OLGERD OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Ölgerðin kaupir Ankra

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Ölgerðin kaupir Ankra

Skrifað hefur verið undir samning um kaup Ölgerðarinnar á öllu hlutafé í Ankra ehf. („Ankra“ eða „fyrirtækið“) sem séð hefur Ölgerðinni fyrir kollageni síðan 2019. Heildarvirði Ankra í viðskiptunum nemur 600 milljónum króna. Kollagen frá Ankra hefur verið notað við framleiðslu á virknidrykknum Collab og hefur fyrirtækið fengið réttindagreiðslur vegna þess bæði á Íslandi og á erlendum mörkuðum. Jákvæð áhrif kaupanna á EBITDA Ölgerðarinnar á næsta fjárhagsári eru áætluð um 100 milljónir króna. Stærsti eigandi Ankra fyrir viðskiptin er Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og annar stofnenda Ankra og hefur verið samið um að hún muni verða Ölgerðinni til ráðgjafar og aðstoði við útflutning á Collab næstu tvö árin.

Það er afar ánægjulegt að samningar um kaup Ölgerðarinnar á Ankra hafi náðst og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Hrönn í þeirri vegferð að gera Collab enn stærra. Rúm sex ár eru síðan Hrönn bankaði upp á hjá okkur með þá hugmynd að gera drykk sem innihéldi kollagen sem unnið væri úr íslensku fiskroði. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Collab selt meira en 40 milljónir dósa, unnið til alþjóðlegra verðlauna og vakið mikla athygli. Collab hefur verið fáanlegt í Danmörku um hríð og markaðssókn er að hefjast í Þýskalandi í vor,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

„Frá stofnun til dagsins í dag hefur Ankra notað yfir 2.500 tonn af fiskroði, sem áður var hent og þannig aukið verðmæti hliðarafurða íslenska fisksins töluvert við sköpun fyrsta flokks kollagenvara. Við erum mjög stolt af því og þeim árangri sem Collab hefur náð á svo skömmum tíma í þessu árangursríka samstarfi. Það verður ánægjulegt að fylgjast með áframhaldandi uppbyggingu Ölgerðarinnar á Collab erlendis og taka þátt í þeirri vegferð. Á sama tíma er ég spennt fyrir því að leggja áherslu mína á Feel Iceland og halda áfram að þróa sjálfbærar kollagen fæðubótavörur af bestu gæðum úr íslensku fiskroði og sjávarafurðum,“ segir Hrönn Margrét Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Ankra.

Hrönn mun á sama tíma kaupa vörumerkið Feel Iceland út úr rekstri Ankra og halda áfram rekstri þessi í sérstöku félagi, en Ölgerðin hefur ótímabundinn rétt til notkunar vörumerkisins við framleiðslu og markaðssetningu á drykknum Collab.

ARMA Advisory, IUS Lögmannsstofa og LOGOS veittu aðilum ráðgjöf í viðskiptunum.

Kaupin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar / 412 8000



EN
21/02/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OLGERDIN EGILL SKALLAGRIMSSON HF.

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Afkomutilkynning fyrir 1. mars 2025 til 30. nóvember 2025 Helstu niðurstöður stjórnendauppgjörs fyrir þriðja ársfjórðung fjárhagsársins 2025 (Q3) eru: Spáð EBITDA fjárhagsársins hækkar í 5.000-5.200 millj. kr. sem skýrist af innkomu Gæðabaksturs og Kjarnavara í samstæðu Ölgerðarinnar frá 1. desember 2025 en á móti koma lakari horfur hjá Iceland Spring.Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 7,3% miðað við sama tímabil á síðasta ári. EBITDA ársfjórðungsins var 1.260 millj. kr. og hækkaði um 8,6% á milli ára.EBITDA Iceland Spring og Collab útflutnings lækk...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Flöggun - Brú lífeyrissjóður starfs...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Flöggun - Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Samkeppniseftirlitið telur ekki for...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til þess að aðhafast frekar vegna kaupa Ölgerðarinnar á Kjarnavörum Vísað er til tilkynningar, dags. 28. febrúar 2025, um samkomulag Ölgerðarinnar um kaup á Kjarnavörum. Félaginu hefur í dag borist bréf þar sem fram kemur að Samkeppniseftirlitið telji ekki tilefni til frekari rannsóknar eða íhlutunar í samrunamálinu, og ljúki þar með meðferð þess. Nánari upplýsingar veitir:Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar  / 412 8000

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD260513

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Útgáfa á víxlum - OLGERD260513 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur lokið sölu á nýjum sex mánaða víxli, OLGERD260513 fyrir 500 m.kr. að nafnverði á kjörum sem samsvara 7,80% flötum vöxtum, en stefnt er að víxillinn verði tekinn til viðskipta og skráður í kauphöll Nasdaq Iceland. Ekki var um almennt útboð að ræða. Útboðið var sömuleiðis undanþegið gerð lýsingar á grundvelli a, c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðski...

 PRESS RELEASE

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Samkeppniseftirlitið telur ekki for...

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til þess að aðhafast frekar vegna kaupa Ölgerðarinnar á Gæðabakstri Vísað er til tilkynningar, dags. 22. janúar 2025, um samkomulag Ölgerðarinnar um kaup á Gæðabakstri. Félaginu hefur í dag borist bréf þar sem fram kemur að Samkeppniseftirlitið telji ekki tilefni til frekari rannsóknar eða íhlutunar í samrunamálinu, og ljúki þar með meðferð þess. Ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins varðandi kaup Ölgerðarinnar á Kjarnavörum er að vænta í lok desember 2025. Nánari upplýsingar veitir:Andri Þór Guðmundsson, forstjóri ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch