Reginn hf.: Niðurstöður rafræns hluthafafundar Regins hf. 2. febrúar 2024
Hluthafafundur Regins hf. var haldinn rafrænt föstudaginn 2. febrúar 2024, klukkan 15:00.
Samþykkt var tillaga stjórnar um að Deloitte ehf. yrði kjörið sem endurskoðunarfélag félagsins.
Mætt var á hluthafafundinn fyrir 67,9% hlutafjár. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Enginn greiddi atkvæði á móti tillögunni.
