REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2. apríl 2025

REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2. apríl 2025

Miðvikudaginn 2. apríl 2025 var aðalfundur Reita fasteignafélags hf. haldinn á Hotel Reykjavík Natura. Fundurinn hófst kl. 15.00.

Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á vefsíðu félagsins .

Niðurstöður fundarins urðu eftirfarandi:

1. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins fyrir liðið starfsár

Aðalfundur samþykkti ársreikning og samstæðureikning félagsins vegna ársins 2024.

2. Ráðstöfun hagnaðar félagsins á síðastliðnu starfsári

Tillaga stjórnar um að greiða út arð að fjárhæð 2,20 kr. fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlutafjár í félaginu vegna rekstrarársins 2024, eða um 1.533 milljónir kr., var samþykkt. Arðgreiðsludagur verður þann 30. apríl 2025, 3. apríl 2025 er arðleysisdagur og 4. apríl 2025 verður arðsviðmiðunardagur.

Jafnframt var tillaga stjórnar um að greiða út arð að fjárhæð 1,50 fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlutafjár til hluthafa í lok september 2025 samþykkt. Arðgreiðsludagur verður 30. september 2025, arðleysisdagur verður 22. september 2025, og arðsviðmiðunardagur 23. september 2025.

3. Heimild til kaupa á eigin bréfum

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um heimild til kaupa á allt að 10% af eigin bréfum.

4. Tillaga um lækkun hlutafjár til jöfnunar á eigin hlutum

Tillaga um lækkun hlutafjár úr 711.550.000 kr. í 697.000.000 og tilheyrandi breyting á 4. gr. samþykkta félagsins var samþykkt.

5. Tillaga um breytingu á stefnu um fjárhagsleg markmið og ráðstöfun verðmæta til hluthafa

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um breytingu á stefnu félagsins um fjárhagsleg markmið og ráðstöfun verðmæta til hluthafa.

6. Tillaga um breytingu á samþykktum

Aðalfundur samþykkti tillögur stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins.

7. Tillaga um breytingar á starfskjarastefnu félagsins

Aðalfundur samþykkti tillögur stjórnar um breytingar á starfskjarastefnu félagsins.

8. Skipun nefndarmanna í tilnefningarnefnd

Aðalfundur staðfesti skipun Auðar Þórisdóttur, Berglindar Óskar Guðmundsdóttur og Hilmars G. Hjaltasonar í tilnefningarnefnd félagsins.

9. Kosning utanaðkomandi nefndarmanns í endurskoðunarnefnd

Aðalfundur kaus Helgu Harðardóttur, endurskoðanda, sem utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd.

10. Kjör stjórnarmanna félagsins

Eftirtaldir aðilar hlutu kjör í stjórn félagsins: 

Anna Kristín Pálsdóttir, Elín Árnadóttir, Guðmundur Ingi Jónsson, Kristinn Albertsson og Þórarinn V. Þórarinsson.

11. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfélags

Aðalfundur kaus Deloitte ehf. sem endurskoðunarfélag félagsins.

12. Ákvörðun um laun stjórnar, undirnefnda stjórnar og tilnefningarnefndar fyrir komandi starfsár

Aðalfundur félagsins samþykkti að mánaðarleg stjórnarlaun fyrir komandi starfsár skuli vera 440.000 kr. fyrir stjórnarmenn en laun stjórnarformanns verði tvöföld stjórnarlaun. Þóknun til formanns endurskoðunarnefndar verður 180.000 kr. á mánuði og til annarra nefndarmanna 110.000 kr. á mánuði. Þóknun til nefndarmanna í starfskjaranefnd verður 60.000 kr. á mánuði og til formanns nefndarinnar 100.000 kr. á mánuði. Fyrir störf í tilnefningarnefnd fær hvor nefndarmaður greiddar 900.000 kr. fyrir starfsárið, en formaður nefndarinnar fær greiddar 1.350.000 kr. fyrir starfsárið. Greiðslur til endurskoðenda félagsins skulu vera samkvæmt reikningi.

13 . Önnur mál

Engin önnur mál voru tekin til afgreiðslu á fundinum og var honum slitið kl. 16:20.



EN
02/04/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Breytingar á fjárhagsdagatali 2025

REITIR: Breytingar á fjárhagsdagatali 2025 Breytingar hafa verið gerðar á fjárhagsdagatali Reita vegna ársins 2025. Eftirfarandi er uppfærð áætlun Reita um birtingu uppgjöra og aðalfund félagsins: Afkoma 1. ársfjórðungs 202515. maí 2025Afkoma 2. ársfjórðungs 202521. ágúst 2025Afkoma 3. ársfjórðungs 202510. nóvember 2025Stjórnendauppgjör 202526. janúar 2026Ársuppgjör 20252. mars 2026Aðalfundur 202625. mars 2026 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða. Ofangreindar dagsetningar eru birtar með fyrirvara um frekari breytingar. Upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, ...

 PRESS RELEASE

REITIR: Viðskipti stjórnanda

REITIR: Viðskipti stjórnanda Sjá meðfylgjandi tilkynningu.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

REITIR: Leigusamningar undirritaðir við Íslandshótel vegna Hilton Reyk...

REITIR: Leigusamningar undirritaðir við Íslandshótel vegna Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura Reitir og Íslandshótel hafa í dag undirritað leigusamninga til 17 ára um fasteignirnar að Suðurlandsbraut 2 og Nauthólsvegi 52 sem hýsa hótelin Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura. Um er að ræða sögufræg hótel, sem eru samtals um 26.500 fermetrar að stærð, með um 470 hótelherbergi.  Reitir, í samvinnu við Íslandshótel, munu ráðast í endurbætur á hótelunum yfir næstu tvö og hálft ár sem mun auka gæði þeirra og aðdráttarafl. Helstu endurbætur felast meðal annars í því að stór hlut...

 PRESS RELEASE

REITIR: Breyting á framkvæmdastjórn

REITIR: Breyting á framkvæmdastjórn Ingveldur Ásta Björnsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Reitum hefur óskað eftir lausn frá störfum. Ingveldur hefur starfað hjá Reitum síðan 2023. Ingveldi eru þökkuð einstaklega góð og farsæl störf fyrir Reiti og er henni óskað alls hins besta á nýjum vettvangi. Við starfinu tekur Svana Huld Linnet og mun hún hefja störf nú í apríl hjá félaginu. Svana mun bera ábyrð á viðskiptasamböndum félagsins og leiða viðskiptaþróun, þjónustu, upplifun og fleiri þætti sem falla undir sviðið. Svana Huld starfaði sem forstöðumaður markaðsviðskipta hjá Arion...

 PRESS RELEASE

REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2. apríl 2025

REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2. apríl 2025 Miðvikudaginn 2. apríl 2025 var aðalfundur Reita fasteignafélags hf. haldinn á Hotel Reykjavík Natura. Fundurinn hófst kl. 15.00. Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á vefsíðu félagsins . Niðurstöður fundarins urðu eftirfarandi: 1. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins fyrir liðið starfsárAðalfundur samþykkti ársreikning og samstæðureikning félagsins vegna ársins 2024. 2. Ráðstöfun hagnaðar félagsins á síðastliðnu starfsáriTillaga stjórnar um að greiða út arð að fjárhæð 2,20 kr. fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch