala til stórmarkaða jókst um 2% milli ára og 5% vöxtur var í sölu til bensínstöðva og skyndibita.

Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 11% milli ára. Stöðugildum fjölgaði um 23 milli ára og má skýra það með auknum umsvifum í snyrtivöruhluta Danól ásamt innvistun á hluta af vöruhúsastarfsemi og kaffivélaþjónustu. Ölgerðin rekur nú tvö vöruhús og hóf hið nýrra, sem er á Köllunarklettsvegi 6 og er með 14 stöðugildi, starfsemi í febrúar.

Sölu- og markaðskostnaður jókst um 18% milli ára og annar kostnaður um 11%. Samtals jókst  rekstrarkostnaður um 14% milli ára. Markaðssetning á Collab í Þýskalandi hófst á tímabilinu og fellur til kostnaður vegna þess. EBITDA áhrifin af Collab útflutningi á þessum ársfjórðungi voru neikvæð um 108 millj.kr. og 228 millj. kr. á fyrstu 6 mánuðum ársins. Áhrifin á fjárhagsárið í heild sinni verða neikvæð um 350 millj. kr. eins og áður hefur verið gefið út. Neikvæð áhrif á seinni hluta fjárhagsársins eru áætluð 122 millj. kr. samanborið við 197 millj. kr. á seinni hluta síðasta fjárhagsárs.

Fjármagnsliðir stóðu nokkurn veginn í stað á milli ára. Aukin skuldsetning og lægri vextir vega hvort annað upp að mestu leyti.



Efnahagur 31.08.2025 (millj. kr.)

Efnahagur31.8.202528.2.2025Breyt.% Breyt
Eignir35.65433.1842.4707%
Eigið fé17.35816.3759836%
Eiginfjárhlutfall48,7%49,3%-0,6 
     
Vaxtaberandi skuldir og leigusk.9.3688.7196507%
Handbært fé2.1321.27385867%
Nettó vaxtaberandi skuldir og leigusk.7.2377.445-209-3%
EBITDA sl. 12 mán4.9105.040-130-3%
NIBD/EBITDA sl. 12 mán1,471,48-0,01 

Nettó vaxtaberandi skuldir, að viðbættri húsaleiguskuldbindingu, voru 7.237 millj. kr. í lok annars ársfjórðungs. Það er lækkun um 209 millj. kr. frá upphafi fjárhagsársins. Síðasta dag ársfjórðungsins bar upp á helgidag og gjalddagi hárra viðskiptakrafna eins og hjá ÁTVR færðist yfir í september. Þetta þarf að hafa í huga þegar efnahagsliðir eru bornir saman við stöðuna í upphafi fjárhagsársins.

Meðalvextir skulda samstæðunnar í íslenskum krónum voru 9,2% í lok annars ársfjórðungs.

Rekstur 6 mán 2025 (millj. kr.)

Rekstrarreikningur 6 m 202520252024Breyt.% Breyt
Vörusala24.60923.9726363%
Áfengis- og skilagjald6.5556.2173395%
Vörunotkun9.1579.270-113-1%
Annar framleiðslukostnaður48948182%
Framlegð8.4088.0054035%
Aðrar tekjur1618-2-9%
Laun og launatengd gjöld2.8432.56028311%
Sölu- og markaðskostnaður1.6831.5511329%
Annar kostnaður1.3161.20011610%
EBITDA2.5812.711-130-5%
Afskriftir6035485510%
EBIT1.9782.163-185-9%
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga416428-12-3%
Hagnaður fyrir skatta1.5621.735-173-10%
Tekjuskattur308324-16-5%
Hagnaður e skatta1.2541.411-157-11%

Á fyrri helmingi fjárhagsársins jókst framlegð samstæðunnar um 5% en EBITDA samstæðunnar dróst saman um 5%.   Rekstur Iceland Spring þyngdist á fyrstu 6 mánuðunum miðað við sama  tímabil á síðasta ári vegna beinna og óbeinna áhrifa af tollasetningu í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir hafa samþykkt hærri verð frá 1. september. Sá kostnaður sem ákveðið var að leggja út í vegna markaðssetningar á Collab erlendis litar rekstrarniðurstöðu. Sé horft framhjá útflutningi á Collab og Iceland Spring hækkar rekstrarhagnaður (EBITDA) innlendu starfseminnar um 134 millj. kr. milli ára eða 5%, og hagnaður eftir skatta um 102 millj. kr. eða 8%. Sjá nánar í töflu hér að neðan:

Rekstur 6 mán 2025 (millj. kr.) án Iceland Spring og Collab útflutnings

Rekstrarreikningur 6 m 2025 (innlend starfsemi)20252024Breyt.% Breyt
Vörusala23.38122.7146673%
Áfengis- og skilagjald6.5556.2173395%
Vörunotkun8.3188.543-225-3%
Annar framleiðslukostnaður400386144%
Framlegð8.1087.5685407%
Aðrar tekjur16,518,0-1,6-9%
Laun og launatengd gjöld2.7772.51126611%
Sölu- og markaðskostnaður1.3921.332604%
Annar kostnaður1.2181.140787%
EBITDA2.7372.6031345%
Afskriftir5825255811%
EBIT2.1542.078774%
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga387395-8-2%
Hagnaður fyrir skatta1.7671.682855%
Tekjuskattur301318-18-6%
Hagnaður e skatta1.4661.3641028%

Fjárfestingar

Vinna við stækkun vöruhúss félagsins við Köllunarklettsveg 6 stendur yfir og gera stjórnendur ráð fyrir að viðbótin verði tekin í notkun í byrjun næsta fjárhagsárs. Á fyrri helmingi ársins var fjárfest í verkefninu fyrir 284 millj. kr. Talsvert kostnaðarhagræði skapast á næsta fjárhagsári þegar starfsemi er komin á fullt. Fjárfestingar í öðrum varanlegum rekstrarfjármunum námu 562 millj. kr. á tímabilinu sem er heldur minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Stærsta einstaka fjárfesting tímabilsins var endurnýjun á loftræsingu í framleiðsluhluta að Grjóthálsi 9.

Eins og áður hefur komið fram var gengið frá kaupum á Ankra ehf. í apríl. Umsamið heildarvirði félagsins vegna kaupanna var 641 millj. kr.

Kaup félagsins á Gæðabakstri og Kjarnavörum bíða samþykktar Samkeppniseftirlitsins. Búist er við niðurstöðu í desember.

Aðrar fréttir í starfseminni:

Rekstur Iceland Spring var undir áætlunum stjórnenda og má rekja það annars vegar til áhrifa innflutningstolla sem setja mark sitt á eftirspurn í Bandaríkjunum og hins vegar til gengis dollars gagnvart íslensku krónunni, en þessir tveir þættir munu hafa áhrif á rekstraruppgjör í íslenskum krónum.

Collab útflutningur gengur samkvæmt áætlun. Í Danmörku er varan seld í um 600 verslunum auk annarra smærri útsölustaða svo sem mötuneyta og söluturna. Veltuhraði í verslunum er í samræmi við væntingar.

Sala í Þýskalandi hófst í byrjun júní og er varan nú seld í um 700 verslunum í norður Þýskalandi – einkum í Hamborg og nágrenni og eru fyrstu viðtökur í samræmi við áætlanir. Sala hefst í Austurríki í október og er áætlað að varan verði fáanleg á yfir 1100 útsölustöðum.

Deiliskipulag á Hólmsheiði hefur tekið gildi. Sem stendur er verið að undirbúa útboð á hönnun gatna og veitna á svæðinu. Miðað er við að hefja framkvæmdir við veitu- og gatnagerð næsta sumar.

Vöruþróun Ölgerðarinnar hefur gengið afar vel eins og áður.  Kristall+ var settur á markað á tímabilinu og eru viðtökur góðar. Boli X heldur áfram að sækja í sig veðrið og var með 3,8% markaðshlutdeild á tímabilinu og sjötti mest seldi bjórinn í verslunum ÁTVR.

Vörusala það sem af er þriðja ársfjórðungi er rúmlega 13% meiri en á sama tímabili í fyrra og má rekja hluta þess til tilflutnings milli fjórðunga og að jólavara er fyrr á ferðinni.

Sala á snyrtivörum jókst á tímabilinu og ljóst að tilkoma Luxe hluta L‘Oreal styrkir snyrtivöruhluta Danól verulega. 

Þá setti Ölgerðin Kærleikskristal á markað í byrjun júní, en allur ágóði af sölunni rann óskiptur til Minningarsjóðs Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem mun fjármagna húsnæði Bryndísarhlíðar, miðstöðvar fyrir börn sem mátt hafa þola ofbeldi. Bónus, Krónan, Hagkaup, Samkaup og N1 gáfu einnig sinn ágóða af sölu vörunnar. Alls söfnuðust um 15 millj. kr. í þetta góða verkefni.

„Félagið heldur áfram öflugri vöruþróun sem skilar sér í virðisauka og vexti fyrir Ölgerðina.  Það er ánægjulegt að sjá glæsilegan árangur í sölu á Bola X sem hefur á einu ári skipað sér sess sem einn af söluhæstu bjórum landsins. Ég er einnig afar stoltur af því að nýlega var gengið frá kaupréttarsamningum við starfsfólk. Kaupréttirnir ná til allra fastráðinna og dótturfélaga þess og fær hver kaupréttarhafi rétt til að kaupa hluti fyrir að hámarki 750.000 krónur einu sinni á ári í þrjú ár. Þegar Ölgerðin var skráð í Kauphöll árið 2022 fékk starfsfólk hlutabréfagjöf að upphæð 500.000 krónur sem reyndist afar farsæl ákvörðun.  Kaupréttaráætlunin er rökrétt framhald og undirstrikar mikilvægi trausts og ánægðs starfsfólks“, segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Afkomutilkynning fyrir tímabilið 1. mars 2025 – 30. nóvember 2025 (9 mánaða uppgjör) verður birt 18. desember 2025.

Nánari upplýsingar veita:

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, í síma 665-8010

Jón Þorsteinn Oddleifsson, fjármálastjóri, í síma 820-6491

Viðhengi



EN
09/10/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Birting grunnlýsingar

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Birting grunnlýsingar Ölgerðin hefur birt grunnlýsingu í tengslum við útgáfuramma víxla og skuldabréfa. Grunnlýsingin er dagsett 9. október 2025, staðfest af fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands, gefin út á íslensku og birt á vefsíðu Ölgerðarinnar, . Grunnlýsingin er hér meðfylgjandi en hana má jafnframt nálgast á vefsíðunni næstu tíu ár frá staðfestingu hennar. Íslandsbanki hf. hafði umsjón með því ferli að fá lýsinguna staðfesta hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Nánari upplýsingar veitir:Jón Þorsteinn Oddleifsson, fjármálastjóri,  Viðhengi...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Fjárfestakynning

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Fjárfestakynning Meðfylgjandi er fjárfestakynninng Ölgerðarinnar fyrir 1. mars 2025 til 31. ágúst 2025. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025 til 31. ágúst 2025 Árshlutareikningur samstæðu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. fyrir tímabilið 1. mars 2025 – 31. ágúst 2025 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi 9. október 2025. Helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrir annan ársfjórðung fjárhagsársins 2025 eru: Heildarniðurstaða ársfjórðungsins var samkvæmt áætlunum og stendur útgefin afkomuspá fjárhagsársins óbreytt um að EBITDA fjárhagsársins verði 4.800-5.200 millj. kr.Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 2,0% miðað við sama tímabil ...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Upplýsingar um birtingu uppgjörs fy...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Upplýsingar um birtingu uppgjörs fyrir tímabilið 1. mars 2025 - 31. ágúst 2025 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. mun birta árshlutauppgjör félagsins fyrir tímabilið 1. mars 2025 til 31. ágúst 2025, eftir lokun markaða fimmtudaginn 9. október 2025. Kynningarfundur vegna uppgjörsins verður haldinn sama dag, fimmtudaginn 9. október 2025, klukkan 16:30. Á fundinum kynna stjórnendur rekstur og afkomu félagsins og svara spurningum. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík. Fundinum verður einnig streymt.

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD260324

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD260324 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur lokið sölu á nýjum sex mánaða víxli, OLGERD260324 fyrir 1.020 m.kr. að nafnverði á kjörum sem samsvara 8,00% flötum vöxtum, en stefnt er að víxillinn verði tekinn til viðskipta og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland. Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var sömuleiðis undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðs...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch