REGINN Reginn hf

Heimar hf.: NIB veitir Heimum fjármögnun

Heimar hf.: NIB veitir Heimum fjármögnun

Heimar hf. („Heimar“ eða „félagið“) hafa undirritað lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann („NIB“). Lánið er til 12 ára að fjárhæð 4,5 ma.kr. og er verðtryggt.

Lánið er veitt til fjármögnunar á þremur sjálfbærum og mikilvægum innviðaverkefnum Heima; heilsukjarnanum Sunnuhlíð á Akureyri, stækkun á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík og Silfursmári 12, sem er ný umhverfisvottuð skrifstofubygging í Kópavogi.

Sunnuhlíð 12 – endurbætur

Undanfarin ár hafa Heimar verið að umbreyta fyrrum verslunarmiðstöð í nútímalega 4.830 m² heilbrigðis- og læknamiðstöð, með 820 m² viðbyggingu. Húsnæðið hýsir nú bæði opinbera og einkarekna heilbrigðisþjónustu og er eina sérhæfða heilsugæslustöðin á svæðinu, sem dregur m.a. úr þörf sjúklinga fyrir að ferðast til Reykjavíkur. Húsið var tekið í fulla notkun í júní 2024 og hefur starfsemin í húsinu orðið lykilþáttur í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi.

Sóltún 2 – Stækkun hjúkrunarheimilis

Lánið mun einnig fjármagna stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltún í Reykjavík en stærð þess verður aukin úr 6.870 m² í 10.360 m² og munu 67 ný hjúkrunarrými bætast við þau 92 sem fyrir eru. Framkvæmdirnar munu hafa í för með sér endurnýjun á hjúkrunarheimilinu og kemur til með að mæta vaxandi eftirspurn eftir hjúkrunarþjónustu fyrir eldri borgara. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2025 og er áætlað að þeim ljúki seint á árinu 2027.

Silfursmári 12 – skrifstofuhúsnæði

Þá mun lánið fjármagna framkvæmdir Heima við byggingu skrifstofuhúsnæðis að Silfursmára 12, Kópavogi, í nágreni við Smáralind. Um er að ræða nýtt og glæsilegt skrifstofu-, verslunar- eða þjónusturými á besta stað í Smáranum í miðju höfuðborgarsvæðisins. Húsnæðið kemur til með að bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér sterka staðsetningu, frábæra aðstöðu og sveigjanlegt skipulag. Áætlað er að framkvæmdunum ljúki haustið 2025.

André Küüsvek, forstjóri og framkvæmdastjóri NIB:

„Við erum ánægð með að gefa út fyrsta ISK skuldabréf NIB í tvo áratugi og þökkum fjárfestum fyrir sterkan áhuga. Með því að styðja þessi fasteignaverkefni erum við að skapa nauðsynlega innviði sem bæta heilbrigðisþjónustu, auka aðstöðu fyrir eldri borgara og efla efnahagslega starfsemi á Íslandi." 



Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima: 

„Við erum afar ánægð með að skýr stefna Heima og framkvæmd hennar á undanförnum árum fái viðurkenningu frá einni fremstu fjármálastofnun Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Með vaxandi áhuga erlendra fjárfesta er þessi áfangi mikilvægur til að auka fjölbreytni í fjármögnun okkar og styðja áframhaldandi arðbæran vöxt kjarnastarfsemi okkar."

Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima hf., s. 821 0001

Viðhengi



EN
05/03/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: NIB Provides Financing to Heimar

Heimar hf.: NIB Provides Financing to Heimar Heimar hf. (“Heimar” or the “Company”) has signed a loan agreement with the Nordic Investment Bank (“NIB”). The loan has a 12-year term, amounts to ISK 4.5 billion, and is inflation-indexed. The loan is provided to finance three sustainable and significant infrastructure projects undertaken by Heimar: the Sunnuhlíð Health Hub in Akureyri, the expansion of the Sóltún nursing home in Reykjavík, and Silfursmári 12, a newly environmentally certified office building in Kópavogur. Sunnuhlíð 12 – Renovations In recent years, Heimar has been transform...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: NIB veitir Heimum fjármögnun

Heimar hf.: NIB veitir Heimum fjármögnun Heimar hf. („Heimar“ eða „félagið“) hafa undirritað lánasamning við Norræna fjárfestingarbankann („NIB“). Lánið er til 12 ára að fjárhæð 4,5 ma.kr. og er verðtryggt. Lánið er veitt til fjármögnunar á þremur sjálfbærum og mikilvægum innviðaverkefnum Heima; heilsukjarnanum Sunnuhlíð á Akureyri, stækkun á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík og Silfursmári 12, sem er ný umhverfisvottuð skrifstofubygging í Kópavogi. Sunnuhlíð 12 – endurbætur Undanfarin ár hafa Heimar verið að umbreyta fyrrum verslunarmiðstöð í nútímalega 4.830 m² heilbrigðis- og l...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Candidacy for the Board of Directors and the Nomination Co...

Heimar hf.: Candidacy for the Board of Directors and the Nomination Committee at the Annual General Meeting on March 11, 2025 The Annual General Meeting of Heimar hf. ("Heimar" or the "Company") will be held on Tuesday, March 11, 2025, at Gróska, in the Eiríksdóttir Hall, Bjargargata 1, 102 Reykjavík, at 16:00. Pursuant to the deadline for the submission of candidacies to the Board of Directors and the Nomination Committee of the Company, which expired on March 4, 2025, the following individuals have submitted their candidacies: Candidates for the Board of Directors:Benedikt OlgeirssonBry...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: General Meeting March 11, 2025

Heimar hf.: General Meeting March 11, 2025 The General Meeting of Heimar hf. will be held on Tuesday, March 11, 2025, at 16:00 in Grósku, in the Eiriksdottir Hall, at Bjargargata 1, 102 Reykjavík. No changes have been made to the agenda and proposals that were published on February 19, 2025.

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Acquisition of Exeter Hotel Properties

Heimar hf.: Acquisition of Exeter Hotel Properties Heimar hf. ("Heimar" or the "Company") has signed an agreement to acquire all shares in Tryggvagata ehf. The sellers are MF2 hs. and Laxamýri ehf. Tryggvagata ehf. owns the properties at Tryggvagata 14 and Tryggvagata 10 in downtown Reykjavík, with a total floor area of approximately 5,500 m². These are modern buildings, constructed in 2018, and are located within Heimar’s designated core areas. The acquisition aligns with the Company's strategic priorities. The transaction involves the purchase of a 106-room, four-star hotel in downtown ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch