REGINN Reginn hf

Reginn hf.: Markaðsprófun á tillögum Regins hf. að sátt við Samkeppniseftirlitið – Reginn og Kaldalón hf. hefja samningaviðræður

Reginn hf.: Markaðsprófun á tillögum Regins hf. að sátt við Samkeppniseftirlitið – Reginn og Kaldalón hf. hefja samningaviðræður

Vísað er til tilkynningar Regins hf. („Reginn“ eða „félagið“) dags. 29. febrúar 2024 þar sem fram kom að sáttarviðræður væru hafnar milli félagsins og Samkeppniseftirlitisins í tengslum við valfrjálst yfirtökutilboð Regins í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. („Eik“) („valfrjálsa tilboðið").  

Í sáttarviðræðunum hefur Reginn lagt fram tillögur að mögulegum aðgerðum og skilyrðum fyrir sátt. Þann 22. apríl sl. sendi Reginn Samkeppniseftirlitinu heildstæðar tillögur að sátt, sem að mati Regins ryðja úr vegi þeim samkeppnishindrunum sem eftirlitið telur, í frummati sínu, að myndu annars leiða af samrunanum. Samkeppniseftirlitið hefur upplýst að það telur tillögurnar nægilega heildstæðar til þess að fjalla um þær í markaðsprófi og hefur í dag óskað eftir athugasemdum og sjónarmiðum hagaðila um tillögur Regins að mögulegum skilyrðum. Nánari upplýsingar um markaðsprófið og tillögur Regins má nálgast á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins .  

Nánar um tillögur Regins að skilyrðum

Tillögur Regins varða að mestu leyti sölu fasteigna úr eignasafni sameinaðs félags Regins og Eikar. Þær eignir sem félagið leggur til að verði seldar eru að mati félagsins stöndugar gæðaeignir sem munu veita fullnægjandi samkeppnislegt aðhald á markaði fyrir útleigu atvinnuhúsnæðis í höndum nýrra eigenda. Tillögur Regins lúta einnig að skuldbindingum félagsins á fyrirhuguðu sölutímabili eignanna, meðal annars um að varðveita samkeppnishæfni sölueigna, hömlur á eignakaupum á sölutímabili, bann við endurkaupum sölueigna og fleira. Auk þessa eru ákvæði í tillögunum sem eiga að tryggja samkeppnislegt sjálfstæði Regins í garð keppinauta sinna, meðal annars um óhæði stjórnarmanna.

Umfang eignasölunnar sem lögð er til er í samræmi við þau markmið sem Reginn hefur kynnt áður og snýr eignasalan að mestu leyti að sölu á skrifstofu- og verslunarhúsnæði á ákveðnum samkeppnissvæðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Eignasalan mun eiga sér stað á tveimur sölutímabilum á ríflega þriggja ára tímabili.

Með vísan til framlagðra tillagna hafa Reginn og Kaldalón hf. („Kaldalón“) hafið viðræður um kaup Kaldalóns á eignum sem seldar verða í fyrra söluferli, þ.e. í kjölfar þess að viðskipti samkvæmt valfrjálsa tilboðinu koma til framkvæmda.

Nánari upplýsingar um tillögur Regins má finna hér fyrir neðan:

Heildarumfang mögulegrar eignasölu

  • Reginn leggur til að í heildina verði seld 41 fasteign, sem nema samtals um 90 þúsund m2 atvinnuhúsnæðis. Heildarstærð eignasafns eftir sölu eigna verður um 600 þúsund m2

Sölutímabil

  • Í tillögum Regins er horft til þess að sala eignanna eigi sér stað í tveimur söluferlum. Í fyrra söluferlinu er lagt til að fasteignir sem telja samtals um 47 þús. m2 af atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verði seldar og að gengið verði frá bindandi samkomulagi áður en viðskipti samkvæmt valfrjálsa tilboðinu koma til framkvæmda.
  • Þá er í seinna söluferlinu lagt til að í kjölfar viðskiptanna samkvæmt valfrjálsa tilboðinu verði seldar fasteignir á þriggja ára tímabili sem telja samtals um 43 þús. m2 af atvinnuhúsnæði.

Annað

  • Í tillögum Regins er jafnframt kveðið á um nánar tilgreindar skuldbindingar af hálfu félagsins sem varða meðal annars sjálfstæði og óhæði stjórnarmanna og lykilstarfsmanna þegar kemur að keppinautum félagsins, hömlur á eignakaupum á sölutímabili, bann við endurkaupum sölueigna og fleira.

Í viðhengi má finna kynningu þar sem fjallað er um drög að sátt milli Regins og Samkeppniseftirlitsins, þar á meðal þá eignasölu sem lögð er til samkvæmt sáttadrögunum og mögulega ráðstöfun söluandvirðis slíkrar eignasölu. Áætlað er að hámarks arðgreiðsluhæfi sameinaðs félags til framtíðar nemi um 4-5 ma.kr. miðað við 60% veðsetningu. Til viðbótar er horft til allt að 7 ma.kr mögulegrar sértækrar arðgreiðslu á næstu 12 mánuðum vegna fyrra söluferlis. Með hliðsjón af fyrirhugaðri arðgreiðslu Eikar kemur til álita, eins og fram kom í ávarpi stjórnarformanns Regins á aðalfundi félagsins þann 12. mars 2024, að boða til hluthafafundar Regins síðar til að ákveða arðgreiðslu að tillögu stjórnar.

Tímafrestur Samkeppniseftirlitsins til rannsóknar á samrunanum er til 7. maí næstkomandi. Gildistími valfrjálsa tilboðsins er til 21. maí næstkomandi.

Nánar verður upplýst um framgang sáttaviðræðnanna eftir því sem tilefni kann að gefast til og í samræmi við upplýsingaskyldu félagsins.

Allar nánari upplýsingar um valfrjálsa tilboðið má finna á heimasíðu félagsins .

Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins hf., sími: 821 0001

Viðhengi



EN
23/04/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Reginn hf.: Birting uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2024

Reginn hf.: Birting uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2024 Reginn mun birta samþykkt uppgjör fyrir tímabilið 1.1.- 31.3.2024, eftir lokun markaða miðvikudaginn 8. maí 2024. Af því tilefni býður Reginn hf. til rafræns kynningarfundar samdægurs kl. 16:15. Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins mun kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Hægt er að senda fyrirspurnir á fyrir fundinn og meðan á kynningu stendur sem svarað verður að kynningu lokinni. Fundinum verður varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð: Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þo...

 PRESS RELEASE

Reginn hf.: Samrunatilkynning afturkölluð og óskað eftir samþykki FME ...

Reginn hf.: Samrunatilkynning afturkölluð og óskað eftir samþykki FME fyrir afturköllun valfrjáls tilboðs í Eik fasteignafélag hf. Stjórn Regins hf. („Reginn“ eða „félagið“) hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins þann 29. september 2023, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags hf. („Eik“) og samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands („FME“) til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar („tilboðið“). Í síðustu viku birti Reginn drög að útfærslu s...

 PRESS RELEASE

Reginn hf.: Markaðsprófun á tillögum Regins hf. að sátt við Samkeppnis...

Reginn hf.: Markaðsprófun á tillögum Regins hf. að sátt við Samkeppniseftirlitið – Reginn og Kaldalón hf. hefja samningaviðræður Vísað er til tilkynningar Regins hf. („Reginn“ eða „félagið“) dags. 29. febrúar 2024 þar sem fram kom að sáttarviðræður væru hafnar milli félagsins og Samkeppniseftirlitisins í tengslum við valfrjálst yfirtökutilboð Regins í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. („Eik“) („valfrjálsa tilboðið").   Í sáttarviðræðunum hefur Reginn lagt fram tillögur að mögulegum aðgerðum og skilyrðum fyrir sátt. Þann 22. apríl sl. sendi Reginn Samkeppniseftirlitinu heildstæðar t...

 PRESS RELEASE

Reginn hf.: Breytt fjárhagsdagatal og upplýsingar um stjórn

Reginn hf.: Breytt fjárhagsdagatal og upplýsingar um stjórn Fjárhagsdagatali Regins hf. 2024 - 2025, sem var birt 20. desember 2023, hefur verið breytt. Áætlaðar dagsetningar eru nú: Afkoma fyrsta ársfjórðungs 8. maí 2024 Afkoma annars ársfjórðungs 21. ágúst 2024 Afkoma þriðja ársfjórðungs 6. nóvember 2024 Ársuppgjör 2024 12. febrúar 2025 Aðalfundur 2025 11. mars 2025 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða. Stjórn félagsins hefur skipt með sér verkum: Tómas Kristjánsson var kjörinn formaður stjórnar og Bryndís Hrafnkelsdóttir varaformaður s...

 PRESS RELEASE

Reginn hf.: Staðfesting græns fjármögnunarramma Regins hf.

Reginn hf.: Staðfesting græns fjármögnunarramma Regins hf. Deloitte er staðfestingaraðili græns fjármögnunarramma Regins hf. Deloitte hefur staðfest þann hluta Annual Impact Report sem snýr að grænum eignum og skuldum samstæðu Regins hf. þann 31.12.2023. Frekari niðurstöður má finna í meðfylgjandi viðhengi. Nánari upplýsingar veitir:Rósa Guðmundsdóttir – Framkvæmdastjóri fjármála –  – S: 844 4776 Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch