REITIR: Rafrænn kynningarfundur vegna uppgjörs fyrsta fjórðungs
Reitir birta uppgjör fyrsta fjórðungs ársins 2020 í lok dags þann 11. maí. Kynningarfundur fyrir fjárfesta og markaðsaðila verður rafrænn, þar munu Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, kynna uppgjörið. Hægt verður að bera upp spurningar á fundinum með skriflegum hætti.
Fundartími er óbreyttur, kl. 8:30, þriðjudaginn 12. maí. Skráning er nauðsynleg. Eftir skráningu fá þátttakendur staðfestingarpóst með nánari upplýsingum.
Skráning á kynningarfundinn: