REITIR Reitir fasteignafelag hf

REITIR: Ársreikningur 2024

REITIR: Ársreikningur 2024

Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt ársreikning samstæðunnar fyrir árið 2024. Afkoma félagsins var umfram væntingar og skilaði félagið góðum rekstrarhagnaði á árinu.  

Á árinu 2024 setti félagið sér nýja vaxtarstefnu til fimm ára (2024-2028), þar sem skilgreindar eru fjórar megin áherslur; vöxtur og arðsemi, þróun í nýjum eignarflokkum, sjálfbærni og framúrskarandi rekstur. Grunnmarkmið vaxtarstefnunnar er kröftugur og arðbær vöxtur þannig að eignir félagsins verði 300 ma.kr. í lok tímabilsins.

Lagt var upp með markviss verkefni í takt við vaxtarstefnuna og góður árangur náðist á öllum þremur sviðum kjarnastarfsemi félagsins; þróun, kaupum og uppbyggingu. Auk þess var lögð aukin áhersla á þjónustu sem er fjórða megin stoð starfseminnar og unnið að fjölbreyttu framboði þjónustulausna sem bæta upplifun viðskiptavina og gagnast samfélaginu. Fjárfest var kröftuglega í nýjum verkefnum á árinu, fyrir um 18,1 ma.kr. sem er talsvert umfram áætlun félagsins um 11 ma.kr. fjárfestingu. Þar af var 9,6 milljarða króna varið í nýjar eignir og rúmir 8,5 milljarða króna fjárfest í endurbótum á fasteignum félagsins.

Árangur á öllum þáttum kjarnastarfseminnar skilaði sér í góðum rekstrarhagnaði félagsins á árinu. Aukningu tekna milli ára má rekja til verðlagshreyfinga og endurnýjun leigusamninga en nýjar eignir skiluðu um 200 m.kr. aukningu. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir matsbreytingu nam 10.972 m.kr. og jókst um 822 m.kr. eða 8,1%.

Í ársreikningi félagsins má finna endurskoðað uppgjör ásamt ófjárhagslegri upplýsingagjöf en í ár eru birtar ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni í þeim kafla. Í ársskýrslu félagsins fá finna ávarp forstjóra, yfirlit yfir verkefni ársins, stefnu, upplýsingar um sjálfbærni ásamt yfirlit yfir eignasafnið. Nálgast má ársskýrsluna

Guðni Aðalsteinsson, forstjóri:

„Eftirtektarverður árangur félagsins á árinu sem leið er afrakstur góðrar samvinnu og metnaðarfullrar vaxtarstefnu sem var leiðarljós í því sem félagið tók sér fyrir hendur. Það er ánægjulegt að sjá hversu miklum framgangi við náðum strax á fyrsta ári nýrrar stefnu en sá árangur er til komin vegna öflugrar samvinnu allra hagaðila félagsins og vil ég þakka stjórn, hluthöfum, starfsfólki, viðskiptavinum og samstarfsaðilum fyrir farsælt samstarf. Framgangur ársins gefur okkur meðbyr á nýju ár þar sem vaxtarstefna félagsins er leiðandi stef í allri ákvarðanatöku og verkefnum. Auk skýrra markmiða er verðugur tilgangur það sem hvetur okkur áfram en við setjum stefnuna á að vera leiðandi afl í uppbyggingu og rekstri fasteigna. Við fjárfestum í nýjum eignaflokkum og þróunarverkefnum af krafti og leggjum þannig okkar framlag á vogarskálarnar til þess mæta eftirspurn eftir fasteignum og innviðum, samfélaginu til hagsbóta.“

Lykiltölur ársins

Lykiltölur rekstrar20242023
   
Leigutekjur16.44215.107
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna4.4354.126
Stjórnunarkostnaður1.033831
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu10.97210.150
Matsbreyting fjárfestingareigna17.80010.750
Rekstrarhagnaður28.72220.900
Hrein fjármagnsgjöld9.21310.850
Heildarhagnaður15.2957.496
Hagnaður á hlut21,6 kr.10,2 kr.

 

Lykiltölur efnahags31.12.202431.12.2023
   
Fjárfestingareignir226.396189.971
Handbært og bundið fé2.3371.408
Heildareignir231.369193.381
Eigið fé72.42960.273
Vaxtaberandi skuldir128.840108.432
   
Eiginfjárhlutfall31,3%31,2%
Skuldsetningarhlutfall58,6%58,9%

 

Lykilhlutföll20242023
   
Heildarleigutekjur17.31815.763
Tekjuvegið nýtingarhlutfall (allar eignir)94,9%95,8%
Tekjuvegið nýtingarhlutfall (rekstur)98,3%98,8%
   
Arðsemi eigna5,9%6,0%
Arðsemi eigin fjár23,6%12,8%
   
Rekstrarhagnaðarhlutfall63,4%64,4%
Rekstrarkostnaðarhlutfall25,6%26,2%
Stjórnunarkostnaðarhlutfall6,0%5,3%

 

Horfur ársins 

Horfur ársins eru óbreyttar frá því sem birt var samhliða stjórnendauppgjöri félagsins þann 27. janúar 2025.

Félagið gerir ráð fyrir að rekstrartekjur ársins verði  17.700 - 18.000 m.kr,. sem er aukning um 8-9% og að rekstrarhagnaður ársins nemi 11.750 - 12.050 m.kr. og aukist um 7-10%. 

Gert er ráð fyrir um 4% hækkun verðlags milli ára og að nýtingarhlutfall verði sambærilegt við nýtingu ársins 2024. Kostnaðarhlutföll eru áætluð svipuð og á fyrra ári, sem skilar nær óbreyttu rekstrarhagnaðarhlutfalli fyrir árið í heild.

Ekki er áætlað fyrir tekjum eða hagnaði af nýjum fjárfestingum í horfum ársins en félagið áformar bæði fjárfestingar innan eignasafnsins sem og kaup nýrra tekjuberandi eigna í takti við þá stefnu sem kynnt hefur verið. Horfur verða uppfærðar eftir því sem ástæða þykir til.

Aðalfundur 2025

Aðalfundur félagsins verður haldinn kl. 15:00, miðvikudaginn 2. apríl 2025 á Hotel Reykjavik Natura, Nauthólsvegi 52, 102 Reykjavík.

Tillaga stjórnar um arð

Stjórn leggur til við aðalfund félagsins að arður verði greiddur til hluthafa að fjárhæð 2,20 kr. fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlutafjár í félaginu vegna rekstrarársins 2024 eða um 1.533 milljónir króna. Jafnframt er lagt til að arður að fjárhæð 1,50 fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlutafjár verði greiddur til hluthafa í lok september. Nánari upplýsingar verða birtar í tillögu stjórnar til aðalfundar.

Um Reiti fasteignafélag

Reitir fasteignafélag hf. er íslenskt hlutafélag og skráð í Kauphöll síðan 2015. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis og er fyrirtækið leiðandi  í þeirri starfsemi sem og fasteignaþróun. Vöxtur Reita byggir á þróun og fjárfestingu í innviðum sem styðja við sjálfbært samfélag. 

Innan eignasafns Reita eru um 480 þúsund fermetrar atvinnuhúsnæðis sem hýsir fjölbreytta atvinnustarfsemi og opinberar stofnanir. Meðal fasteigna Reita má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, Hótel Borg, Hotel Hilton Nordica og Hotel Reykjavík Natura auk skrifstofubygginga við Höfðabakka 9 og að Vínlandsleið ásamt húsnæði Landspítala við Skaftahlíð og Eiríksgötu auk höfuðstöðva Sjóvár, Origo og Advania. 

Eigendur eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir. 

Nánari upplýsingar

Upplýsingar veita Guðni Aðalsteinsson, forstjóri,  í síma  624 0000 eða netfangið og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri  í síma  699 4416 eða netfangið .

 

Viðhengi



EN
03/03/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reitir fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2. apríl 2025

REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2. apríl 2025 Miðvikudaginn 2. apríl 2025 var aðalfundur Reita fasteignafélags hf. haldinn á Hotel Reykjavík Natura. Fundurinn hófst kl. 15.00. Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á vefsíðu félagsins . Niðurstöður fundarins urðu eftirfarandi: 1. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins fyrir liðið starfsárAðalfundur samþykkti ársreikning og samstæðureikning félagsins vegna ársins 2024. 2. Ráðstöfun hagnaðar félagsins á síðastliðnu starfsáriTillaga stjórnar um að greiða út arð að fjárhæð 2,20 kr. fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlu...

 PRESS RELEASE

REITIR: Endanleg dagskrá, tillögur og framboð til stjórnar á aðalfundi...

REITIR: Endanleg dagskrá, tillögur og framboð til stjórnar á aðalfundi 2. apríl 2025 Aðalfundur Reita fasteignafélags hf. verður haldinn miðvikudaginn 2. apríl 2025 kl. 15.00 í fundarsal 2 á Hotel Reykjavik Natura, Nauthólsvegi 52. Endanleg dagskrá er eftirfarandi: Stjórn skýrir frá rekstri félagsins og hag þess á liðnu ári.  Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagðir fram til staðfestingar.  Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar félagsins á síðastliðnu starfsári.  Tillögur stjórnar lagðar fyrir aðalfund:  Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlu...

 PRESS RELEASE

REITIR: Stækkun á skuldabréfaflokkunum REITIR150535 og REITIR150537

REITIR: Stækkun á skuldabréfaflokkunum REITIR150535 og REITIR150537 Reitir fasteignafélag hf. hefur lokið sölu á skuldabréfum í skuldabréfaflokkunum REITIR150535 og REITIR150537. REITIR150535 er verðtryggður skuldabréfaflokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingafyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 15. maí 2035 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með jöfnum afborgunum fram til lokagjalddaga, þegar allar eftirstöðvar greiðast í einni greiðslu. Greiðslur vaxta og afborgana höfuðstóls fara fram á tveggja mánaða fresti. Seld voru skuldabréf að ...

 PRESS RELEASE

REITIR: Kaup á hóteli við Hlíðasmára í Kópavogi

REITIR: Kaup á hóteli við Hlíðasmára í Kópavogi Reitir og IS FAST-3 hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á félaginu L1100 ehf., sem á tæplega 3.900 fm. hótel við Hlíðasmára 5-7 í Kópavogi. Samhliða kaupunum verður gerður leigusamningur til langs tíma um rekstur hótelsins við Flóra hotels sem rekur einnig Reykjavík Residence, Tower Suites og tvö hótel undir merkjum Oddsson.  Heildarvirði er 1.990 m.kr. og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni eru um 200 m.kr. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 175 m.kr. á...

 PRESS RELEASE

REITIR: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt

REITIR: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt Reitir hafa endurnýjað samning sinn við Arion banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu sem skráð eru á aðalmarkað NASDAQ Iceland. Samningurinn kveður á um að Arion skuli hvern viðskiptadag leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar áður en markaðurinn er opnaður. Tilboðin skulu gilda innan dagsins. Verði tilboði Arion tekið eða verði það fellt niður af hálfu Arion skal Arion setja fram nýtt tilboð þar til hámarksfjárhæð viðskipta fyrir hvern dag hefur verið náð. Tilboð skulu endu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch