ORIGO Origo Hf

Origo hf. - Uppgjör á fyrri árshelming 2020 - 16% tekjuvöxtur á fyrri árshelming -

Origo hf. - Uppgjör á fyrri árshelming 2020 - 16% tekjuvöxtur á fyrri árshelming -

REYKJAVÍK - 26. ágúst 2020 - Origo kynnti í dag uppgjör fyrir fyrri árshelming 2020



Helstu fjárhagsupplýsingar:             Helstu fréttir úr starfsemi:
  • Sala á vöru og þjónustu nam 3.897 mkr á öðrum ársfjórðungi 2020 (11,6% tekjuvöxtur frá F2 2019) og 8.174 mkr á fyrri árshelmingi árið 2020 (16,0% tekjuvöxtur frá 1H 2019) [F2 2019: 3.493 mkr, 1H 2019: 7.046 mkr]
  • Góður tekjuvöxtur var hjá öllum starfsþáttum Origo
  • Framlegð nam 934 mkr (24,0%) á öðrum ársfjórðungi og 1.984 mkr (24,3%) á fyrri árshelmingi [F2 2020: 851 mkr (24,4%), 1H 2019: 1.773 mkr (25,2%)]
  • Hugbúnaðarlausnir frá Origo hafa gegnt lykilhlutverki í skimun og prófunum á landamærum. Þar hefur reynsla og þekking Origo á umhverfi heilbrigðisþjónustunnar, hugbúnaðarþróunar og samtengingu stafrænna lausna stutt við aðgerðir stjórnvalda
  • EBITDA nam 123 mkr (3,2%) á öðrum ársfjórðungi og 360 mkr (4,4%) á fyrri árshelmingi 2020 [F2 2019: 213 mkr (6,1%), 1H 2019: 451 (6,4%)]
  • Fyrsta leyfið af Servado var selt  í gegnum Markaðstorg Atlassian til símafyrirtækisins Rogers í Kanada
  • EBITDA leiðrétt fyrir einskiptislaunakostnaði tengdum skipulagsbreytingum og breytingum á framkvæmdarstjórn, sem er að fullu gjaldfærður á tímabilinu 2020, nam 253 mkr (6,5%) og 527 mkr (6,4%) á fyrri árshelmingi
  • Félagið lauk tveimur stórum SAP S/4 HANA innleiðingaverkefnum innanlands og erlendis á áætlun á fjórðungnum. Innleiðingarnar fóru alfarið fram í fjarvinnu.
  • Þýðingarmunur vegna starfsemi dóttur- og hlutdeildarfélaga var neikvæður um 50 mkr á öðrum ársfjórðungi en jákvæður um 410 mkr á fyrri árshelmingi 2020 [F2 2019: 39 mkr, 1H 2019: 188 mkr]
  • Mikil eftirspurn var eftir lausnum sem tengjast fjarvinnu, fjarkennslu, sjálfsafgreiðslu. Margir viðskiptavinir hafa aukið veg fjarfunda með uppsetningu eða uppfærslu á lausnum fyrir fundarherbergi.
  • Heildartap nam 53 mkr á öðrum ársfjórðungi en heildarhagnaður fyrri árshelmings nam 371 mkr [F2 2019: 138 mkr, 1H 2019: 351 mkr]
  • Jón Björnsson tekur við starfi forstjóra Origo hf



 Ágætur tekjuvöxtur var á fyrri helmingi ársins 2020 eða um 16% samanborið við sama tímabili í fyrra. Heildarhagnaður nam 371 mkr og EBITDA nam 360 mkr en tekið tillit til einskiptislaunakostnaðar vegna skipulagsbreytinga og breytinga á framkvæmdarstjórn sem er að fullu gjaldfærð á tímabilinu nam leiðrétt EBITDA 526 mkr á fyrri árshelmingi sem er 17% hækkun frá sama tímabili árið 2019.

COVID-19 faraldurinn hefur haft áhrif á ýmsa þætti í starfsemi Origo. Sem dæmi hefur eftirspurn eftir fjarvinnu- og fjarfundalausnum verið mikil. Ljóst er að fyrirtæki og stofnanir eru að aðlaga starfsemi sína hratt að nýjum veruleika og nýta til þess tæknilausnir í miklum mæli. Þá hefur Origo gegnt stóru hlutverki í lausnum og búnaði fyrir COVID-19 skimun og prófanir á landamærum landsins. Þar hefur reynsla og þekking Origo á umhverfi heilbrigðisþjónustu, hugbúnaðarþróunar og samtengingu stafrænna lausna stutt við aðgerðir stjórnvalda.

Á sama tíma hefur verið samdráttur hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem dregið hefur úr tekjum og afkomu í rekstrarþjónustu og sölu á ferðalausnum. Brugðist hefur við þessum aðstæðum með því að hagræða eins og kostur er og hjálpa viðskiptavinum að laga sig að breyttum aðstæðum, svo sem í formi aukinnar sjálfvirkni.

Horfur Origo eru áfram góðar. Við gerum ráð fyrir ágætri eftirspurn eftir lausnum Origo en ljóst er að óvissa í efnahagslífinu getur haft áhrif á ýmsa þætti í starfsemi okkar út frá afkomu og gengi viðskiptavina félagsins.

Viðhengi

EN
26/08/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Origo Hf

 PRESS RELEASE

Origo hf. - Viðskipti stjórnenda -

Origo hf. - Viðskipti stjórnenda - Sjá meðfylgjandi tilkynningu um viðskipti stjórnenda. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Origo hf. Uppgjör 3F 2020: 16% tekjuvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins

Origo hf. Uppgjör 3F 2020: 16% tekjuvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins Reykjavík 21. október 2020 Helstu fjárhagsupplýsingar:       Helstu fréttir úr starfsemi:-Sala á vöru og þjónustu nam 3.983 mkr á þriðja ársfjórðungi 2020 (15,0% tekjuvöxtur frá F3 2019) og 12.156 mkr fyrstu níu mánuði ársins 2020 (15,7% tekjuvöxtur frá 9M 2019) [F3 2019: 3.463 mkr, 9M 2019: 10.509 mkr]          Tekjur allra sviða hafa aukist og afkoma batnað. -Framlegð 1.000 mkr(25,1%) á 3F og 2.984 mkr(24,5%) á 9M 2020[F3 2020:747mkr(21,6%), 9M 2019:2.520 mkr(24,0%)] H...

 PRESS RELEASE

Origo hf. – Fjárfestakynning 22. október 2020 kl. 08:30 - Rafrænn kynn...

Origo hf. – Fjárfestakynning 22. október 2020 kl. 08:30 - Rafrænn kynningarfundur - Reykjavík, 15 október 2020 Origo hf. heldur rafrænan kynningarfund fyrir hluthafa og fjárfesta vegna uppgjörs 3. ársfjórðungs félagsins fimmtudaginn 22 .október næstkomandi.  Á fundinum munu Jón Björnsson forstjóri og Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs kynna rekstur og afkomu félagsins og svara fyrirspurnum. Kynningin hefst kl. 08:30 og fer fram í gegnum fjarfundabúnað, en einnig verður hægt að fylgjast með netstreymi af fundinum. Skráning fer fram hér:   ...

 PRESS RELEASE

Origo hf. - Breytingar á framkvæmdarstjórn Applicon AB

Origo hf. - Breytingar á framkvæmdarstjórn Applicon AB Reykjavík, 30.september 2020 Victoria Sundberg hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri hjá Applicon AB í Svíþjóð, dótturfélags Origo hf. Victoria hefur víðtæka reynslu á sviði upplýsingatækni fyrir fjármálastofnanir. Hún hefur m.a leitt svið Greiðslu og Kjarnakerfa  fyrir fjármálastofnanir hjá Crosskey Banking Solutions AB LTD. Victoria mun hefja störf á fjórða ársfjórðungi 2020 og  Hakon Nyberg mun áfram leiða félagið tímabundið þangað til hún hefur störf. Ingimar Bjarnason, Stjórnarformaður Applicon AB: „Reynsla Victor...

 PRESS RELEASE

Origo hf. Fjárfestakynning 1H 2020 - 30.06.2020

Origo hf. Fjárfestakynning 1H 2020 - 30.06.2020 Reykjavík 27. ágúst 2020 Sjá meðfylgjandi viðhengi. Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch