REGINN Reginn hf

Heimar hf.: Nýr framkvæmdastjóri fjármála Heima

Heimar hf.: Nýr framkvæmdastjóri fjármála Heima

Björn Eyþór Benediktsson, forstöðumaður upplýsinga og greininga hjá Heimum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála Heima frá og með 1. september næstkomandi.

Rósa Guðmundsdóttir, fráfarandi fjármálastjóri Heima hf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Rósa hefur gegnt starfi fjármálastjóra Heima hf. frá árinu 2021 og átt drjúgan þátt í farsælli uppbyggingu félagsins.

Eyþór hefur starfað hjá Heimum frá árinu 2014. Hann er með meistaragráðu í reikningshaldi og endurskoðun (Macc) frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur Eyþór lokið B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði og sveinsprófi í húsasmíði. Eyþór hefur verið í lykilhlutverki innan félagsins síðustu ár þar sem hann hefur leitt greiningar og mat á innri og ytri fjárfestingaverkefnum félagsins, átt þátt í stefnumótun Heima og hefur komið með virkum hætti að undirbúningi og miðlun fjárhagslegra uppgjöra félagsins.

Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima: „Ég vil þakka Rósu kærlega fyrir samstarfið og framúrskarandi framlag til uppbyggingar Heima. Það verður eftirsjá af henni og við óskum henni velfarnaðar í sínum framtíðarstörfum. Að sama skapi erum við afar ánægð með að fá Eyþór í nýtt hlutverk innan félagsins. Hann hefur verið lykilmaður hjá stjórnendateymi félagsins þar sem hann hefur komið að öllum stærri fjárfestingarverkefnum okkar síðustu ár og hefur leitt miðlun upplýsinga um þau til helstu haghafa. Hann er afar sterkur fjármálamaður en nýtur þess einnig að hafa breiðan bakgrunn með menntun í byggingaverkfræði og sveinspróf í húsasmíði. Það eru fáir sem búa yfir jafn mikilli innsýn og reynslu á þessum markaði og ég hlakka til að vinna með honum í nýju hlutverki.“

Heimar eru leiðandi fasteignafélag á Íslandi. Áhersla félagsins er á þétta kjarna þar sem fólk getur lifað, leikið og starfað. Fjölbreytt eignasafn Heima er innan eftirsóttra borgarkjarna með aðlaðandi umhverfi og blöndu af atvinnustarfsemi, þjónustu, búsetu og afþreyingu. Dæmi um þetta eru eignir félagsins í Smáralind, Hafnartorgi, Höfðatorgi, Garðatorgi, Egilshöll og Borgarhöfðinn sem nú er í hraðri uppbyggingu. Félagið hefur markað sér stefnu um skýra aðgreiningu á markaði og sækir nú fram undir nýju nafni og merki Heima.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima hf., sími: 821 0001

Viðhengi



EN
24/07/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) has completed an offering of the bond series HEIMAR50 GB.  HEIMAR50 GB is a green, inflation-linked bond series secured by the company’s general security arrangement. The series matures on 20 August 2050, with principal repayments following a 30-year annuity schedule until maturity. Interest and principal payments are made quarterly, i.e. in February, May, August, and November each year. The bond carries a nominal interest rate of 2.477%, and the current outstanding nominal amount is ISK 14,420 million.  Bid...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) hefur lokið útboði á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  HEIMAR50 GB er grænn, verðtryggður flokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 20. ágúst 2050 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (e. annuity) fram til lokagjalddaga. Greiðslur vaxta og höfuðstóls fara fram á þriggja mánaða fresti, þ.e. í febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert. Nafnvextir bréfsins eru 2,477% og núverandi stærð er 14.420 m.kr að nafnverði.   Alls ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf. Enclosed is a major shareholder announcement from Omega fasteignir ehf. Attachment

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf. Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Omega fasteignum ehf. þar sem farið er yfir 10% eignarhlut í Heimum hf.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed The acquisition by Heimar hf. ("Heimar" or the "Company") of all shares in Gróska ehf. (“Gróska”) and Gróðurhúsið ehf. (“Gróðurhúsið”) (the “Transaction”), which was initially announced on 23 April this year, has now been completed.  Gróska owns the property Gróska, located at Bjargargata 1, 102 Reykjavík, an innovation hub and one of Iceland’s largest and most ambitious office buildings. The property comprises approximately 18,600 square meters of floor area and a 6,200 square meter underground car park with 205 spaces, totaling approximately 2...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch