REGINN Reginn hf

Reginn hf. - Árshlutareikningur Regins fyrstu 6 mánuði ársins 2021

Reginn hf. - Árshlutareikningur Regins fyrstu 6 mánuði ársins 2021

Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar til 30. júní 2021 var samþykktur af stjórn þann 12. ágúst 2021.

  • Rekstrartekjur námu 5.213 m.kr.
  • Leigutekjur hækka um 10% frá fyrra ári.
  • Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 3.524 m.kr. og hækkar um 16% frá sama tímabili í fyrra.
  • Bókfært virði fjárfestingareigna, í lok tímabils er 157.061 m.kr. Matsbreyting á tímabilinu var 3.914 m.kr.
  • Hagnaður eftir tekjuskatt nam 3.241 m.kr. samanborið við 95 m.kr. á sama tímabili í fyrra.
  • Handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 1.546 m.kr. Handbært fé í lok tímabils var 2.144 m.kr.
  • Vaxtaberandi skuldir voru 94.394 m.kr. í lok tímabilsins. samanborið við 90.529 m.kr. í lok árs 2020. Skuldahlutfall var 61,6% í lok tímabilsins og lækkar úr 63,1% frá síðustu áramótum.
  • Eiginfjárhlutfall er 31,1%.
  • Hagnaður á hlut fyrir tímabilið er 1,78 en var 0,05 fyrir sama tímabil í fyrra.

Félagið er skráð í Kauphöll Íslands (NASDAQ Iceland hf.), fjöldi hluthafa þann 30. júní sl. voru 488.

Rekstur og afkoma

Afkoma félagsins er í samræmi við áætlanir og er reksturinn traustur og fjárhagur sterkur. Greinileg og sterk batamerki eru í viðskiptaumhverfi félagsins. Greiðslugeta og greiðsluvilji viðskiptamanna félagsins er að mestu kominn í eðlilegt horf. COVID áhrifa gætir þó enn í rekstrinum og mun gera svo fram á næsta ár, áhrifin eru takmörkuð og í samræmi við áður kynntar áætlanir. Rekstrartekjur á fyrrihluta ársins námu 5.213 m.kr. og þar af námu leigutekjur 4.910 m.kr. Hækkun leigutekna á öðrum ársfjórðung frá sama tímabili í fyrra var 13%. Óverulegar breytingar hafa orðið á eignasafninu yfir þetta tímabil, eignir sem seldar hafa verið frá félaginu eru að lækka tekjurnar um 100 m.kr. en nýjar keyptar eignir eru að hækka tekjurnar um 250 m.kr. hvoru tveggja m.v. ársgrunn.

Rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir / EBITDA var 3.524 m.kr. sem er um 16% hærra en á sama tímabili í fyrra. 

Eignasafn og efnahagur

Virði eignasafns félagsins er metið á 153.235 m.kr. Safnið samanstendur af 113 fasteignum sem alls eru um 382 þúsund fermetrar. Útleiguhlutfall á safni Regins er um 96% miðað við þær tekjur sem 100% útleiga gæfi.

Það er mat stjórnenda að enn gæti óvissu sem tengist COVID-19 faraldrinum en hún fari minnkandi. Forsendur um áhrif innlendrar og erlendrar eftirspurnar á sjóðstreymi einstakra eigna hafa verið endurmetnar. Sjóðstreymislíkanið gerir eins og áður ráð fyrir að áhrif faraldursins á tekjur í ferðatengdri starfsemi muni vara til 2023-24 en innlend eftirspurn muni ná jafnvægi á árinu 2021. Vegna minnkandi óvissu hefur verið dregið úr almennu áhættuálagi í virðismati. Heildar matsbreyting á fyrstu 6 mánuðum ársins nam 3.914 m.kr.

Umsvif og horfur

Fjárhagsstaða félagsins er sterk og fjárhagsleg skilyrði vel innan marka lánaskilmála,  eiginfjárhlutfall 31,1% (skilyrði 25%). Í lok tímabilsins var handbært fé 2.144 m.kr. og auk þess hafði félagið aðgang að ónýttum lánalínum að fjárhæð 4.700 m.kr. í lok tímabilsins.

Stjórnendur félagsins eru bjartsýnir á horfur framundan.

Góður árangur hefur náðst í rekstri eigna félagsins sem og rekstri í fasteignum. Hluta af þeim árangri má rekja til aukinna áherslna á sjálfbærni og vottun eignasafnsins. Á fyrri helming ársins hafa verið gerðir leigusamningar vegna 13.700 m2 sem er um þriðjungs aukning frá sama tímabili fyrir ári.

Vel hefur gengið að fylgja eftir framkvæmdum við endurskipulagningarverkefni sem miða að því að styrkja tekjumöguleika eignanna. Endurskipulagningarverkefnið að Suðurhrauni 3 er lokið og hefur leigutakinn, þ.e. Vegagerðin hafið starfsemi í húsinu. Tekjur vegna þess verkefnis koma þó ekki inn á uppgjör nú. Einnig hefur verið unnið að standsetningu rýma vegna nýrra leigusamninga í Smáralind, Hafnartorgi, Borgartúni 20, Reykjavíkurvegi 74 og Suðurlandsbraut 14.

Á síðustu tólf mánuðum hefur félagið selt frá sér minni eignir sem ekki falla að fjárfestingastefnu þess. Um er að ræða sex eignir sem alls eru um 5.800 m2 og var söluverð um 1.520 m.kr. sem er 22% yfir bókfærðu virði. Tekjur frá þessum eignum voru um 100 m.kr. á ársgrunni.

Endurfjármögnun / Skuldabréfaútgáfa

Það sem af er ári hefur félagið sótt sér 28 ma.kr. lánsfjármagn bæði hjá lánastofnunum og með skuldabréfaútgáfum. Sé litið til síðustu tveggja ára hefur félagið sótt sér 58 ma.kr. í hagstæðari fjármögnun og þannig lækkað meðalvexti verðtryggðra lána um 1 prósentustig á sama tímabili.

Félagið lauk í vikunni skuldabréfaútboði í tengslum við endurfjármögnun lánasamnings við KLS fagfjárfestasjóð sem ber 4,35% verðtryggða vexti. Lánssamningurinn er fjármagnaður með skuldabréfaflokknum KLS 13-1. Seldir voru 6.040 millj.kr. í lokuðu útboði til fagfjárfesta. Seld voru skuldabréf fyrir 1.480 millj.kr. í flokknum REGINN23 GB á ávötunarkröfunn 3,09% og skuldabréf fyrir 4.560 millj.kr. í flokknum REGINN27 GB á ávöxtunarköfunni 1,27%. Uppgjör fer fram 18. ágúst nk.

Að lokinni endurfjármögnuninni eru meðalvextir verðtryggðra lána komnir í 2,88%.

Sjálfbærnistefna og grænar áherslur

Skýr sýn og áhersla á sjálfbærni hefur hjálpað félaginu að ná góðum árangri í endurfjármögnun sem og í rekstri fasteigna félagsins.

Í samræmi við stefnu félagsins í sjálfbærnimálum liggur fyrir umhverfisskýrsla vegna fyrri helmings ársins. Góður árangur hefur náðst í öllum þeim þáttum sem mælingar taka til, umhverfisskýrsla fyrir fyrsta og annan ársfjórðung og samanburð við fyrri ár er að finna á vef félagsins.

Í byrjun apríl hlaut félagið jafnlaunavottun að undangenginni vottunarúttekt á jafnlaunakerfi félagsins.

Kynning á félaginu

Samhliða birtingu uppgjörs boðar Reginn til rafræns kynningarfundar föstudaginn 13. ágúst, kl. 08:30. Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins mun kynna uppgjör fyrstu sex mánaða ársins 2021. Hafi aðilar spurningar varðandi uppgjörið eða kynninguna er hægt að senda fyrirspurn á  fyrir fundinn og meðan á kynningu stendur sem svarað verður að kynningu lokinni.

Fundinum verður varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:

Hægt er að nálgast árshlutareikning vegna fyrstu sex mánaða ársins og kynningargögn á

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

Sími: 512 8900 / 899 6262

Viðhengi



EN
12/08/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) has completed an offering of the bond series HEIMAR50 GB.  HEIMAR50 GB is a green, inflation-linked bond series secured by the company’s general security arrangement. The series matures on 20 August 2050, with principal repayments following a 30-year annuity schedule until maturity. Interest and principal payments are made quarterly, i.e. in February, May, August, and November each year. The bond carries a nominal interest rate of 2.477%, and the current outstanding nominal amount is ISK 14,420 million.  Bid...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) hefur lokið útboði á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  HEIMAR50 GB er grænn, verðtryggður flokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 20. ágúst 2050 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (e. annuity) fram til lokagjalddaga. Greiðslur vaxta og höfuðstóls fara fram á þriggja mánaða fresti, þ.e. í febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert. Nafnvextir bréfsins eru 2,477% og núverandi stærð er 14.420 m.kr að nafnverði.   Alls ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf. Enclosed is a major shareholder announcement from Omega fasteignir ehf. Attachment

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf. Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Omega fasteignum ehf. þar sem farið er yfir 10% eignarhlut í Heimum hf.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed The acquisition by Heimar hf. ("Heimar" or the "Company") of all shares in Gróska ehf. (“Gróska”) and Gróðurhúsið ehf. (“Gróðurhúsið”) (the “Transaction”), which was initially announced on 23 April this year, has now been completed.  Gróska owns the property Gróska, located at Bjargargata 1, 102 Reykjavík, an innovation hub and one of Iceland’s largest and most ambitious office buildings. The property comprises approximately 18,600 square meters of floor area and a 6,200 square meter underground car park with 205 spaces, totaling approximately 2...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch