REGINN Reginn hf

Heimar hf.: Heimar undirrita kaupsamning um hlutafé í Grósku

Heimar hf.: Heimar undirrita kaupsamning um hlutafé í Grósku

Heimar hf. („Heimar“ eða „félagið“) hafa í dag undirritað samning um kaup á öllu hlutafé Grósku ehf. („Gróska“) og Gróðurhússins ehf. („Gróðurhúsið“) („viðskiptin“). 

Gróska á fasteignina Grósku að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík, samfélag nýsköpunar og eina stærstu og metnaðarfyllstu skrifstofubyggingu landsins. Fasteignin er um 18.600 m2 að stærð ásamt 6.200 m2 bílakjallara með 205 stæðum, eða samtals um 24.800 m2. Gróðurhúsið rekur sprotasetur og vinnurými í fasteigninni. 

Meðal leigutaka í Grósku eru leikjaframleiðandinn CCP, bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið NetApp, Vísindagarðar Háskóla Íslands, World Class, Íslandsstofa og fjölmörg önnur fyrirtæki sem eru í fararbroddi íslenskrar nýsköpunar. Samsetning leigutaka stuðlar að fjölbreyttu mannlífi í húsinu sem rímar vel við einkennisorð Heima um að „lifa, leika, starfa“. 

Staðsetning Grósku í nálægð við vísindasamfélagið í Vatnsmýri er einstök og var ein helsta ástæða þess að Heimar höfðu áhuga á að eignast fasteignina. Félagið leggur áherslu á að byggja upp kjarna á nýjum svæðum sem eru líkleg til að leika lykilhlutverk í borgarþróun á komandi árum og áratugum. 

Vísað er til tilkynningar Heima til kauphallar, dags. 6. febrúar 2025, þess efnis að gengið hafi verið frá samkomulagi um meginskilmála viðskiptanna en kaupsamningurinn byggir á umræddu samkomulagi. Kaupverðið greiðist eins og áður hefur verið tilkynnt um með útgáfu og afhendingu 258 milljón nýrra hluta í Heimum og var stjórn veitt heimild til að gefa hlutina út á aðalfundi félagsins þann 11. mars sl. 

Kaupsamningurinn er háður hefðbundnum skilyrðum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 

Uppbyggingaraðilar og eigendur Grósku verða eftir kaupin stærstu hluthafar Heima. 

Frekari grein verður gerð fyrir viðskiptunum á síðari stigum eftir því sem tilefni er til og samræmi við lögbundna upplýsingagjöf félagsins. 

LEX er ráðgjafi Heima í viðskiptunum og LOGOS ráðgjafi hluthafa Grósku og Gróðurhússins. 

Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, s. 821 0001 





EN
23/04/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Heimar Signs Share Purchase Agreement for Gróska

Heimar hf.: Heimar Signs Share Purchase Agreement for Gróska Heimar hf. (“Heimar” or the “Company”) has today signed an agreement to acquire all shares in Gróska ehf. (“Gróska”) and Gróðurhúsið ehf. (“Gróðurhúsið”) (the “Transaction”).  Gróska owns the property Gróska at Bjargargata 1, 102 Reykjavík – an innovation hub and one of Iceland’s largest and most ambitious office buildings. The property comprises approximately 18,600 m², plus a 6,200 m² underground parking garage with 205 spaces, totaling approximately 24,800 m². Gróðurhúsið operates an incubator and coworking facilities within ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Heimar undirrita kaupsamning um hlutafé í Grósku

Heimar hf.: Heimar undirrita kaupsamning um hlutafé í Grósku Heimar hf. („Heimar“ eða „félagið“) hafa í dag undirritað samning um kaup á öllu hlutafé Grósku ehf. („Gróska“) og Gróðurhússins ehf. („Gróðurhúsið“) („viðskiptin“).  Gróska á fasteignina Grósku að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík, samfélag nýsköpunar og eina stærstu og metnaðarfyllstu skrifstofubyggingu landsins. Fasteignin er um 18.600 m2 að stærð ásamt 6.200 m2 bílakjallara með 205 stæðum, eða samtals um 24.800 m2. Gróðurhúsið rekur sprotasetur og vinnurými í fasteigninni.  Meðal leigutaka í Grósku eru leikjaframleiðandinn CCP, ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Regular Notification of Share Buybacks in Accordance with ...

Heimar hf.: Regular Notification of Share Buybacks in Accordance with the Buyback Program In week 16, Heimar hf. (“Heimar”) purchased 2,000,000 own shares at a total purchase price of 70,250,000 ISK, as follows: DateTimeShares PurchasedTransaction Price (Rate)Purchase Price (ISK)16.4.202514:59500,00034.617,300,00017.4.202514:51500,00035.117,550,00018.4.202512:271,000,00035.435,400,000Total 2,000,000 70,250,000 The transactions are in accordance with Heimar’s buyback program, which was announced on April 8, 2025. According to the program, the buybacks will amount to a maximum of ISK 500,000,...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi vi...

Heimar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í viku 16 keypti Heimar hf. („Heimar“) 2.000.000 eigin hluti að kaupverði 70.250.000 kr. í samræmi við eftirfarandi: DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)16.4.202514:59500.00034,617.300.00017.4.202514:51500.00035,117.550.00018.4.202512:271.000.00035,435.400.000Samtals 2.000.000 70.250.000 Viðskiptin eru í samræmi við endurkaupaáætlun Heima sem tilkynnt var um þann 8. apríl 2025. Endurkaup munu samkvæmt áætluninni nema að hámarki 500.000.000 kr. að kaupverði og mun áætlunin vera...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Regular Notification of Share Buybacks in Accordance with ...

Heimar hf.: Regular Notification of Share Buybacks in Accordance with the Buyback Program In week 15, Heimar hf. (“Heimar”) purchased 1,645,000 own shares at a total purchase price of 56,164,000 ISK, as follows: DateTimeShares PurchasedTransaction Price (Rate)Purchase Price (ISK)10.4.202510:16250,00034.48,600,00010.4.202511:2110,94734.2374,38710.4.202511:5050034.217,10010.4.202511:5048,33434.21,653,02310.4.202511:5548,33434.21,653,02310.4.202512:0320034.26,48010.4.202512:405,84834.2200,00210.4.202513:3720034.26,84010.4.202513:59135,63734.24,638,78511.4.202509:32145,00033.24,814,00011.4.2025...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch