ORIGO Origo Hf

Origo hf. - Jón Björnsson nýr forstjóri Origo

Origo hf. - Jón Björnsson nýr forstjóri Origo

Reykjavík, 18. júní 2020 

Stjórn Origo hf. hefur ráðið Jón Björnsson sem forstjóra félagsins og mun hann hefja störf hjá félaginu þann 21. ágúst næstkomandi.

Jón Björnsson hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og umbreytingarverkefnum bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Jón gegndi síðast starfi forstjóra Festi og Krónunnar en hefur áður gegnt forstjórastarfi bæði hjá Magasin du Nord og Högum.

Jón situr m.a. í stjórnum Boozt.com og Klappir Grænar Lausnir.

Jón Björnsson

„Þetta er mest spennandi bransinn í dag og Origo stendur á mjög áhugaverðum stað á sinni vegferð. Félagið hefur einstaka blöndu af hugviti, mannauð, þekkingu og reynslu á þessum markaði sem hefur skilað árangri bæði hérlendis og erlendis.

Það er tilhlökkun að fá að taka næstu skref með starfsfólki Origo.“

Hjalti Þórarinsson, stjórnarformaður

„Við erum einstaklega ánægð með að fá Jón Björnsson til liðs við okkur hjá Origo og teljum leiðtogahæfileika hans ásamt reynslu af alþjóðarekstri og stefnumótun mikilvæga eiginleika til að leiða fyrirtækið áfram inn í framtíðina.

Þegar við tókum ákvörðun um að sameina nokkur vörumerki undir nafni Origo, þá vissum við að þetta yrði stórt verkefni en mjög mikilvægt til að geta boðið viðskiptavinum okkar uppá heildarlausnir.

Finnur Oddsson leiddi þetta verkefni einstaklega vel, samhliða því að selja hluta Tempo. Vegferðin hefur skapað nýjan rekstrargrundvöll og við óskum Finni velfarnaðar í nýju starfi.

Undanfarnir mánuðir hafa sýnt okkur hvað sérfræðiþekking okkar í rekstrarþjónustu, viðskiptagreind og ýmsum fjarfundalausnum er mikilvæg grunnþjónusta viðskiptalífsins. Þessi sérstaða, ásamt sterku eignasafni í hugbúnaðarlausnum myndar tækifæri sem ná út fyrir landsteinana. Við hlökkum til að vinna með Jóni á komandi misserum við að auka uppsprettu nýrra tækifæra hjá Origo.

Við bjóðum Jón innilega velkominn til starfa.“



Nánari upplýsingar gefur Hjalti Þórarinsson





EN
18/06/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Origo Hf

 PRESS RELEASE

Origo hf. - Viðskipti stjórnenda -

Origo hf. - Viðskipti stjórnenda - Sjá meðfylgjandi tilkynningu um viðskipti stjórnenda. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Origo hf. Uppgjör 3F 2020: 16% tekjuvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins

Origo hf. Uppgjör 3F 2020: 16% tekjuvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins Reykjavík 21. október 2020 Helstu fjárhagsupplýsingar:       Helstu fréttir úr starfsemi:-Sala á vöru og þjónustu nam 3.983 mkr á þriðja ársfjórðungi 2020 (15,0% tekjuvöxtur frá F3 2019) og 12.156 mkr fyrstu níu mánuði ársins 2020 (15,7% tekjuvöxtur frá 9M 2019) [F3 2019: 3.463 mkr, 9M 2019: 10.509 mkr]          Tekjur allra sviða hafa aukist og afkoma batnað. -Framlegð 1.000 mkr(25,1%) á 3F og 2.984 mkr(24,5%) á 9M 2020[F3 2020:747mkr(21,6%), 9M 2019:2.520 mkr(24,0%)] H...

 PRESS RELEASE

Origo hf. – Fjárfestakynning 22. október 2020 kl. 08:30 - Rafrænn kynn...

Origo hf. – Fjárfestakynning 22. október 2020 kl. 08:30 - Rafrænn kynningarfundur - Reykjavík, 15 október 2020 Origo hf. heldur rafrænan kynningarfund fyrir hluthafa og fjárfesta vegna uppgjörs 3. ársfjórðungs félagsins fimmtudaginn 22 .október næstkomandi.  Á fundinum munu Jón Björnsson forstjóri og Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs kynna rekstur og afkomu félagsins og svara fyrirspurnum. Kynningin hefst kl. 08:30 og fer fram í gegnum fjarfundabúnað, en einnig verður hægt að fylgjast með netstreymi af fundinum. Skráning fer fram hér:   ...

 PRESS RELEASE

Origo hf. - Breytingar á framkvæmdarstjórn Applicon AB

Origo hf. - Breytingar á framkvæmdarstjórn Applicon AB Reykjavík, 30.september 2020 Victoria Sundberg hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri hjá Applicon AB í Svíþjóð, dótturfélags Origo hf. Victoria hefur víðtæka reynslu á sviði upplýsingatækni fyrir fjármálastofnanir. Hún hefur m.a leitt svið Greiðslu og Kjarnakerfa  fyrir fjármálastofnanir hjá Crosskey Banking Solutions AB LTD. Victoria mun hefja störf á fjórða ársfjórðungi 2020 og  Hakon Nyberg mun áfram leiða félagið tímabundið þangað til hún hefur störf. Ingimar Bjarnason, Stjórnarformaður Applicon AB: „Reynsla Victor...

 PRESS RELEASE

Origo hf. Fjárfestakynning 1H 2020 - 30.06.2020

Origo hf. Fjárfestakynning 1H 2020 - 30.06.2020 Reykjavík 27. ágúst 2020 Sjá meðfylgjandi viðhengi. Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch