REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Rekstrarhagnaður 4.414 m.kr. á fyrri árshelmingi 2022

REITIR: Rekstrarhagnaður 4.414 m.kr. á fyrri árshelmingi 2022

Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrri árshelming 2022.

Lykiltölur rekstrar6M 20226M 2021
Tekjur6.5235.571
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna-1.759-1.656
Stjórnunarkostnaður-350-333
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu4.4143.582
Matsbreyting fjárfestingareigna5.7742.256
Rekstrarhagnaður10.1885.838
Hrein fjármagnsgjöld-5.745-3.391
Heildarhagnaður4.0141.856
Hagnaður á hlut5,2 kr.2,4 kr.
NOI hlutfall63,9%56,0%
Stjórnunarkostnaðarhlutfall5,1%5,2%
   
Lykiltölur efnahags30.6.202231.12.2021
Fjárfestingareignir171.522168.147
Handbært og bundið fé1.9951.008
Heildareignir175.393171.124
Eigið fé60.03358.719
Vaxtaberandi skuldir93.29190.895
Eiginfjárhlutfall34,2%34,3%
Skuldsetningarhlutfall56,3%55,9%
   
Lykiltölur fasteignasafns6M 20226M 2021
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið)94,9%95,0%

Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram og hlutföll í rekstrarreikningi eru reiknuð sem hlutfall heildartekna.

Guðjón Auðunsson, forstjóri:

„Rekstur Reita gengur vel og afkoma er í takti við væntingar og áður útgefnar áætlanir. Hækkandi verðlag er farið að setja svip sinn á bæði rekstur og efnahag. Nýtingarhlutfall eignasafnsins er um 97,5% af tekjuberandi eignum. Hlutfallið endurspeglar heilbrigða eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði á markaði. Jafnframt hefur innheimta verið góð undanfarna mánuði. Þá hefur fjöldi leigusamninga verið gerður síðustu misseri, bæði endurnýjanir og nýir samningar.

Fjárfesting innan eignasafnsins heldur áfram og eru miklar framkvæmdir yfirstandandi á þriðju hæð Kringlunnar. Verið er að endurnýja bíóið og setja upp lúxussal. Þá hafa verið gerðir samningar við nýja og vinsæla eldri veitingastaði á þriðju hæð Kringlunnar. Lítið hefur verið um nýfjárfestingar á fyrri hluta ársins en fjárfestingarmöguleikar eru stöðugt í skoðun.

Atvinnusvæðið í landi Blikastaða hefur fengið nafnið Korputún. Tillaga að deiliskipulagi var auglýst í byrjun sumars. Væntingar standa til þess að gatnagerð hefjist þar á næsta ári og uppbygging fljótlega í kjölfarið.“

Horfur ársins

Eftir fyrsta ársfjórðung voru horfur ársins hækkaðar og gert ráð fyrir að tekjur ársins 2022 yrðu á bilinu 13.000 til 13.250 m.kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu yrði á bilinu 8.750-9.000 m.kr. Gert er ráð fyrir því nú að tekjur ársins verði á bilinu 13.150 til 13.400 m.kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu verði á bilinu 8.900 til 9.150 m.kr.

Nánari upplýsingar og kynningarfundur

Reitir bjóða markaðsaðilum og fjárfestum á rafrænan kynningarfund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 þriðjudaginn 23. ágúst nk.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, eftir skráningu fá þátttakendur staðfestingarpóst með nánari upplýsingum. Hægt verður að bera upp spurningar á fundinum með skriflegum hætti.

Skráning á kynningarfundinn:

Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, reitir.is/fjarfestar.

Um Reiti

Reitir fasteignafélag er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis, sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 135 talsins, um 455 þúsund fermetrar að stærð.

Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Icelandair Group, Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg og Hotel Hilton Reykjavík Nordica ásamt Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Flugleiðahótel, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum.

Upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.

Viðhengi



EN
22/08/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Samkomulag við Ríkiseignir vegna hjúkrunarheimilis

REITIR: Samkomulag við Ríkiseignir vegna hjúkrunarheimilis Reitir hafa gengið til samninga við Ríkiseignir um leigu á Nauthólsvegi 50 í Reykjavík undir rekstur hjúkrunarheimilis til næstu 20 ára. Fasteignin er um 6.500 fermetrar að stærð og mun hýsa 87 hjúkrunarrými og tengda starfsemi. Fasteignin hýsti áður höfuðstöðvar Icelandair. Fjárfesting Reita í hjúkrunarheimilum og öðrum tengdum innviðum er liður í samfélagslegri ábyrgð félagsins og stuðlar að nauðsynlegri uppbyggingu á hjúkrunarrýmum. Breytt aldursamsetning þjóðar og öldrun kallar á verulega aukningu slíkra rýma til þess að mæta ...

 PRESS RELEASE

REITIR: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

REITIR: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar Á aðalfundi Reita þann 2. apríl 2025 var stjórn félagsins veitt heimild til þess að kaupa allt að 10% af eigin bréfum fyrir félagsins hönd í því skyni að koma á viðskiptavakt og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun.  Stjórn Reita hefur á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og er markmið áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins. Útgefið hlutafé Reita er 697.000.000 hlutir og eru engir hlutir í eigu félagsins við upphaf endurkaupaáætlunari...

 PRESS RELEASE

REITIR: Uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2025

REITIR: Uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2025 Góður tekjuvöxtur í kjölfar kröftugrar fjárfestingar á liðnu ári  Rekstur Reita á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 var góður og í takti við útgefnar horfur um afkomu. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu nam 2.801 m.kr. og eykst um 187 m.kr milli ára eða 10,2%. Tekjur fjórðungsins voru 4.305 m.kr. sem er aukning um 384 m.kr. eða 9,8% og er sá vöxtur drifinn af verulegri fjárfestingu félagsins á liðnu ári, þar á meðal í markvissum eignakaupum, auk verðlagsbreytinga leigusamninga.   Félagið fjárfesti fyrir um 3 ma.kr. á fjórðungnum og hefu...

 PRESS RELEASE

REITIR: Kynningarfundur vegna birtingar uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2...

REITIR: Kynningarfundur vegna birtingar uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2025 Reitir birta árshlutauppgjör vegna fyrsta ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á morgun, fimmtudaginn 15. maí.  Af því tilefni er fjárfestum og markaðsaðilum boðið til fundar þar sem Guðni Aðalsteinsson, forstjóri og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, kynna uppgjörið.  Fundurinn verður haldinn kl. 8:30 föstudaginn 16. maí á skrifstofu Reita, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík. Fundinum er jafnframt streymt í gegnum netið á slóðinni   Fjárfestar sem fylgjast með streymi geta sent spurningar sem óskað er eftir að verði...

 PRESS RELEASE

REITIR: Skráð lækkun hlutafjár, heildarfjöldi hluta og atkvæða

REITIR: Skráð lækkun hlutafjár, heildarfjöldi hluta og atkvæða Á aðalfundi Reita fasteignafélags hf. þann 2. apríl sl. var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins um 14.550.000 kr. að nafnvirði. Lækkunin tók til eigin hluta félagsins sem það eignaðist með kaupum á árunum 2024 og 2025 í samræmi við endurkaupaáætlanir stjórnar sem aðalfundur félagsins 2024 veitti heimildir fyrir. Hlutunum hefur þannig verið eytt. Lögmælt skilyrði lækkunarinnar hafa verið uppfyllt og hefur hlutafjárlækkunin nú verið skráð í Fyrirtækjaskrá. Skráð hlutafé Reita eftir lækkunina er...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch