REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 43

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 43

Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 23. september 2022 og var henni hrint í framkvæmd þann 26. september 2022, sbr. tilkynningu til kauphallar þann 23. september 2022. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. 



Í 43. viku 2022 keypti Reitir fasteignafélag hf. 500.000 eigin hluti að kaupverði 43.937.500 kr. skv. sundurliðun hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirGengiKaupverðEigin hlutir eftir viðskipti
25/10/2210:21250.00085,2521.312.50014.854.762
28/10/2214:00250.00090,5022.625.00015.104.762
Samtals 500.000 43.937.50015.104.762

Reitir hafa nú keypt samtals 4.104.762 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 63,2% af þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt núgildandi áætlun.

Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals 363.004.639 kr. sem samsvarar 62,1% af þeirri fjárhæð sem að hámarki verður keypt fyrir. Reitir eiga nú samtals 15.104.762 eigin hluti, eða um 1,98% af heildarhlutafé félagsins.



Samkvæmt núgildandi endurkaupaáætlun verða að hámarki keyptir 6.500.000 hlutir og fjárhæð endurkaupanna verður aldrei hærri en 585 milljónir króna.



Upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416 eða á 



EN
31/10/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 20 og 21

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 20 og 21 Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 15. maí 2025 sbr. tilkynningu í Kauphöll þann dag. Var henni hrint í framkvæmd þann 16. maí 2025. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.                     Í 20. viku voru engin viðskipti. Í 21. viku 2025 key...

 PRESS RELEASE

REITIR: Gengið hefur verið frá kaupum á hóteli við Hlíðasmára í Kópavo...

REITIR: Gengið hefur verið frá kaupum á hóteli við Hlíðasmára í Kópavogi Með vísan til fyrri tilkynningar um kaup Reita og IS FAST-3, sem sjá má , tilkynnist að kaupsamningur hefur verið undirritaður.   Afhending mun fara fram þegar fyrirvörum í kaupsamningi Flóru hotels ehf. um rekstrarfélagið hefur verið aflétt.   Ráðgjafi seljenda í viðskiptunum var fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf.  Upplýsingar veita Guðni Aðalsteinsson, forstjóri, í síma 624 0000 og á  og Kristófer Þór Pálsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga og greininga í síma 659 1700 og á .  

 PRESS RELEASE

REITIR: Samkomulag við Ríkiseignir vegna hjúkrunarheimilis

REITIR: Samkomulag við Ríkiseignir vegna hjúkrunarheimilis Reitir hafa gengið til samninga við Ríkiseignir um leigu á Nauthólsvegi 50 í Reykjavík undir rekstur hjúkrunarheimilis til næstu 20 ára. Fasteignin er um 6.500 fermetrar að stærð og mun hýsa 87 hjúkrunarrými og tengda starfsemi. Fasteignin hýsti áður höfuðstöðvar Icelandair. Fjárfesting Reita í hjúkrunarheimilum og öðrum tengdum innviðum er liður í samfélagslegri ábyrgð félagsins og stuðlar að nauðsynlegri uppbyggingu á hjúkrunarrýmum. Breytt aldursamsetning þjóðar og öldrun kallar á verulega aukningu slíkra rýma til þess að mæta ...

 PRESS RELEASE

REITIR: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

REITIR: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Reita þann 2. apríl 2025 var stjórn félagsins veitt heimild til þess að kaupa allt að 10% af eigin bréfum fyrir félagsins hönd í því skyni að koma á viðskiptavakt og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun.  Stjórn Reita hefur á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og er markmið áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins. Útgefið hlutafé Reita er 697.000.000 hlutir og eru engir hlutir í eigu félagsins við upphaf endurkaupaáætlunari...

 PRESS RELEASE

REITIR: Uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2025

REITIR: Uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2025 Góður tekjuvöxtur í kjölfar kröftugrar fjárfestingar á liðnu ári  Rekstur Reita á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 var góður og í takti við útgefnar horfur um afkomu. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu nam 2.801 m.kr. og eykst um 187 m.kr milli ára eða 10,2%. Tekjur fjórðungsins voru 4.305 m.kr. sem er aukning um 384 m.kr. eða 9,8% og er sá vöxtur drifinn af verulegri fjárfestingu félagsins á liðnu ári, þar á meðal í markvissum eignakaupum, auk verðlagsbreytinga leigusamninga.   Félagið fjárfesti fyrir um 3 ma.kr. á fjórðungnum og hefu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch