REITIR: Endanleg dagskrá, tillögur og framboð til stjórnar á aðalfundi 10. mars 2020
Aðalfundur Reita fasteignafélags hf. verður haldinn þann 10. mars 2020 kl. 15.00 á Hótel Reykjavík Natura, þingsal 2.
Engar breytingar hafa orðið frá áður birtri dagskrá og tillögum sem lagðar verða fyrir fundinn, en þær má sjá .
Núverandi stjórnarmenn félagsins gefa allir kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Framboðsfrestur er nú runninn út samkvæmt samþykktum félagsins og hafa frekari framboð ekki borist.
Stjórnarmenn félagsins eru:
Kristinn Albertsson
Martha Eiríksdóttir
Sigríður Sigurðardóttir
Thomas Möller
Þórarinn V. Þórarinsson
Stjórn hefur metið öll framboð til stjórnar gild, sbr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Þar sem stjórn félagsins skal skipuð fimm einstaklingum er ljóst að framangreindir aðilar eru sjálfkjörnir til áframhaldandi setu í stjórn félagsins á aðalfundinum án sérstakrar atkvæðagreiðslu.
Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna í greinargerð tilnefningarnefndar sem sjá má .