REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Niðurstöður hlutafjárútboðs

REITIR: Niðurstöður hlutafjárútboðs

Í dag lauk hlutafjárútboði á alls 120.000.000 nýjum hlutum í Reitum fasteignafélagi hf. en hlutirnir voru boðnir fjárfestum til áskriftar á genginu 43 kr. á hvern hlut. Útboðið hófst klukkan 10 í gær 20. október og lauk í dag kl. 16. Lýsing vegna útboðsins var birt þann 9. október 2020. Arctica Finance hf. var umsjónaraðili útboðsins en Íslandsbanki var félaginu einnig til ráðgjafar.

Í útboðinu bárust áskriftir fjárfesta fyrir alls 11.813.039.464 kr. eða 274.721.849 nýjum hlutum. Í forgangsréttarhluta útboðsins bárust áskriftir fyrir samtals 10.059.157.657 kr. eða 233.933.899 hlutum og í almennum hluta útboðsins bárust áskriftir fyrir samtals 1.753.881.807 kr. eða 40.787.949 nýjum hlutum. Niðurstaðan er því rúmlega tvöföld eftirspurn eftir nýjum hlutum í útboðinu.

Í samræmi við reglur útboðsins var alls 120.000.000 nýjum hlutum úthlutað til forgangsréttarhafa en þar er um að ræða áskrift að öllum þeim nýju hlutum sem boðnir voru í útboðinu. Samkvæmt því kemur ekki til úthlutunar nýrra hluta til þeirra fjárfesta sem skráðu áskrift í almennum hluta útboðsins. 

Gert er ráð fyrir að fjárfestar geti nálgast upplýsingar um sína úthlutun fyrir lok dags 22. október með því að skrá sig inn á vef Arctica Finance: /reitir-utbod/ með sömu auðkennum og notuð voru til áskriftarinnar. Gjalddagi áskriftarloforða fjárfesta er 28. október næstkomandi og fer afhending hinna nýju hluta til fjárfesta fram að lokinni skráningu hækkunar hlutafjár hjá Fyrirtækjaskrá Skattsins, áætlað eigi síðar en þann 13. nóvember nk. Gert er ráð fyrir að viðskipti með hina nýju hluti hefjist á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. eigi síðar en þann 16. nóvember næstkomandi.

Guðjón Auðunsson, forstjóri:

„Það er ánægjulegt að sjá það mikla traust og þann áhuga sem fjárfestar hafa á Reitum sem niðurstaða útboðsins ber með sér. Þessi niðurstaða hvetur Reiti áfram í þá vegferð sem framundan er, til hagsbóta fyrir hluthafa félagsins, viðskiptavini og aðra hagaðila“.

Nánari upplýsingar veita:

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, í síma 660 3320 og á

Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita, í síma 669 4416 og á

EN
21/10/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 45 - Lok endurkaupaáætluna...

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 45 - Lok endurkaupaáætlunar Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 23. september 2025 sbr. tilkynningu í Kauphöll þann dag. Var henni hrint í framkvæmd þann 24. september 2025. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. Í 45. viku 2025 keypti Reitir fasteignafélag hf. 427.8...

 PRESS RELEASE

REITIR: Kynningarfundur í streymi vegna birtingu uppgjörs 10. nóvember

REITIR: Kynningarfundur í streymi vegna birtingu uppgjörs 10. nóvember Reitir munu birta uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung og fyrstu níu mánuði ársins 2025 þann 10. nóvember eftir lokun markaða.   Á rafrænum kynningarfundi þann 11. nóvember kl. 8:30 munu Guðni Aðalsteinsson, forstjóri og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, kynna uppgjörið og svara spurningum.  Streymi fundarsins má nálgast á slóðinni: .  Fjárfestar sem fylgjast með streymi geta sent spurningar sem óskað er eftir að verði teknar fyrir á fundinum á netfangið [email protected].  Uppgjörið og kynningarefni verður aðg...

 PRESS RELEASE

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 44

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 44 Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 23. september 2025 sbr. tilkynningu í Kauphöll þann dag. Var henni hrint í framkvæmd þann 24. september 2025. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. Í 44. viku 2025 keypti Reitir fasteignafélag hf. 770.000 eigin hluti að kaupver...

 PRESS RELEASE

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 43

REITIR: Framkvæmd endurkaupaáætlunar í viku 43 Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti nýja endurkaupaáætlun félagsins þann 23. september 2025 sbr. tilkynningu í Kauphöll þann dag. Var henni hrint í framkvæmd þann 24. september 2025. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. Í 43. viku 2025 keypti Reitir fasteignafélag hf. 504.200 eigin hluti að kaupver...

 PRESS RELEASE

REITIR: Úthlutun kauprétta

REITIR: Úthlutun kauprétta Stjórn Reita fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að veita kauprétti fyrir allt að 850.000 hlutum í félaginu  sem svarar til 0,12% af heildarhlutafé félagsins.   Kaupréttir samkvæmt kaupréttaráætluninni ná til stjórnenda og annarra lykilstarfsmanna Reita og er markmið áætlunarinnar að samtvinna fjárhagslega hagsmuni stjórnenda og lykilstarfsmanna langtímahagsmunum eigenda félagsins. Skilmálar kaupréttarsamninga félagsins eru í samræmi við kaupréttaráætlun, sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins þann 16. október 2024. Nýtingarverð er 123,3 kr. fyrir ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch