REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2. apríl 2025

REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2. apríl 2025

Miðvikudaginn 2. apríl 2025 var aðalfundur Reita fasteignafélags hf. haldinn á Hotel Reykjavík Natura. Fundurinn hófst kl. 15.00.

Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á vefsíðu félagsins .

Niðurstöður fundarins urðu eftirfarandi:

1. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins fyrir liðið starfsár

Aðalfundur samþykkti ársreikning og samstæðureikning félagsins vegna ársins 2024.

2. Ráðstöfun hagnaðar félagsins á síðastliðnu starfsári

Tillaga stjórnar um að greiða út arð að fjárhæð 2,20 kr. fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlutafjár í félaginu vegna rekstrarársins 2024, eða um 1.533 milljónir kr., var samþykkt. Arðgreiðsludagur verður þann 30. apríl 2025, 3. apríl 2025 er arðleysisdagur og 4. apríl 2025 verður arðsviðmiðunardagur.

Jafnframt var tillaga stjórnar um að greiða út arð að fjárhæð 1,50 fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlutafjár til hluthafa í lok september 2025 samþykkt. Arðgreiðsludagur verður 30. september 2025, arðleysisdagur verður 22. september 2025, og arðsviðmiðunardagur 23. september 2025.

3. Heimild til kaupa á eigin bréfum

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um heimild til kaupa á allt að 10% af eigin bréfum.

4. Tillaga um lækkun hlutafjár til jöfnunar á eigin hlutum

Tillaga um lækkun hlutafjár úr 711.550.000 kr. í 697.000.000 og tilheyrandi breyting á 4. gr. samþykkta félagsins var samþykkt.

5. Tillaga um breytingu á stefnu um fjárhagsleg markmið og ráðstöfun verðmæta til hluthafa

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um breytingu á stefnu félagsins um fjárhagsleg markmið og ráðstöfun verðmæta til hluthafa.

6. Tillaga um breytingu á samþykktum

Aðalfundur samþykkti tillögur stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins.

7. Tillaga um breytingar á starfskjarastefnu félagsins

Aðalfundur samþykkti tillögur stjórnar um breytingar á starfskjarastefnu félagsins.

8. Skipun nefndarmanna í tilnefningarnefnd

Aðalfundur staðfesti skipun Auðar Þórisdóttur, Berglindar Óskar Guðmundsdóttur og Hilmars G. Hjaltasonar í tilnefningarnefnd félagsins.

9. Kosning utanaðkomandi nefndarmanns í endurskoðunarnefnd

Aðalfundur kaus Helgu Harðardóttur, endurskoðanda, sem utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd.

10. Kjör stjórnarmanna félagsins

Eftirtaldir aðilar hlutu kjör í stjórn félagsins: 

Anna Kristín Pálsdóttir, Elín Árnadóttir, Guðmundur Ingi Jónsson, Kristinn Albertsson og Þórarinn V. Þórarinsson.

11. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags

Aðalfundur kaus Deloitte ehf. sem endurskoðunarfélag félagsins.

12. Ákvörðun um laun stjórnar, undirnefnda stjórnar og tilnefningarnefndar fyrir komandi starfsár

Aðalfundur félagsins samþykkti að mánaðarleg stjórnarlaun fyrir komandi starfsár skuli vera 440.000 kr. fyrir stjórnarmenn en laun stjórnarformanns verði tvöföld stjórnarlaun. Þóknun til formanns endurskoðunarnefndar verður 180.000 kr. á mánuði og til annarra nefndarmanna 110.000 kr. á mánuði. Þóknun til nefndarmanna í starfskjaranefnd verður 60.000 kr. á mánuði og til formanns nefndarinnar 100.000 kr. á mánuði. Fyrir störf í tilnefningarnefnd fær hvor nefndarmaður greiddar 900.000 kr. fyrir starfsárið, en formaður nefndarinnar fær greiddar 1.350.000 kr. fyrir starfsárið. Greiðslur til endurskoðenda félagsins skulu vera samkvæmt reikningi.

13 . Önnur mál

Engin önnur mál voru tekin til afgreiðslu á fundinum og var honum slitið kl. 16:20.



EN
02/04/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2. apríl 2025

REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2. apríl 2025 Miðvikudaginn 2. apríl 2025 var aðalfundur Reita fasteignafélags hf. haldinn á Hotel Reykjavík Natura. Fundurinn hófst kl. 15.00. Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á vefsíðu félagsins . Niðurstöður fundarins urðu eftirfarandi: 1. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins fyrir liðið starfsárAðalfundur samþykkti ársreikning og samstæðureikning félagsins vegna ársins 2024. 2. Ráðstöfun hagnaðar félagsins á síðastliðnu starfsáriTillaga stjórnar um að greiða út arð að fjárhæð 2,20 kr. fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlu...

 PRESS RELEASE

REITIR: Endanleg dagskrá, tillögur og framboð til stjórnar á aðalfundi...

REITIR: Endanleg dagskrá, tillögur og framboð til stjórnar á aðalfundi 2. apríl 2025 Aðalfundur Reita fasteignafélags hf. verður haldinn miðvikudaginn 2. apríl 2025 kl. 15.00 í fundarsal 2 á Hotel Reykjavik Natura, Nauthólsvegi 52. Endanleg dagskrá er eftirfarandi: Stjórn skýrir frá rekstri félagsins og hag þess á liðnu ári.  Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagðir fram til staðfestingar.  Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar félagsins á síðastliðnu starfsári.  Tillögur stjórnar lagðar fyrir aðalfund:  Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlu...

 PRESS RELEASE

REITIR: Stækkun á skuldabréfaflokkunum REITIR150535 og REITIR150537

REITIR: Stækkun á skuldabréfaflokkunum REITIR150535 og REITIR150537 Reitir fasteignafélag hf. hefur lokið sölu á skuldabréfum í skuldabréfaflokkunum REITIR150535 og REITIR150537. REITIR150535 er verðtryggður skuldabréfaflokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingafyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 15. maí 2035 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með jöfnum afborgunum fram til lokagjalddaga, þegar allar eftirstöðvar greiðast í einni greiðslu. Greiðslur vaxta og afborgana höfuðstóls fara fram á tveggja mánaða fresti. Seld voru skuldabréf að ...

 PRESS RELEASE

REITIR: Kaup á hóteli við Hlíðasmára í Kópavogi

REITIR: Kaup á hóteli við Hlíðasmára í Kópavogi Reitir og IS FAST-3 hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á félaginu L1100 ehf., sem á tæplega 3.900 fm. hótel við Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi. Samhliða kaupunum verður gerður leigusamningur til langs tíma um rekstur hótelsins við Flóra hotels sem rekur einnig Reykjavík Residence, Tower Suites og tvö hótel undir merkjum Oddsson.  Heildarvirði er 1.990 m.kr. og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni eru um 200 m.kr. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 175 m.kr. á...

 PRESS RELEASE

REITIR: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt

REITIR: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt Reitir hafa endurnýjað samning sinn við Arion banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu sem skráð eru á aðalmarkað NASDAQ Iceland. Samningurinn kveður á um að Arion skuli hvern viðskiptadag leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar áður en markaðurinn er opnaður. Tilboðin skulu gilda innan dagsins. Verði tilboði Arion tekið eða verði það fellt niður af hálfu Arion skal Arion setja fram nýtt tilboð þar til hámarksfjárhæð viðskipta fyrir hvern dag hefur verið náð. Tilboð skulu endu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch